„Þetta var snarbilað“ Stefán Árni Pálsson skrifar 5. desember 2021 10:00 Kristinn Óli Haraldsson var aðeins 17 ára þegar hann varð einn þekktasti tónlistarmaður landsins. Vísir/vilhelm Kristinn Óli Haraldsson, betur þekktur sem Króli, varð landsþekktur á einni nóttu þegar hann gaf út lagið B.O.B.A árið 2017 með Jóa Pé. Króli er gestur vikunnar í Einkalífinu en aftur að lagið kom út komu þeir félagar fram mörgum sinnum í viku og það í tvö ár linnulaust. Álagið gríðarlegt og fór Króli yfir þennan tíma í þættinum. „Þegar ég tala um þetta er smá eins og ég trúi þessu ekki ennþá því þetta var fáránlegt, geðveikt grillað er eiginlega leiðin til að lýsa þessu. Það var eiginlega ekki fyrr en í Covid þegar maður náði smá stoppi til að hugsa til baka,“ segir Króli um þennan tíma þegar lagið kom út. „6. september breyttist allt og það hefur eiginlega ekki verið aftur snúið. Það var ógeðslega skrýtið að vera 16 og 17 ára og verða allt í einu svona þekktur. Þetta var algjörlega óraunverulegt. Maður fær síðan enga pásu til að meðtaka þetta. Orðræðan um okkur var líka rosalega fyndin því það var talað um að við værum svo miklar fyrirmyndir því við drukkum ekki. Flestir 16 og 17 ára unglingar í dag drekka ekki.“ Hann segir að þeir hafi á tíma jafnvel komið fram fimm til sex sinnum á einum og sama deginum. „Þetta var snarbilað. Það er eiginlega ótrúlegt að allir hafi ekki bara fengið ógeð af manni og ábyggilega sumir sem fengu hellings ógeð af manni sem er skiljanlegt þar sem maður fékk sjálfur ógeð af sér. Maður var með mann sem sá um þetta fyrir mann og valsaði bara stundum inn í allskyns partí og hugsaði bara, hvað er ég að gera hérna. Síðan fór maður á næsta stað og þetta var orðið heilalaust á tímabili. Ég man eftir tímabili þar sem maður spilaði 12 til 13 sinnum á föstudögum og laugardögum.“ Í þættinum ræðir Króli einnig um tímann þegar lagið vinsæla kom út og hvernig lífið breyttist á einu augabragði, leiklistina, æskuna, þunglyndið sem hann hefur barist við, framtíðina og margt fleira. Einkalífið Tónlist Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
Króli er gestur vikunnar í Einkalífinu en aftur að lagið kom út komu þeir félagar fram mörgum sinnum í viku og það í tvö ár linnulaust. Álagið gríðarlegt og fór Króli yfir þennan tíma í þættinum. „Þegar ég tala um þetta er smá eins og ég trúi þessu ekki ennþá því þetta var fáránlegt, geðveikt grillað er eiginlega leiðin til að lýsa þessu. Það var eiginlega ekki fyrr en í Covid þegar maður náði smá stoppi til að hugsa til baka,“ segir Króli um þennan tíma þegar lagið kom út. „6. september breyttist allt og það hefur eiginlega ekki verið aftur snúið. Það var ógeðslega skrýtið að vera 16 og 17 ára og verða allt í einu svona þekktur. Þetta var algjörlega óraunverulegt. Maður fær síðan enga pásu til að meðtaka þetta. Orðræðan um okkur var líka rosalega fyndin því það var talað um að við værum svo miklar fyrirmyndir því við drukkum ekki. Flestir 16 og 17 ára unglingar í dag drekka ekki.“ Hann segir að þeir hafi á tíma jafnvel komið fram fimm til sex sinnum á einum og sama deginum. „Þetta var snarbilað. Það er eiginlega ótrúlegt að allir hafi ekki bara fengið ógeð af manni og ábyggilega sumir sem fengu hellings ógeð af manni sem er skiljanlegt þar sem maður fékk sjálfur ógeð af sér. Maður var með mann sem sá um þetta fyrir mann og valsaði bara stundum inn í allskyns partí og hugsaði bara, hvað er ég að gera hérna. Síðan fór maður á næsta stað og þetta var orðið heilalaust á tímabili. Ég man eftir tímabili þar sem maður spilaði 12 til 13 sinnum á föstudögum og laugardögum.“ Í þættinum ræðir Króli einnig um tímann þegar lagið vinsæla kom út og hvernig lífið breyttist á einu augabragði, leiklistina, æskuna, þunglyndið sem hann hefur barist við, framtíðina og margt fleira.
Einkalífið Tónlist Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira