Skýrsla um lætin í kringum úrslitaleik EM: Heppni að engin lést eða slasaðist lífshættulega Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. desember 2021 08:02 Þegar allt lék í lyndi á Wembley. Laurence Griffiths/Getty Images Mikil ölvun og gríðarlegar óspektir áttu sér stað í Lundúnum er England og Ítalía mættust í úrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu í sumar. Í skýrslu um leikinn kemur fram að fólk hefði getað dáið í ólátunum. Eftir að komast í undanúrslit á HM árið 2018 komst England alla leið í úrslitaleik EM í sumar og það á Wembley, heimavelli sínum í Lundúnum. Það var því eðlilega gríðarleg eftirvænting fyrir leiknum en snemma á leikdag var ljóst að stefndi í óefni. „Sem betur fer tapaði England,“ sagði starfsmaður öryggisgæslu Wembley-leikvangsins um leikinn sem Ítalía vann eftir vítaspyrnukeppni. Starfsmaðurinn telur að gæslan á vellinum hefði aldrei átt möguleika gegn ensku stuðningsfólki er það hefði ruðst inn á völlinn ef England hrósað sigri. A day that should have been a celebration but ended up being a source of national shame .Explained: The #EURO2020 final review What exactly happened on Euro Sunday ? What were the key findings? What must be learned from this? @mjshrimperhttps://t.co/6OymYYIT76— The Athletic UK (@TheAthleticUK) December 4, 2021 The Athletic hefur undir höndum 128 blaðsíðna skýrslu um 11. júlí síðastliðinn, dag sem hefði getað endað mun verr en raun ber vitni. Dagur sem margir Englendingar horfa á sem svartan blett í knattspyrnusögu þjóðarinnar sem og dag sem gæti komið í veg fyrir að England fái að halda HM á næstu árum, eitthvað sem þjóðin hefur ekki gert síðan árið 1966. Ónefndur stuðningsmaður Englands grýtir einhverju upp í loftið.Dave J Hogan/Getty Images Í kjölfar vítaspyrnukeppninnar fylltust samfélagsmiðlar af kynþáttafordómum í garð þeirra þriggja leikmanna enska liðsins sem tókst ekki að skora úr spyrnum sínum. Ringulreiðin, óreiðan og ólætin í Lundúnum vakti sömuleiðis athygli. Minnti þetta fólk á forðum daga er enskar boltabullur stálu fyrirsögnunum stórmót eftir stórmót. „Atburðir sem áttu sér stað á Wembley-leikvanginum þann 11. júlí hefðu getað farið ver. Ég er viss um að við vorum nálægt dauðsföllum og/eða lífshættulegum meiðslum þeirra sem voru meðal áhorfenda,“ segir í byrjun skýrslunnar. Er verið að vitna í þá tugi þúsunda sem mættu fyrir utan Wembley án þess að eiga miða og gerðu sitt besta til að brjótast inn á leikvanginn á ákveðnum tímapunkti. Girðingarnar sáu aldrei til sólar.Getty Images Áfengisneysla var óhófleg, miklar skemmdir urðu á eignum, stuðningsfólk slóst innbyrðis sem og við lögreglu eða öryggisverði. Kynþáttaníð og fordómar heyrðust víða og þá sást fjöldinn allur af fólki taka eiturlyf þó svo að myndavélar væru að taka upp herlegheitin. Talið er að nær engar líkur séu að England og Írlandi fái að halda HM 2030 eftir ömurlegheitin í Lundúnum þann 11. júlí. Ekki eina blysið sem var tendrað þennan daginn.Dave J Hogan/Getty Images Götur Lundúna minntu einna helst á ruslatunnu að leik loknum.Dan Kitwood/Getty Images Fótbolti EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Fótbolti „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Fleiri fréttir „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið og viðtöl: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram Lyftu sér upp í annað sætið „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Orri og félagar fóru heim frá Kanaríeyjum með öll þrjú stigin Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Ég er 100% pirraður“ „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Sjá meira
Eftir að komast í undanúrslit á HM árið 2018 komst England alla leið í úrslitaleik EM í sumar og það á Wembley, heimavelli sínum í Lundúnum. Það var því eðlilega gríðarleg eftirvænting fyrir leiknum en snemma á leikdag var ljóst að stefndi í óefni. „Sem betur fer tapaði England,“ sagði starfsmaður öryggisgæslu Wembley-leikvangsins um leikinn sem Ítalía vann eftir vítaspyrnukeppni. Starfsmaðurinn telur að gæslan á vellinum hefði aldrei átt möguleika gegn ensku stuðningsfólki er það hefði ruðst inn á völlinn ef England hrósað sigri. A day that should have been a celebration but ended up being a source of national shame .Explained: The #EURO2020 final review What exactly happened on Euro Sunday ? What were the key findings? What must be learned from this? @mjshrimperhttps://t.co/6OymYYIT76— The Athletic UK (@TheAthleticUK) December 4, 2021 The Athletic hefur undir höndum 128 blaðsíðna skýrslu um 11. júlí síðastliðinn, dag sem hefði getað endað mun verr en raun ber vitni. Dagur sem margir Englendingar horfa á sem svartan blett í knattspyrnusögu þjóðarinnar sem og dag sem gæti komið í veg fyrir að England fái að halda HM á næstu árum, eitthvað sem þjóðin hefur ekki gert síðan árið 1966. Ónefndur stuðningsmaður Englands grýtir einhverju upp í loftið.Dave J Hogan/Getty Images Í kjölfar vítaspyrnukeppninnar fylltust samfélagsmiðlar af kynþáttafordómum í garð þeirra þriggja leikmanna enska liðsins sem tókst ekki að skora úr spyrnum sínum. Ringulreiðin, óreiðan og ólætin í Lundúnum vakti sömuleiðis athygli. Minnti þetta fólk á forðum daga er enskar boltabullur stálu fyrirsögnunum stórmót eftir stórmót. „Atburðir sem áttu sér stað á Wembley-leikvanginum þann 11. júlí hefðu getað farið ver. Ég er viss um að við vorum nálægt dauðsföllum og/eða lífshættulegum meiðslum þeirra sem voru meðal áhorfenda,“ segir í byrjun skýrslunnar. Er verið að vitna í þá tugi þúsunda sem mættu fyrir utan Wembley án þess að eiga miða og gerðu sitt besta til að brjótast inn á leikvanginn á ákveðnum tímapunkti. Girðingarnar sáu aldrei til sólar.Getty Images Áfengisneysla var óhófleg, miklar skemmdir urðu á eignum, stuðningsfólk slóst innbyrðis sem og við lögreglu eða öryggisverði. Kynþáttaníð og fordómar heyrðust víða og þá sást fjöldinn allur af fólki taka eiturlyf þó svo að myndavélar væru að taka upp herlegheitin. Talið er að nær engar líkur séu að England og Írlandi fái að halda HM 2030 eftir ömurlegheitin í Lundúnum þann 11. júlí. Ekki eina blysið sem var tendrað þennan daginn.Dave J Hogan/Getty Images Götur Lundúna minntu einna helst á ruslatunnu að leik loknum.Dan Kitwood/Getty Images
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Fótbolti „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Fleiri fréttir „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið og viðtöl: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram Lyftu sér upp í annað sætið „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Orri og félagar fóru heim frá Kanaríeyjum með öll þrjú stigin Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Ég er 100% pirraður“ „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram