Fótbolti

Ísak spilaði allan leikinn í tapi gegn toppliðinu

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Ísak Óli Ólafsson og félagar hans í Esbjerg þurftu að sætta sig við tap í kvöld.
Ísak Óli Ólafsson og félagar hans í Esbjerg þurftu að sætta sig við tap í kvöld. ESBJERG

Ísak Óli Ólafsson og félagar hans í Esvjerg máttu þola 2-0 tap er liðið heimsótti Hvidovre í dönsku B-deildinni í fótbolta í kvöld.

Ísak og félagar fengu gullið tækifæri til að komast yfir strax í byrjun leiks, en Elias Sorensen misnotaði vítaspyrnu fyrir gestina á annarri mínútu leiksins.

Aðeins fimm mínútum síðar tóku heimamenn forystuna með marki frá Frederik Carlsen og staðan var 1-0 í hálfleik.

Marcus Lindberg kom Hvidovre í 2-0 á 64. mínútu, en það reyndist seinasta mark leiksins. Niðurstaðan varð því 2-0 sigur heimamanna sem sitjanú á toppi B-deildarinnar með 37 stig eftir 18 leiki. Ísak og félagar sitja hins vegar í áttunda sæti deildarinnar með 19 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×