Hetjur norðurslóða verðlaunuð í Frakklandi Tinni Sveinsson skrifar 3. desember 2021 15:33 Í Hetjum norðurslóða má finna myndir og sögubrot af harðri lífsbaráttu Grænlendinga í sambýli við besta vin mannsins. Vísir/RAX Ragnar Axelsson ljósmyndari var verðlaunaður fyrir bók sína Hetjur norðurslóða af franska tímaritinu Le Monde de la Photo. Bókin var valin besta ljósmyndabókin, það besta sem í boði er þetta árið. Farið er lofsamlegum orðum um bókina í tímaritinu, sem er afar virt á sviði ljósmyndunar. Meðal annarra sem tilnefndir voru fyrir verk sín þetta árið voru Bill Brandt og Sebastião Salgado, sem eru meðal fremstu ljósmyndara heims. Óður til grænlenska sleðahundsins Hetjur norðurslóða er óður til grænlenska sleðahundsins og sambandsins sem myndast hefur milli manns og hunds í veiðimannasamfélaginu á Grænlandi. Samkvæmt Ragnari taldi stofn grænlenska sleðahundsins um 30 þúsund hunda fyrir tíu árum. Nú eru þeir um ellefu þúsund.Vísir/RAX Ljósmyndarinn hefur ferðast um Grænland í um 40 ár og hefur á þeim árum safnað myndum og sögubrotum af harðri lífsbaráttu Grænlendinga í sambýli við besta vin mannsins. „Ég fór að mynda grænlenska hundinn sem er fyrir mér ein merkilegasta hundategund í heimi og ein elsta. Hann er á undanhaldi, það voru 30.000 til fyrir tíu árum nú eru þeir 11.000 eða 12.000. Veiðimönnum fækkar og ísinn hefur þynnst. Ungu krakkarnir mennta sig og vilja síður lifa svona lífi, sem er ekkert þægilegt líf,“ sagði Ragnar meðal annars í þættinum RAX Augnablik: Leyndardómar Roscoe fjalla, þar sem var meðal annars fjallað um bókina. Klippa: RAX Augnablik - Leyndardómar Roscoe fjalla Hetjur norðurslóða er gefin út af Qerndu hér á landi og kemur út á ensku hjá Kehrer Verlag í Þýskalandi, Bretlandi og Bandaríkjunum. RAX Ljósmyndun Dýr Hundar Grænland Loftslagsmál Norðurslóðir Íslendingar erlendis Tengdar fréttir „Ég vil ekki vera að predika neitt en vil leyfa fólki að hugsa og horfa“ Í dag opnar sýningin Þar sem heimurinn bráðnar eftir Ragnar Axelsson í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsi. Sýningin opnar klukkan tíu en engin formleg opnun var að þessu sinni vegna fjöldatakmarkana. 30. janúar 2021 09:01 RAX Augnablik: „Það var eitthvað mennskt við Qerndu“ „Ole kenndi mér það að þegar ég fer með veiðimönnum út á hafísinn, að passa mig hvað ég segi. Þegar þú færð svona frá reynsluboltum þá virðir maður það, segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson. Í nýjasta þættinum af RAX augnablik, segir hann söguna um einstakt samband grænlenska veiðimannsins Ole og hundsins Qerndu. 8. nóvember 2020 07:00 Mest lesið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið KSI kýlir út í íslenska loftið Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Farið er lofsamlegum orðum um bókina í tímaritinu, sem er afar virt á sviði ljósmyndunar. Meðal annarra sem tilnefndir voru fyrir verk sín þetta árið voru Bill Brandt og Sebastião Salgado, sem eru meðal fremstu ljósmyndara heims. Óður til grænlenska sleðahundsins Hetjur norðurslóða er óður til grænlenska sleðahundsins og sambandsins sem myndast hefur milli manns og hunds í veiðimannasamfélaginu á Grænlandi. Samkvæmt Ragnari taldi stofn grænlenska sleðahundsins um 30 þúsund hunda fyrir tíu árum. Nú eru þeir um ellefu þúsund.Vísir/RAX Ljósmyndarinn hefur ferðast um Grænland í um 40 ár og hefur á þeim árum safnað myndum og sögubrotum af harðri lífsbaráttu Grænlendinga í sambýli við besta vin mannsins. „Ég fór að mynda grænlenska hundinn sem er fyrir mér ein merkilegasta hundategund í heimi og ein elsta. Hann er á undanhaldi, það voru 30.000 til fyrir tíu árum nú eru þeir 11.000 eða 12.000. Veiðimönnum fækkar og ísinn hefur þynnst. Ungu krakkarnir mennta sig og vilja síður lifa svona lífi, sem er ekkert þægilegt líf,“ sagði Ragnar meðal annars í þættinum RAX Augnablik: Leyndardómar Roscoe fjalla, þar sem var meðal annars fjallað um bókina. Klippa: RAX Augnablik - Leyndardómar Roscoe fjalla Hetjur norðurslóða er gefin út af Qerndu hér á landi og kemur út á ensku hjá Kehrer Verlag í Þýskalandi, Bretlandi og Bandaríkjunum.
RAX Ljósmyndun Dýr Hundar Grænland Loftslagsmál Norðurslóðir Íslendingar erlendis Tengdar fréttir „Ég vil ekki vera að predika neitt en vil leyfa fólki að hugsa og horfa“ Í dag opnar sýningin Þar sem heimurinn bráðnar eftir Ragnar Axelsson í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsi. Sýningin opnar klukkan tíu en engin formleg opnun var að þessu sinni vegna fjöldatakmarkana. 30. janúar 2021 09:01 RAX Augnablik: „Það var eitthvað mennskt við Qerndu“ „Ole kenndi mér það að þegar ég fer með veiðimönnum út á hafísinn, að passa mig hvað ég segi. Þegar þú færð svona frá reynsluboltum þá virðir maður það, segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson. Í nýjasta þættinum af RAX augnablik, segir hann söguna um einstakt samband grænlenska veiðimannsins Ole og hundsins Qerndu. 8. nóvember 2020 07:00 Mest lesið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið KSI kýlir út í íslenska loftið Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Ég vil ekki vera að predika neitt en vil leyfa fólki að hugsa og horfa“ Í dag opnar sýningin Þar sem heimurinn bráðnar eftir Ragnar Axelsson í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsi. Sýningin opnar klukkan tíu en engin formleg opnun var að þessu sinni vegna fjöldatakmarkana. 30. janúar 2021 09:01
RAX Augnablik: „Það var eitthvað mennskt við Qerndu“ „Ole kenndi mér það að þegar ég fer með veiðimönnum út á hafísinn, að passa mig hvað ég segi. Þegar þú færð svona frá reynsluboltum þá virðir maður það, segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson. Í nýjasta þættinum af RAX augnablik, segir hann söguna um einstakt samband grænlenska veiðimannsins Ole og hundsins Qerndu. 8. nóvember 2020 07:00