Heldur starfinu en þarf að greiða sekt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. desember 2021 16:15 Frá vettvangi handtökunnar í Hafnarfirði í fyrra. Aðsend Lögreglumaður á höfuðborgarsvæðinu sem leystur var frá störfum í nóvember í fyrra vegna framkvæmdar handtöku í Hafnarfirði er aftur kominn til starfa. Hann þarf að greiða eitt hundrað þúsund króna sekt vegna þess hvernig hann beitti kylfu sinni. Fréttablaðið greindi frá málinu á forsíðu sinni þann 6. nóvember í fyrra. Umræddur maður hafði verið stöðvaður vegna gruns um vörslu fíkniefna. Sagðist hann vera með Covid-19. Var haft eftir ónafngreindum sjónarvottum að fjórir lögreglumenn sem handtóku manninn við Hvaleyrarholt í Hafnarfirði hefðu gengið allt of langt í aðgerðum sínum. Sökuðu þeir lögreglumennina um gróft ofbeldi. Lýstu þeir því hvernig einn lögreglumannannana hefði slegið inn handtekna ítrekað í höfuðið með kylfu þar til hann rotaðist og féll í jörðina. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vísaði málinu til héraðssaksóknara og var lögreglumaðurinn sendur í tímabundið leyfi. Meðal sönnunargagna í málinu voru upptökur úr búkmyndavél lögreglu. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari segir í svari við skriflegri fyrirspurn Fréttablaðsins að héraðssaksóknari hafi skoðað málið en það verið fellt niður. Sú niðurstaða hafi verið kærð til ríkissaksóknara sem staðfesti niðurfellinguna að mestu leyti í haust. Hins vegar hafi ríkissaksóknari ekki fallist á niðurfellingu varðandi hvernig lögreglumaðurinn lokaði kylfu sinni með því að ýta henni í bak hins handtekna. Þeim þætti málsins hafi verið lokið með sektargerð upp á eitt hundrað þúsund krónur. Málið rataði einnig inn á borð Nefndar um eftirlit með lögreglu sem getur nú tekið það fyrir þar sem meðferð málsins hjá ákæruvaldinu er lokið. Lögreglan Hafnarfjörður Tengdar fréttir Lögreglumenn sakaðir um gróft ofbeldi við handtöku í Hafnarfirði Sjónarvottar fullyrða að fjórir lögregluþjónar, sem handtóku mann við Hvaleyrarholt í Hafnarfirði síðasta mánudag, hafi gengið allt of langt í aðgerðum sínum og eru lögreglumennirnir sakaðir um gróft ofbeldi. 6. nóvember 2020 07:22 Upptökur úr búkmyndavélum lögreglu sendar til héraðssaksóknara Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur vísað máli, þar sem fjórir lögregluþjónar hafa verið sakaðir um gróft ofbeldi við handtöku í Hafnarfirði, til rannsóknar hjá embætti héraðssaksóknara. 6. nóvember 2020 09:51 Lögreglumanni vikið frá störfum vegna handtökunnar í Hafnarfirði Einn lögreglumaður hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefur verið leystur undan starfsskyldum sínum tímabundið vegna handtöku manns í Hafnarfirði síðastliðinn mánudag. 6. nóvember 2020 12:44 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Fréttablaðið greindi frá málinu á forsíðu sinni þann 6. nóvember í fyrra. Umræddur maður hafði verið stöðvaður vegna gruns um vörslu fíkniefna. Sagðist hann vera með Covid-19. Var haft eftir ónafngreindum sjónarvottum að fjórir lögreglumenn sem handtóku manninn við Hvaleyrarholt í Hafnarfirði hefðu gengið allt of langt í aðgerðum sínum. Sökuðu þeir lögreglumennina um gróft ofbeldi. Lýstu þeir því hvernig einn lögreglumannannana hefði slegið inn handtekna ítrekað í höfuðið með kylfu þar til hann rotaðist og féll í jörðina. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vísaði málinu til héraðssaksóknara og var lögreglumaðurinn sendur í tímabundið leyfi. Meðal sönnunargagna í málinu voru upptökur úr búkmyndavél lögreglu. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari segir í svari við skriflegri fyrirspurn Fréttablaðsins að héraðssaksóknari hafi skoðað málið en það verið fellt niður. Sú niðurstaða hafi verið kærð til ríkissaksóknara sem staðfesti niðurfellinguna að mestu leyti í haust. Hins vegar hafi ríkissaksóknari ekki fallist á niðurfellingu varðandi hvernig lögreglumaðurinn lokaði kylfu sinni með því að ýta henni í bak hins handtekna. Þeim þætti málsins hafi verið lokið með sektargerð upp á eitt hundrað þúsund krónur. Málið rataði einnig inn á borð Nefndar um eftirlit með lögreglu sem getur nú tekið það fyrir þar sem meðferð málsins hjá ákæruvaldinu er lokið.
Lögreglan Hafnarfjörður Tengdar fréttir Lögreglumenn sakaðir um gróft ofbeldi við handtöku í Hafnarfirði Sjónarvottar fullyrða að fjórir lögregluþjónar, sem handtóku mann við Hvaleyrarholt í Hafnarfirði síðasta mánudag, hafi gengið allt of langt í aðgerðum sínum og eru lögreglumennirnir sakaðir um gróft ofbeldi. 6. nóvember 2020 07:22 Upptökur úr búkmyndavélum lögreglu sendar til héraðssaksóknara Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur vísað máli, þar sem fjórir lögregluþjónar hafa verið sakaðir um gróft ofbeldi við handtöku í Hafnarfirði, til rannsóknar hjá embætti héraðssaksóknara. 6. nóvember 2020 09:51 Lögreglumanni vikið frá störfum vegna handtökunnar í Hafnarfirði Einn lögreglumaður hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefur verið leystur undan starfsskyldum sínum tímabundið vegna handtöku manns í Hafnarfirði síðastliðinn mánudag. 6. nóvember 2020 12:44 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Lögreglumenn sakaðir um gróft ofbeldi við handtöku í Hafnarfirði Sjónarvottar fullyrða að fjórir lögregluþjónar, sem handtóku mann við Hvaleyrarholt í Hafnarfirði síðasta mánudag, hafi gengið allt of langt í aðgerðum sínum og eru lögreglumennirnir sakaðir um gróft ofbeldi. 6. nóvember 2020 07:22
Upptökur úr búkmyndavélum lögreglu sendar til héraðssaksóknara Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur vísað máli, þar sem fjórir lögregluþjónar hafa verið sakaðir um gróft ofbeldi við handtöku í Hafnarfirði, til rannsóknar hjá embætti héraðssaksóknara. 6. nóvember 2020 09:51
Lögreglumanni vikið frá störfum vegna handtökunnar í Hafnarfirði Einn lögreglumaður hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefur verið leystur undan starfsskyldum sínum tímabundið vegna handtöku manns í Hafnarfirði síðastliðinn mánudag. 6. nóvember 2020 12:44