Bayern Munchen vann leikinn, sem var æsispennandi, 2-3 og var það Robert Lewandowski sem skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu á 77. mínútu. Leikmönnum Dortmund var ekki skemmt við vítadóminn og þeir vildu sjálfir fá víti nokkrum mínútum áður en dómari leiksins Felix Zwayer dæmdi ekki.
Bellingham var alls ekki sáttur með Zwayer og lét hafa eftir sér í viðtali að það væri einkennilegt að setja dómara með slíka fortíð á svona stóran leik.
Jude Bellingham wasn't happy with the refereeing of Der Klassiker pic.twitter.com/GxUxZpP5QZ
— ESPN FC (@ESPNFC) December 4, 2021
„Þú setur dómara sem hefur hagrætt úrslitum áður á svona leik, stærsta leik Þýskalands, við hverju býstu?“, sagði Bellingham sem gæti átt von á refsingu frá þýska knattspyrnusambandinu.