Erlent

Bandaríkjaþing samþykkir bráðabirgðalög og tryggja fjármögnun alríkisins fram í febrúar

Atli Ísleifsson skrifar
Þingmenn takast reglubundið á um hækkun svokallaðs skuldaþaks til að tryggja fjármögnun alríksins.
Þingmenn takast reglubundið á um hækkun svokallaðs skuldaþaks til að tryggja fjármögnun alríksins. AP/J. Scott Applewhite

Bandaríkjaþing samþykkti seint í gærkvöldi bráðabirgðafrumvarp sem felur í sér að hægt verður að fjármagna rekstur fjölda stofnana á vegum alríkisins til 18. febrúar næstkomandi.

Hætta var á að alríkisstofnunum, þar með talið fjölda garða og safna, yrði lokað yfir hátíðirnar og að ekki yrði hægt að greiða laun milljóna starfsmanna hins opinbera. 

Harðar deilur hafa staðið um fjárlög næsta árs en 69 þingmenn öldungadeildar Bandaríkjaþings greiddu atkvæði með frumvarpinu og 28 gegn. 

Áður hafði fulltrúadeild þingsins samþykkt frumvarpið og er nú reiknað með að Joe Biden Bandaríkjaforseti staðfesti lögin. 

Deilur Repúblikana og Demókrata á þingi um fjármögnun alríkisstofnana hafa nokkrum sinnum leitt til lokunar alríkisstofnana á síðustu árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×