Bretar herða reglurnar vegna omíkron Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. desember 2021 22:14 Bretar hafa hert ferðatakmarkanir vegna omíkron-afbrigðisins. Hollie Adams/Getty Ferðamenn sem vilja komast inn í Bretland munu þurfa að framvísa neikvæðu kórónuveiruprófi fyrir brottför til landsins. Ástæðan er útbreiðsla nýja omíkron-afbrigðis veirunnar, sem lítið er vitað um á þessari stundu. Breska ríkisútvarpið hefur eftir Sajid Javid, heilbrigðisráðherra Bretlands, að reglurnar komi til með að taka gildi klukkan fjögur, aðfaranótt næsta þriðjudags. Frá og með þeim tíma munu allir ferðamenn eldri en tólf ára þurfa að framvísa neikvæðu kórónuveiruprófi fyrir brottför. Prófið má ekki vera eldra en 48 tíma gamalt við brottför. Samkvæmt núgildandi reglum í Bretlandi er óþarfi að framvísa neikvæðu prófi við komuna til landsins. Aðeins þarf að framvísa neikvæðu prófi innan við tveimur dögum eftir að hafa komið til Bretlands. Kaupa tíma með hertum aðgerðum Nígeríu hefur þá verið bætt á svokallaðan rauðan-lista Breta. Ferðamenn frá þeim löndum þurfa að sæta tíu daga dvöl á sóttvarnarhóteli við komuna til landsins. Samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Bretlands hafa 21 omíkron-smit greinst í Bretlandi í tengslum við ferðalög frá Nígeríu. Javid segir að frá því að omíkron-afbrigðið var fyrst uppgötvað hafi það verið stefna ríkisstjórnarinnar að „kaupa sér tíma“ til þess að meta ástandið og koma á varúðarráðstöfunum. „Við höfum alltaf sagt að við myndum grípa hratt til aðgerða, krefjist ný gögn þess.“ Þá kallaði ráðherrann eftir því að allir Bretar sem ættu kost á því að fara í örvunarbólusetningu gerðu það, þar sem bólusetningar væru „fyrsta vígið“ í baráttunni við faraldurinn. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Erlent Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Fleiri fréttir Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Sjá meira
Breska ríkisútvarpið hefur eftir Sajid Javid, heilbrigðisráðherra Bretlands, að reglurnar komi til með að taka gildi klukkan fjögur, aðfaranótt næsta þriðjudags. Frá og með þeim tíma munu allir ferðamenn eldri en tólf ára þurfa að framvísa neikvæðu kórónuveiruprófi fyrir brottför. Prófið má ekki vera eldra en 48 tíma gamalt við brottför. Samkvæmt núgildandi reglum í Bretlandi er óþarfi að framvísa neikvæðu prófi við komuna til landsins. Aðeins þarf að framvísa neikvæðu prófi innan við tveimur dögum eftir að hafa komið til Bretlands. Kaupa tíma með hertum aðgerðum Nígeríu hefur þá verið bætt á svokallaðan rauðan-lista Breta. Ferðamenn frá þeim löndum þurfa að sæta tíu daga dvöl á sóttvarnarhóteli við komuna til landsins. Samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Bretlands hafa 21 omíkron-smit greinst í Bretlandi í tengslum við ferðalög frá Nígeríu. Javid segir að frá því að omíkron-afbrigðið var fyrst uppgötvað hafi það verið stefna ríkisstjórnarinnar að „kaupa sér tíma“ til þess að meta ástandið og koma á varúðarráðstöfunum. „Við höfum alltaf sagt að við myndum grípa hratt til aðgerða, krefjist ný gögn þess.“ Þá kallaði ráðherrann eftir því að allir Bretar sem ættu kost á því að fara í örvunarbólusetningu gerðu það, þar sem bólusetningar væru „fyrsta vígið“ í baráttunni við faraldurinn.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Erlent Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Fleiri fréttir Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Sjá meira