Tveir karlar og ein kona valin íþróttafólk ársins hjá fötluðum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. desember 2021 15:48 Íþróttafólk ársins hjá fötluðum. Talið frá vinstri: Róbert Ísak Jónsson, Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir og Már Gunnarsson. VÍSIR/VILHELM Það var sögulegt var á íþróttafólki fatlaðra í dag því kjörnefndin hjá Íþróttasambandi fatlaðra gat ekki gert upp á milli tveggja karla í ár. Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir var valin íþróttakona ársins og þeir Már Gunnarsson og Róbert Ísak Jónsson voru báðir valdir íþróttamenn ársins íþróttafólks ársins hjá Íþróttasambandi fatlaðra en kjörinu var lýst á Grand Hótel í Reykjavík í dag. Bergrún Ósk var að vinna þessi verðlaun fjórða árið í röð en þeir Már og Róbert Ísak hafa báðir verið kosnir íþróttamenn ársins einu sinni áður, Már árið 2019 og Róbert árið 2018. Þetta er í fyrsta og eina skiptið sem tveir karlar eru valdir íþróttamenn ársins á sama ári. Fráfarandi yfirmenn landsliðsmála ÍF, Ingi Þór Einarsson og Kári Jónsson, hlutu Hvataverðlaun ÍF 2021. Ekki hægt að gera upp á milli þeirra Íþróttamenn ársins eru sundmennirnir Már Gunnarsson, ÍRB og Róbert Ísak Jónsson, SH. Magnað afreksár er að baki hjá báðum íþróttamönnum og eftir mikla umhugsun ákvað stjórn ÍF að ekki væri hægt að gera upp á milli þessara tveggja öflugu sundmanna. Már og Róbert háðu harða baráttu um nafnbótina en báðir settu þeir fjölda Íslandsmeta á árinu 2021. Már alls 13 og Róbert alls 12. Á Evrópumeistaramótinu í 50m laug í Portúgal vann Róbert Ísak brons í 200m fjórsundi og silfur í 100m flugsundi. Már setti nýtt heimsmet í 200m baksundi á Íslandsmótinu í aprílmánuði. Báðir voru þeir Róbert og Már glæsilegir fulltrúar Íslands á Paralympics í Tokyo þar sem Már keppti í fjórum greinum og náði bestum árangri með 5. sæti í 100m baksundi. Róbert Ísak keppti í þremur greinum og náði í tvígang í 6. sæti í 200m fjórsundi og 100m flugsundi. Þetta er í annað sinn sem þeir Már og Róbert hljóta nafnbótina en Már var fyrst valinn íþróttamaður ársins árið 2019 og Róbert Ísak árið 2017. Aðeins Kristín Rós hefur unnið fleiri ár í röð Þetta er fjórða árið í röð sem Bergrún hlýtur nafnbótina en þar með varð hún aðeins önnur íslenskra kvenna til þess að verða valin fjögur ár í röð. Fyrir var það aðeins Kristín Rós Hákonardóttir sundkona sem hafði hlotið útnefninguna fjórum sinnum í röð eða oftar. Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir hefur síðustu tvö tímabil keppt fyrir FH en nú í lok árs 2021 hefur hún ákveðið að skipta á nýjan leik til ÍR. Bergrún setti tvö ný Íslandsmet í kúluvarpi á árinu og keppti í fyrsta sinn á Paralympics. Bergrún vann til silfurverðlauna á EM í Póllandi í kúluvarpi þegar hún varpaði kúlunni 8.76 metra og skömmu síðar stórbætti hún Íslandsmetið og það á Paralympics í Tokyo þegar hún hafnaði í 7. sæti eftir að hafa varpað kúlunni 9,57 metra. Ólympíumót fatlaðra Sund Frjálsar íþróttir Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Fleiri fréttir Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Lífsferill íþróttamannsins: Mattheusarguðspjallið og brennimerkt börn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Keppt í skemmtigarði á næstu Ólympíuleikum „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu, Besta kvenna og umspil NBA Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Sjá meira
Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir var valin íþróttakona ársins og þeir Már Gunnarsson og Róbert Ísak Jónsson voru báðir valdir íþróttamenn ársins íþróttafólks ársins hjá Íþróttasambandi fatlaðra en kjörinu var lýst á Grand Hótel í Reykjavík í dag. Bergrún Ósk var að vinna þessi verðlaun fjórða árið í röð en þeir Már og Róbert Ísak hafa báðir verið kosnir íþróttamenn ársins einu sinni áður, Már árið 2019 og Róbert árið 2018. Þetta er í fyrsta og eina skiptið sem tveir karlar eru valdir íþróttamenn ársins á sama ári. Fráfarandi yfirmenn landsliðsmála ÍF, Ingi Þór Einarsson og Kári Jónsson, hlutu Hvataverðlaun ÍF 2021. Ekki hægt að gera upp á milli þeirra Íþróttamenn ársins eru sundmennirnir Már Gunnarsson, ÍRB og Róbert Ísak Jónsson, SH. Magnað afreksár er að baki hjá báðum íþróttamönnum og eftir mikla umhugsun ákvað stjórn ÍF að ekki væri hægt að gera upp á milli þessara tveggja öflugu sundmanna. Már og Róbert háðu harða baráttu um nafnbótina en báðir settu þeir fjölda Íslandsmeta á árinu 2021. Már alls 13 og Róbert alls 12. Á Evrópumeistaramótinu í 50m laug í Portúgal vann Róbert Ísak brons í 200m fjórsundi og silfur í 100m flugsundi. Már setti nýtt heimsmet í 200m baksundi á Íslandsmótinu í aprílmánuði. Báðir voru þeir Róbert og Már glæsilegir fulltrúar Íslands á Paralympics í Tokyo þar sem Már keppti í fjórum greinum og náði bestum árangri með 5. sæti í 100m baksundi. Róbert Ísak keppti í þremur greinum og náði í tvígang í 6. sæti í 200m fjórsundi og 100m flugsundi. Þetta er í annað sinn sem þeir Már og Róbert hljóta nafnbótina en Már var fyrst valinn íþróttamaður ársins árið 2019 og Róbert Ísak árið 2017. Aðeins Kristín Rós hefur unnið fleiri ár í röð Þetta er fjórða árið í röð sem Bergrún hlýtur nafnbótina en þar með varð hún aðeins önnur íslenskra kvenna til þess að verða valin fjögur ár í röð. Fyrir var það aðeins Kristín Rós Hákonardóttir sundkona sem hafði hlotið útnefninguna fjórum sinnum í röð eða oftar. Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir hefur síðustu tvö tímabil keppt fyrir FH en nú í lok árs 2021 hefur hún ákveðið að skipta á nýjan leik til ÍR. Bergrún setti tvö ný Íslandsmet í kúluvarpi á árinu og keppti í fyrsta sinn á Paralympics. Bergrún vann til silfurverðlauna á EM í Póllandi í kúluvarpi þegar hún varpaði kúlunni 8.76 metra og skömmu síðar stórbætti hún Íslandsmetið og það á Paralympics í Tokyo þegar hún hafnaði í 7. sæti eftir að hafa varpað kúlunni 9,57 metra.
Ólympíumót fatlaðra Sund Frjálsar íþróttir Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Fleiri fréttir Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Lífsferill íþróttamannsins: Mattheusarguðspjallið og brennimerkt börn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Keppt í skemmtigarði á næstu Ólympíuleikum „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu, Besta kvenna og umspil NBA Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Sjá meira