Ekki fleiri nefndir um þjóðarleikvanga: „Sannfærður um að við löndum þessu“ Sindri Sverrisson skrifar 10. desember 2021 14:00 Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, og Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, hlýða á Ásmund Einar Daðason í Pallborðinu í gær. Vísir/Vilhelm „Við þurfum bara að ýta á Enter,“ segir Ásmundur Einar Daðason, ráðherra íþróttamála, um nýja þjóðarleikvanga fyrir boltaíþróttir og frjálsíþróttir sem lengi hefur verið beðið eftir. Ásmundur mætti í Pallborðið í gær og tók undir að nú væru allar forsendur fyrir hendi til að farið verði í byggingu nýrra leikvanga. Nóg hafi verið unnið með málum í nefndum á síðustu árum. „Ég get lofað því að það verði ekki fleiri nefndir sem að velta þessu upp. En það þarf auðvitað einhver að fara í samtal um þessi mál,“ sagði Ásmundur. Klippa: Pallborðið - Ásmundur sannfærður um að leikvangar rísi á næstu árum „Við ætlum ekki að horfa upp á það að landsliðin okkar séu að fara að spila alla heimaleiki erlendis á næstu árum,“ sagði Ásmundur en sú er þó orðin raunin í tilfelli karlalandsliðsins í körfubolta sem væntanlega þarf að spila heimaleik á Ítalíu í febrúar. „Þú ert að fara að horfa upp á það,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson sem stýrði umræðunum. Þó að við millifærðum 21 milljarð núna yrði þjóðarhöll ekki klár á næsta ári „Ég hef nú fulla trú á því að ef að málin komast á hreyfingu þá komi jákvæðara hljóð þaðan. Það gefur augaleið að jafnvel þó að við myndum setja í þetta núna 21 milljarð, eins og skýrslurnar gera ráð fyrir, og værum tilbúin að millifæra þá upphæð á morgun, þá erum við ekki að fara að vera klár með þjóðarhöll hérna um mitt næsta ár,“ sagði Ásmundur enda öllum ljóst að uppbygging leikvangana gæti tekið drjúgan tíma: „Það á eftir að hanna, fara í deiliskipulag og útboð. Allt þetta tekur tíma en við þurfum að komast á þann stað að þetta fari af stað, því það tekur alltaf einhvern X tíma. Við eigum smá eftir í þessu hlaupi og við ætlum að klára það, og við gerum það saman. Ég er sannfærður um að þjóðin, hvort sem er ríki, borg eða íþróttahreyfingin, að við löndum þessu saman,“ sagði Ásmundur. Laugardalsvöllur Handbolti Körfubolti Fótbolti Frjálsar íþróttir Pallborðið Nýr þjóðarleikvangur Ný þjóðarhöll Tengdar fréttir Bauð ríkisstjórnina velkomna á heimaleik Íslands á Ítalíu Íþróttahreyfingin hefur lengi kallað eftir nýjum þjóðarleikvöngum og í vetur er svo komið að íslenska karlalandsliðið í körfubolta neyðist til að spila leiki á útivelli sem fara áttu fram á Íslandi. Formaður KKÍ bauð ríkisstjórninni á „heimaleik“ á Ítalíu í febrúar, í Pallborðinu í gær. 10. desember 2021 09:00 Fyrsta mál Ásmundar í nýrri ríkisstjórn varði málefni þjóðarleikvanga Ásmundur Einar Daðason, ráðherra íþróttamála, telur mikilvægt að ráðist verið í úrbætur á stöðu þjóðarleikvanga Íslands. Um sé að ræða eitt af þeim málum sem séu efst á forgangslista hans í nýrri ríkisstjórn. 9. desember 2021 22:07 Sjáðu umræðuna um þjóðarleikvanga í Pallborðinu Ráðherra og formenn KSÍ og KKÍ voru gestir Henrys Birgis Gunnarssonar í Pallborðinu þar sem rætt var um þjóðarleikvanga. Þátturinn var í beinni útsendingu hér á Vísi. 9. desember 2021 15:32 Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR Óðinn Þór markahæstur að venju Háspennuleikir á Akureyri og Króknum KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Grindavík upp úr fallsæti með sigri á botnliði Aþenu Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Amad líklega frá út tímabilið Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira
Ásmundur mætti í Pallborðið í gær og tók undir að nú væru allar forsendur fyrir hendi til að farið verði í byggingu nýrra leikvanga. Nóg hafi verið unnið með málum í nefndum á síðustu árum. „Ég get lofað því að það verði ekki fleiri nefndir sem að velta þessu upp. En það þarf auðvitað einhver að fara í samtal um þessi mál,“ sagði Ásmundur. Klippa: Pallborðið - Ásmundur sannfærður um að leikvangar rísi á næstu árum „Við ætlum ekki að horfa upp á það að landsliðin okkar séu að fara að spila alla heimaleiki erlendis á næstu árum,“ sagði Ásmundur en sú er þó orðin raunin í tilfelli karlalandsliðsins í körfubolta sem væntanlega þarf að spila heimaleik á Ítalíu í febrúar. „Þú ert að fara að horfa upp á það,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson sem stýrði umræðunum. Þó að við millifærðum 21 milljarð núna yrði þjóðarhöll ekki klár á næsta ári „Ég hef nú fulla trú á því að ef að málin komast á hreyfingu þá komi jákvæðara hljóð þaðan. Það gefur augaleið að jafnvel þó að við myndum setja í þetta núna 21 milljarð, eins og skýrslurnar gera ráð fyrir, og værum tilbúin að millifæra þá upphæð á morgun, þá erum við ekki að fara að vera klár með þjóðarhöll hérna um mitt næsta ár,“ sagði Ásmundur enda öllum ljóst að uppbygging leikvangana gæti tekið drjúgan tíma: „Það á eftir að hanna, fara í deiliskipulag og útboð. Allt þetta tekur tíma en við þurfum að komast á þann stað að þetta fari af stað, því það tekur alltaf einhvern X tíma. Við eigum smá eftir í þessu hlaupi og við ætlum að klára það, og við gerum það saman. Ég er sannfærður um að þjóðin, hvort sem er ríki, borg eða íþróttahreyfingin, að við löndum þessu saman,“ sagði Ásmundur.
Laugardalsvöllur Handbolti Körfubolti Fótbolti Frjálsar íþróttir Pallborðið Nýr þjóðarleikvangur Ný þjóðarhöll Tengdar fréttir Bauð ríkisstjórnina velkomna á heimaleik Íslands á Ítalíu Íþróttahreyfingin hefur lengi kallað eftir nýjum þjóðarleikvöngum og í vetur er svo komið að íslenska karlalandsliðið í körfubolta neyðist til að spila leiki á útivelli sem fara áttu fram á Íslandi. Formaður KKÍ bauð ríkisstjórninni á „heimaleik“ á Ítalíu í febrúar, í Pallborðinu í gær. 10. desember 2021 09:00 Fyrsta mál Ásmundar í nýrri ríkisstjórn varði málefni þjóðarleikvanga Ásmundur Einar Daðason, ráðherra íþróttamála, telur mikilvægt að ráðist verið í úrbætur á stöðu þjóðarleikvanga Íslands. Um sé að ræða eitt af þeim málum sem séu efst á forgangslista hans í nýrri ríkisstjórn. 9. desember 2021 22:07 Sjáðu umræðuna um þjóðarleikvanga í Pallborðinu Ráðherra og formenn KSÍ og KKÍ voru gestir Henrys Birgis Gunnarssonar í Pallborðinu þar sem rætt var um þjóðarleikvanga. Þátturinn var í beinni útsendingu hér á Vísi. 9. desember 2021 15:32 Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR Óðinn Þór markahæstur að venju Háspennuleikir á Akureyri og Króknum KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Grindavík upp úr fallsæti með sigri á botnliði Aþenu Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Amad líklega frá út tímabilið Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira
Bauð ríkisstjórnina velkomna á heimaleik Íslands á Ítalíu Íþróttahreyfingin hefur lengi kallað eftir nýjum þjóðarleikvöngum og í vetur er svo komið að íslenska karlalandsliðið í körfubolta neyðist til að spila leiki á útivelli sem fara áttu fram á Íslandi. Formaður KKÍ bauð ríkisstjórninni á „heimaleik“ á Ítalíu í febrúar, í Pallborðinu í gær. 10. desember 2021 09:00
Fyrsta mál Ásmundar í nýrri ríkisstjórn varði málefni þjóðarleikvanga Ásmundur Einar Daðason, ráðherra íþróttamála, telur mikilvægt að ráðist verið í úrbætur á stöðu þjóðarleikvanga Íslands. Um sé að ræða eitt af þeim málum sem séu efst á forgangslista hans í nýrri ríkisstjórn. 9. desember 2021 22:07
Sjáðu umræðuna um þjóðarleikvanga í Pallborðinu Ráðherra og formenn KSÍ og KKÍ voru gestir Henrys Birgis Gunnarssonar í Pallborðinu þar sem rætt var um þjóðarleikvanga. Þátturinn var í beinni útsendingu hér á Vísi. 9. desember 2021 15:32