Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Afturelding 26-26| Afturelding missti niður tíu marka forskot Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 10. desember 2021 22:46 vísir/hulda margrét Stjarnan tók á móti Aftureldingu í Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Afturelding með gott forskot nánast allan leikinn en lélegur lokakafli varð þeim að falli. Jafntefli niðurstaðan 26-26. Lið Aftureldingar mættu töluvert ákveðnari til leiks og tóku forystu á fyrstu mínútum leiksins. Stjörnumenn hleyptu þeim þó ekki of langt fram úr sér, allavega ekki á fyrsta stundarfjórðungi leiksins. Staðan þá 6-6. Þegar um 20 mínútur voru liðnar af leiknum var Afturelding komin þremur mörkum yfir. Patrekur Jóhannesson þjálfari Stjörnunnar, tekur þá leikhlé. Það kveikti ekki í Stjörnumönnum sem fengu hvert markið á sig á fætur öðru og nokkur úr hraðaupphlaupum. Aftureldingar var komin 8 mörkum yfir þegar flautað var til hálfleiks. Staðan þá 17-9 fyrir Aftureldingu og Patrekur þjálfari Stjörnunnar, langt frá því að vera sáttur með frammistöðu sinna manna er menn gengu til klefa. Afturelding hélt uppteknum hætti í seinni hálfleik og kom sér mest í tíu marka forystu, 12-22. Þegar stundarfjórðungur var liðin af seinni hálfleik fóru Stjörnumenn að taka við sér og virtist koma stress í leikmenn Aftureldingar sem fóru með hvert dauðafærið á fætur öðru. Við tók kafli sem Afturelding skorar ekki í rúmlega 10 mínútur og Stjörnumenn minnka muninn hægt og rólega á meðan, staðan orðin 21-24. Loka mínúturnar voru æsispennandi þar sem liðin skiptust á að skora og var það Pétur Árni Hauksson sem jafnar metin, 26-26. Gunnar Malmqvist Þórsson gerði loka tilraun til að koma ná í tvö stig en skaut framhjá. Lokatölur því 26-26. Afhverju varð jafntefli? Það var með ólíkindum að leikurinn skildi enda í jafntefli og í raun þvert á allar spár miðað við hvernig leikurinn spilaðist í 45 mínútur. Ætli Stjörnumenn hafi ekki verið heppnir að leikmenn Aftureldingar hefðu hreinlega misst svolítið hausinn á þessum lokakafla og þeir byrjað að spila vel. Hverjir stóðu upp úr? Hjá Stjörnumönnum var það Leó Snær Pétursson atkvæðamestur með 10 mörk og þar af 7 úr vítum. Björgvin Þór Hólmgeirsson var með 9 mörk. Sigurður Dan Óskarsson kom í markið í seinni hálfleik og var með mikilvægar vörslur. Hjá Aftureldingu voru það Árni Bragi Eyjólfsson og Blær Hinriksson atkvæðamestir með 7 mörk hvor. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Stjörnunnar sem og varnarleikur var bara alls ekki góður í 45 mínútur og fyrri hálfleikurinn hjá þeim var arfaslakur. Á móti kom að síðasta korterið hjá Aftureldingu þegar þeir skora ekki í 10 mínútur og missa leikinn algjörlega úr höndum sér. Hvað gerist næst? Síðasta umferðin fyrir jólafrí og landsleikjahlé fer fram næstu helgi. 17. desember kl 18.00 sækir Stjarna ÍBV heim. Sama dag kl 19.30 sækir Afturelding Hauka heim. Gunnar Magnússon: „Það koma ákvarðanir í lokinn hjá okkur sem ég get ekki útskýrt“ Gunnar Magnússon þjálfari Aftureldingu, var svekktur eftir að hafa misst leikinn frá sér í kvöldVísir: Hulda Margrét Gunnar Magnússon þjálfari Aftureldingu í handbolta, var að vonum svekktum með að hafa misst leikinn frá sér þegar þeir mættu Stjörnunni í kvöld. Afturelding sem var átta mörkum yfir í hálfleik 12-20 gáfust hreinlega upp á lokakaflanum sem skilaði bara einu stigi. „Þetta er bara ótrúlegt og erfitt að svara fyrir eitthvað svona. Þeir koma upp eftir að hafa verið lélegir fyrstu 40 mínúturnar og við góðir. Svo kannski bara hættum við. Við skorum ekki mark ég veit ekki hvað lengi og þeir ganga á lagið. Við bjóðum þeim í dans og þeir taka annað stigið. Það koma ákvarðanir í lokinn hjá okkur sem ég get ekki útskýrt, hvernig við getum tekið sumar af þessum ákvörðunum. Ég er búinn að vera þjálfari lengi og hef lengt í sveiflum en við verðum að taka betri ákvarðanir og ekki svona heimskulegar. Við erum í Olís-deildinni og við þurfum að setja smá kröfu á okkur. Allt í lagi að klúðra færum en sumt var bara ekki gott.“ Eftir að hafa spilað virkilega vel í 40 mínútur misstu þeir leikinn frá sér. Aðspurður hvað gerðist á loka kaflanum sagði Gunnar þetta: „Við hættum bara. Kannski eru einhverjir þreyttir og við höfum ekki alveg bekkinn í dag. Mannsheilinn er þannig að við höldum að þetta sé búið sama hvað það er talað um að þetta sé ekki búið. Þá slakar maður ósjálfrátt á og svo endar þú eftir að hafa leyft þér að slaka á, undir pressu og höndlar hana svo ekki.“ Næsti leikur er á móti Haukum og vill Gunnar bæta ákvarðanatökur hjá liðinu. „Við þurfum að fara læra. Við erum að klúðra leikjunum á síðustu sekúndu og ekki í fyrsta skiptið. Þetta eru ákvarðanatökur sem við verðum að læra hratt. Við spiluðum frábærlega í 40 mínútur en þetta er skóli sem við þurfum að fara í gegnum. Þetta er drulluerfitt og það er erfitt að sætta sig við þetta.“ Olís-deild karla Stjarnan Afturelding Tengdar fréttir Patrekur Jóhannesson: „Hrós á strákana og liðið að fara ekki að væla í hálfleik“ Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar í handbolta var sáttur með að ná stigi þegar liðið gerði jafntefli á móti Aftureldingu 26-26. Stjarnan var undir bróðurpart leiksins og þurftu þeir að vinna upp tíu marka forskot, sem að lokum gekk. 10. desember 2021 22:08
Stjarnan tók á móti Aftureldingu í Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Afturelding með gott forskot nánast allan leikinn en lélegur lokakafli varð þeim að falli. Jafntefli niðurstaðan 26-26. Lið Aftureldingar mættu töluvert ákveðnari til leiks og tóku forystu á fyrstu mínútum leiksins. Stjörnumenn hleyptu þeim þó ekki of langt fram úr sér, allavega ekki á fyrsta stundarfjórðungi leiksins. Staðan þá 6-6. Þegar um 20 mínútur voru liðnar af leiknum var Afturelding komin þremur mörkum yfir. Patrekur Jóhannesson þjálfari Stjörnunnar, tekur þá leikhlé. Það kveikti ekki í Stjörnumönnum sem fengu hvert markið á sig á fætur öðru og nokkur úr hraðaupphlaupum. Aftureldingar var komin 8 mörkum yfir þegar flautað var til hálfleiks. Staðan þá 17-9 fyrir Aftureldingu og Patrekur þjálfari Stjörnunnar, langt frá því að vera sáttur með frammistöðu sinna manna er menn gengu til klefa. Afturelding hélt uppteknum hætti í seinni hálfleik og kom sér mest í tíu marka forystu, 12-22. Þegar stundarfjórðungur var liðin af seinni hálfleik fóru Stjörnumenn að taka við sér og virtist koma stress í leikmenn Aftureldingar sem fóru með hvert dauðafærið á fætur öðru. Við tók kafli sem Afturelding skorar ekki í rúmlega 10 mínútur og Stjörnumenn minnka muninn hægt og rólega á meðan, staðan orðin 21-24. Loka mínúturnar voru æsispennandi þar sem liðin skiptust á að skora og var það Pétur Árni Hauksson sem jafnar metin, 26-26. Gunnar Malmqvist Þórsson gerði loka tilraun til að koma ná í tvö stig en skaut framhjá. Lokatölur því 26-26. Afhverju varð jafntefli? Það var með ólíkindum að leikurinn skildi enda í jafntefli og í raun þvert á allar spár miðað við hvernig leikurinn spilaðist í 45 mínútur. Ætli Stjörnumenn hafi ekki verið heppnir að leikmenn Aftureldingar hefðu hreinlega misst svolítið hausinn á þessum lokakafla og þeir byrjað að spila vel. Hverjir stóðu upp úr? Hjá Stjörnumönnum var það Leó Snær Pétursson atkvæðamestur með 10 mörk og þar af 7 úr vítum. Björgvin Þór Hólmgeirsson var með 9 mörk. Sigurður Dan Óskarsson kom í markið í seinni hálfleik og var með mikilvægar vörslur. Hjá Aftureldingu voru það Árni Bragi Eyjólfsson og Blær Hinriksson atkvæðamestir með 7 mörk hvor. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Stjörnunnar sem og varnarleikur var bara alls ekki góður í 45 mínútur og fyrri hálfleikurinn hjá þeim var arfaslakur. Á móti kom að síðasta korterið hjá Aftureldingu þegar þeir skora ekki í 10 mínútur og missa leikinn algjörlega úr höndum sér. Hvað gerist næst? Síðasta umferðin fyrir jólafrí og landsleikjahlé fer fram næstu helgi. 17. desember kl 18.00 sækir Stjarna ÍBV heim. Sama dag kl 19.30 sækir Afturelding Hauka heim. Gunnar Magnússon: „Það koma ákvarðanir í lokinn hjá okkur sem ég get ekki útskýrt“ Gunnar Magnússon þjálfari Aftureldingu, var svekktur eftir að hafa misst leikinn frá sér í kvöldVísir: Hulda Margrét Gunnar Magnússon þjálfari Aftureldingu í handbolta, var að vonum svekktum með að hafa misst leikinn frá sér þegar þeir mættu Stjörnunni í kvöld. Afturelding sem var átta mörkum yfir í hálfleik 12-20 gáfust hreinlega upp á lokakaflanum sem skilaði bara einu stigi. „Þetta er bara ótrúlegt og erfitt að svara fyrir eitthvað svona. Þeir koma upp eftir að hafa verið lélegir fyrstu 40 mínúturnar og við góðir. Svo kannski bara hættum við. Við skorum ekki mark ég veit ekki hvað lengi og þeir ganga á lagið. Við bjóðum þeim í dans og þeir taka annað stigið. Það koma ákvarðanir í lokinn hjá okkur sem ég get ekki útskýrt, hvernig við getum tekið sumar af þessum ákvörðunum. Ég er búinn að vera þjálfari lengi og hef lengt í sveiflum en við verðum að taka betri ákvarðanir og ekki svona heimskulegar. Við erum í Olís-deildinni og við þurfum að setja smá kröfu á okkur. Allt í lagi að klúðra færum en sumt var bara ekki gott.“ Eftir að hafa spilað virkilega vel í 40 mínútur misstu þeir leikinn frá sér. Aðspurður hvað gerðist á loka kaflanum sagði Gunnar þetta: „Við hættum bara. Kannski eru einhverjir þreyttir og við höfum ekki alveg bekkinn í dag. Mannsheilinn er þannig að við höldum að þetta sé búið sama hvað það er talað um að þetta sé ekki búið. Þá slakar maður ósjálfrátt á og svo endar þú eftir að hafa leyft þér að slaka á, undir pressu og höndlar hana svo ekki.“ Næsti leikur er á móti Haukum og vill Gunnar bæta ákvarðanatökur hjá liðinu. „Við þurfum að fara læra. Við erum að klúðra leikjunum á síðustu sekúndu og ekki í fyrsta skiptið. Þetta eru ákvarðanatökur sem við verðum að læra hratt. Við spiluðum frábærlega í 40 mínútur en þetta er skóli sem við þurfum að fara í gegnum. Þetta er drulluerfitt og það er erfitt að sætta sig við þetta.“
Olís-deild karla Stjarnan Afturelding Tengdar fréttir Patrekur Jóhannesson: „Hrós á strákana og liðið að fara ekki að væla í hálfleik“ Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar í handbolta var sáttur með að ná stigi þegar liðið gerði jafntefli á móti Aftureldingu 26-26. Stjarnan var undir bróðurpart leiksins og þurftu þeir að vinna upp tíu marka forskot, sem að lokum gekk. 10. desember 2021 22:08
Patrekur Jóhannesson: „Hrós á strákana og liðið að fara ekki að væla í hálfleik“ Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar í handbolta var sáttur með að ná stigi þegar liðið gerði jafntefli á móti Aftureldingu 26-26. Stjarnan var undir bróðurpart leiksins og þurftu þeir að vinna upp tíu marka forskot, sem að lokum gekk. 10. desember 2021 22:08