Innlent

Ís­hellan í Gríms­vötnum hefur sigið um 40 metra

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Frá flugi yfir Gígjukvísl í dag.
Frá flugi yfir Gígjukvísl í dag. vísir/rax

Íshellan í Grímsvötnum hefur sigið um rúmlega 40 metra. Jarðskjálftum á svæðinu hefur fjölgað en engin merki eru um gosóróa. 

Starfsfólk Veðurstofunnar fylgist vel með stöðunni við Grímsfjall. Sérfræðingar eru á vettvangi og munu gera rennslismælingar í dag til að varpa frekara ljósi á vatnsmagnið að sögn Huldu Rós Helgadóttur, náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands.

„Staðan er þannig að GPS mælingar sýna að íshellan hefur sigið núna um rúmlega 40 metra en að öðru leyti er hún nokkuð svipuð. Það er enn sjáanlegur hlaupórói á óróamælum og kemur einn og einn skjálfti inn í kerfið sem eru mögulega ísbrestir sem erfitt er að staðsetja en að öðru leyti eru ekki miklar breytingar að sjá þannig við fylgjumst vel með,“ sagði Hulda Rós.

Engin merki um gosóróa

Hún segir að jarðskjálftum hafi fjölgað á svæðinu.

„Þetta er kannski aðeins meiri virkni heldur en grunnvirkni, örlítið meira en það.“ 

En sjáið þið merki um gosóróa? 

„Nei við sjáum engin merki um gosóróa eins og staðan er núna.“

Ragnar Axelsson, ljósmyndari Vísis, flaug yfir svæðið í dag og myndaði:

Grímasvatnasvæðið séð úr flugvél RAX.Vísir/RAX
Grímasvatnasvæðið séð úr flugvél RAX.Vísir/RAX
Grímasvatnasvæðið séð úr flugvél RAX.Vísir/RAX
Grímasvatnasvæðið séð úr flugvél RAX.Vísir/RAX

Tengdar fréttir

Hlaupið nái sennilega hámarki á sunnudag

Íshellan í Grímsvötnum heldur áfram að síga og eykst rennsli stöðugt úr jöklinum. Prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands segir að hlaupið muni sennilega ná hámarki um helgina og er ekki hægt að útiloka að gos fylgi í kjölfarið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×