Gróðurhúsið í Hveragerði formlega opnað Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 9. desember 2021 13:27 Eigendurnir Valgarð Sörensen og Brynjólfur J. Baldursson. Gróðurhúsið í Hveragerði hélt opnunarhóf á laugardag þar sem boðsgestir fengu að skoða bygginguna, smakka matinn og upplifa stemninguna. Baldur Kristjáns Gróðurhúsið opnaði formlega í Hveragerði í dag og var haldið partý þar á laugardag til að halda upp á opnunina. Fjölbreytt starfsemi er í byggingunni sem á að höfða bæði til Íslendinga og erlendra ferðamanna en þar er að finna hótel, mathöll, bar, verslanir, kaffihús, matarmarkað og ísbúð. „Við uppbyggingu hefur sjálfbærni verið höfð að leiðarljósi og nafnið því vel við hæfi enda Hveragerði þekkt fyrir sín fjölmörgu gróðurhús. Markmiðið er að að gestir geti staldrað við í fallegu umhverfi og notið alls þess sem Gróðurhúsið hefur uppá að bjóða,“ segir í tilkynningu um opnunina. Hálfdan Pedersen sér um heildarhönnun og útlit Gróðurhússins en samvinna er með Flóru garðyrkjustöð um ráðgjöf varðandi gróður hússins sem að sjálfsögðu er í aðalhlutverki í sjálfum Blómabænum. Gróður spilar lykilhlutverk í hönnun Gróðurhússsins. Gluggarnir eru líka eins og í nútímalegu gróðurhúsi.qBaldur Kristjáns „Í suðurenda byggingarinnar er mathöllin með fimm frábærum veitingastöðum; Hipstur, Yuzu burgers, Wok-on, Taco vagninn og Pönk Fried Chicken (PFC). Í glerskálanum til suðurs er svo Nýlendubar Kormáks og Skjaldar en þar er hægt að upplifa suðræna stemningu og skála í svalandi drykk undir pálmatré. Barinn nær einnig til setustofu annarrar hæðar og þaksvala með frábæru útsýni til suðurs. Í norðurenda byggingarinnar hafa gamalgróin vörumerki úr höfuðborginni komið sér fyrir s.s. Epal, Herrafataverslun Kormáks & Skjaldar og Álafoss. Einnig er þar starfrækt ný sælkeraverslun og matarmarkaður sem ber nafnið Me&Mu en þar er áherslan á smáframleiðendur og vörur beint úr héraði. Ísbúðin Bongo býður uppá nýja og skemmtilega nálgun í samvinnu við Kjörís. Kaffihúsið býður svo uppá léttar veitingar, girnilegan morgunverð og léttar veitingar ásamt hinum vinsælu açaí skálum frá Maika’i Reykjavík. Samstarf er við Te&Kaffi um kaffidrykki í kaffihúsinu og á eins hægt að gæða sér á þeirra frábæra kaffi á herbergjum hótelsins.“ Íbúar í Hveragerði fengu að skoða sig um í Gróðurhúsinu í gær en formlega opnar byggingin í dag. Baldur Kristjáns The Greenhouse Hotel er lífstílshótel með áherslu á hágæða herbergi ásamt skemmtilegri stemningu og upplifun gesta. Hótelið er staðsett á efri hæðum byggingarinnar og hafa hótelgestir aðgang að norðursvölum en þar mun opna spa svæði sem tilvalið er til slökunar. „Lagt er upp með að gestir geti slakað vel á og náð í alla sína þjónustu sem þeir þurfa innan Gróðurhússins. Þeir sem kjósa geta síðan notið fjölbreyttrar útivistar sem er að finna í bakgarðinum í Reykjadal en þar er heiti lækurinn og Hengillinn vinsælir áningastaðir. Margir fara í göngur, fjallahjól og útreiðartúra ásamt því að veiða í ánni og spila golf í sveitinni. Það er síðan margt í boði í nágrenninu og vinnur Gróðurhúsið náið með ferðaþjónustuaðilum í nærumhverfi sínu.“ Hér fyrir neðan má sjá nokkrar fleiri myndir af Gróðurhúsinu í Hveragerði. Allar myndirnar tók ljósmyndarinn Baldur Kristjánsson. Tíska og hönnun Matur Hveragerði Veitingastaðir Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Mathöll, bar, hótel og fleira í Gróðurhúsinu í Hveragerði Mikil uppbygging er í kortunum í Hveragerði en þar verður nýr áfangastaður sem ber nafnið Gróðurhúsið opnaður í sumar. Þar verður hótel, verslanir, mathöll, kaffihús, bar, ísbúð, sælkeraverslun og annars konar þjónusta í boði fyrir heimamenn og innlenda og erlenda ferðamenn. 2. júní 2021 07:50 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
„Við uppbyggingu hefur sjálfbærni verið höfð að leiðarljósi og nafnið því vel við hæfi enda Hveragerði þekkt fyrir sín fjölmörgu gróðurhús. Markmiðið er að að gestir geti staldrað við í fallegu umhverfi og notið alls þess sem Gróðurhúsið hefur uppá að bjóða,“ segir í tilkynningu um opnunina. Hálfdan Pedersen sér um heildarhönnun og útlit Gróðurhússins en samvinna er með Flóru garðyrkjustöð um ráðgjöf varðandi gróður hússins sem að sjálfsögðu er í aðalhlutverki í sjálfum Blómabænum. Gróður spilar lykilhlutverk í hönnun Gróðurhússsins. Gluggarnir eru líka eins og í nútímalegu gróðurhúsi.qBaldur Kristjáns „Í suðurenda byggingarinnar er mathöllin með fimm frábærum veitingastöðum; Hipstur, Yuzu burgers, Wok-on, Taco vagninn og Pönk Fried Chicken (PFC). Í glerskálanum til suðurs er svo Nýlendubar Kormáks og Skjaldar en þar er hægt að upplifa suðræna stemningu og skála í svalandi drykk undir pálmatré. Barinn nær einnig til setustofu annarrar hæðar og þaksvala með frábæru útsýni til suðurs. Í norðurenda byggingarinnar hafa gamalgróin vörumerki úr höfuðborginni komið sér fyrir s.s. Epal, Herrafataverslun Kormáks & Skjaldar og Álafoss. Einnig er þar starfrækt ný sælkeraverslun og matarmarkaður sem ber nafnið Me&Mu en þar er áherslan á smáframleiðendur og vörur beint úr héraði. Ísbúðin Bongo býður uppá nýja og skemmtilega nálgun í samvinnu við Kjörís. Kaffihúsið býður svo uppá léttar veitingar, girnilegan morgunverð og léttar veitingar ásamt hinum vinsælu açaí skálum frá Maika’i Reykjavík. Samstarf er við Te&Kaffi um kaffidrykki í kaffihúsinu og á eins hægt að gæða sér á þeirra frábæra kaffi á herbergjum hótelsins.“ Íbúar í Hveragerði fengu að skoða sig um í Gróðurhúsinu í gær en formlega opnar byggingin í dag. Baldur Kristjáns The Greenhouse Hotel er lífstílshótel með áherslu á hágæða herbergi ásamt skemmtilegri stemningu og upplifun gesta. Hótelið er staðsett á efri hæðum byggingarinnar og hafa hótelgestir aðgang að norðursvölum en þar mun opna spa svæði sem tilvalið er til slökunar. „Lagt er upp með að gestir geti slakað vel á og náð í alla sína þjónustu sem þeir þurfa innan Gróðurhússins. Þeir sem kjósa geta síðan notið fjölbreyttrar útivistar sem er að finna í bakgarðinum í Reykjadal en þar er heiti lækurinn og Hengillinn vinsælir áningastaðir. Margir fara í göngur, fjallahjól og útreiðartúra ásamt því að veiða í ánni og spila golf í sveitinni. Það er síðan margt í boði í nágrenninu og vinnur Gróðurhúsið náið með ferðaþjónustuaðilum í nærumhverfi sínu.“ Hér fyrir neðan má sjá nokkrar fleiri myndir af Gróðurhúsinu í Hveragerði. Allar myndirnar tók ljósmyndarinn Baldur Kristjánsson.
Tíska og hönnun Matur Hveragerði Veitingastaðir Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Mathöll, bar, hótel og fleira í Gróðurhúsinu í Hveragerði Mikil uppbygging er í kortunum í Hveragerði en þar verður nýr áfangastaður sem ber nafnið Gróðurhúsið opnaður í sumar. Þar verður hótel, verslanir, mathöll, kaffihús, bar, ísbúð, sælkeraverslun og annars konar þjónusta í boði fyrir heimamenn og innlenda og erlenda ferðamenn. 2. júní 2021 07:50 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Mathöll, bar, hótel og fleira í Gróðurhúsinu í Hveragerði Mikil uppbygging er í kortunum í Hveragerði en þar verður nýr áfangastaður sem ber nafnið Gróðurhúsið opnaður í sumar. Þar verður hótel, verslanir, mathöll, kaffihús, bar, ísbúð, sælkeraverslun og annars konar þjónusta í boði fyrir heimamenn og innlenda og erlenda ferðamenn. 2. júní 2021 07:50