Sonja Þorbergsdóttir formaður BSRB og Ásdís Kristjánsdóttir næstráðandi hjá SA taka við keflinu til að ræða fjölgun opinberra starfsmanna, sem er mun meiri en þeirra á einkamarkaðnum, og afleiðingar þeirrar þróunar.
Þá munu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður viðreisnar rökræða stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar og þá pólitísku sýn sem hann birtir.
Undir lok þáttarins mæta svo Anna Dröfn Ágústsdóttir sagnfræðingur og Guðni Valberg arkítekt til að tala um stórmerka rannsókn sína á þróun Laugavegarins, bæði á húsum og mannlífi, rannsókn sem nú er komin út í bók.
Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.