Þannig mega íþróttahallir og -vellir aðeins taka við áhorfendum í helming þeirra sæta sem í boði eru, en þó aldrei mega ekki fleiri en 15.000 áhorfendur mæta á viðburði utanhúss og 5.000 áhorfendur á viðburði innanhúss.
Þá þurfa áhorfendur að bera grímur á íþróttaviðburðum, og í þeim sambandsríkjum landsins þar sem smittölur eru sérstaklega háar gæti þurft að fresta einstaka viðburðum.
Stórleikur ársins í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta fer fram á laugardaginn þegar Borussia Dortmund tekur á móti Bayern München á Signal Iduna Park, eða Westfalenstadion eins og völlurinn er oftast kallaður.
Westfalenstadion tekur rúmlega 80.000 manns í sæti og því verða áhorfendapallarnir heldur tómlegir þegar stórliðin mætast seinni part laugardags þar sem toppsæti deildarinnar er í boði. Eins og staðan er núna sitja gestirnir frá München í efsta sæti þýsku deildarinnar með 31 stig eftir 13 leiki, aðeins einu stigi fyrir ofan Dortmund.
Bundesliga attendances slashed as Germany gets tough on COVIDhttps://t.co/UHyMWqjBd1
— Off The Ball (@offtheball) December 2, 2021