Bjarni Ben og Björn Leví stigakóngar í nýrri Fantasy-deild Alþingis Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. desember 2021 21:00 Þórður Vilmundarson, höfundur Fantasy Alþingis. Til vinstri má sjá dæmi um flokk sem spilari hefur sett saman. Vísir/Egill Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata eru eins og stendur verðmætustu þingmenn Alþingis, samkvæmt svokölluðum Fantasy-leik sem er nýkominn í loftið. Leikurinn, Fantasy Alþingi, lýtur sömu lögmálum og fantasy-leikir sem margir kannast við úr íþróttum. Spilarar stofna flokk, velja sér sex þingmenn í hann og fá svo stig eftir því hvernig þeim þingmönnum farnast í þingsal þá vikuna. Stig eru enn sem komið er aðeins gefin fyrir tvennt; mínútur í pontu, eitt stig fyrir hverja mínútu nánar tiltekið, og atkvæði í atkvæðagreiðslum. Þá eru dregin frá stig ef þingmaður greiðir ekki atkvæði. Þórður Vilmundarson, forritar og höfundur leiksins, stefnir á að útvíkka stigagjöfina. „Mig langar rosa mikið að gefa mínusstig fyrir bjöllur, en það er bara ekki hægt eins og er. Ef þú ert ósátt eða ósáttur með frammistöðu þingmanns þá velurðu þér nýjan og hann kemur þá inn í næstu viku.“ Svona stillir Þórður sínum flokki upp. Birgir Þórarinsson er þarna valinn formaður flokksins, sem þýðir að stigafjöldi hans gildir tvöfalt.Vísir/Egill Þorgerður Katrín og Bergþór á hælum Björns og Bjarna Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra eru eins og stendur stigakóngar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir í Viðreisn kemur á hæla þeirra og Bergþór Ólason úr Miðflokknum þar á eftir. „Inga Sæland byrjaði langvinsælust en eftir fyrstu þingviku voru svolítið margir sem létu hana fara,“ segir Þórður. Leikurinn er enn í svokallaðri betaútgáfu og er að finna á slóðinni Fantasyalthingi.is. Lokað er fyrir skráningar í bili en þrjátíu spilarar eru skráðir eins og er. Þórður vonast til að almenningur geti byrjað að skrá sig þegar þingið fer í jólafrí. „Það væri náttúrulega æðislegt að sjá einhvern í þessum leik sem er á alþingi,“ segir Þórður og hlær. Tækni Alþingi Leikjavísir Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Sjá meira
Leikurinn, Fantasy Alþingi, lýtur sömu lögmálum og fantasy-leikir sem margir kannast við úr íþróttum. Spilarar stofna flokk, velja sér sex þingmenn í hann og fá svo stig eftir því hvernig þeim þingmönnum farnast í þingsal þá vikuna. Stig eru enn sem komið er aðeins gefin fyrir tvennt; mínútur í pontu, eitt stig fyrir hverja mínútu nánar tiltekið, og atkvæði í atkvæðagreiðslum. Þá eru dregin frá stig ef þingmaður greiðir ekki atkvæði. Þórður Vilmundarson, forritar og höfundur leiksins, stefnir á að útvíkka stigagjöfina. „Mig langar rosa mikið að gefa mínusstig fyrir bjöllur, en það er bara ekki hægt eins og er. Ef þú ert ósátt eða ósáttur með frammistöðu þingmanns þá velurðu þér nýjan og hann kemur þá inn í næstu viku.“ Svona stillir Þórður sínum flokki upp. Birgir Þórarinsson er þarna valinn formaður flokksins, sem þýðir að stigafjöldi hans gildir tvöfalt.Vísir/Egill Þorgerður Katrín og Bergþór á hælum Björns og Bjarna Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra eru eins og stendur stigakóngar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir í Viðreisn kemur á hæla þeirra og Bergþór Ólason úr Miðflokknum þar á eftir. „Inga Sæland byrjaði langvinsælust en eftir fyrstu þingviku voru svolítið margir sem létu hana fara,“ segir Þórður. Leikurinn er enn í svokallaðri betaútgáfu og er að finna á slóðinni Fantasyalthingi.is. Lokað er fyrir skráningar í bili en þrjátíu spilarar eru skráðir eins og er. Þórður vonast til að almenningur geti byrjað að skrá sig þegar þingið fer í jólafrí. „Það væri náttúrulega æðislegt að sjá einhvern í þessum leik sem er á alþingi,“ segir Þórður og hlær.
Tækni Alþingi Leikjavísir Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Sjá meira