Vélmenni til bjargar og fólk hættir að sleppa við sektir Snorri Másson skrifar 12. desember 2021 22:31 Hraðamyndavélin á Sæbraut hefur gómað um 5.000 ökumenn bara á þessu ári. En sektirnar hafa ekki alveg alltaf skilað sér, vegna anna hjá lögreglu. Nú breytist það. Vísir/Vilhelm Með fjölgun hraðamyndavéla á Íslandi var lögreglan á stundum hætt að geta annað því að senda út hraðasektir til ökumanna en nú horfir málið til betri vegar. Með nýjum þjarki ætti fólk núna að geta fengið sektina í heimabanka eftir svo mikið sem korter og þær ættu allar að skila sér. Hefur þú fengið á þig rauða geislann og vitað strax upp á þig skömmina? Svo bíður maður eftir sektinni en stundum kemur hún ekki. Kannski varstu ekki að keyra það hratt, en hitt getur líka verið, að það hafi bara verið of mikið að gera hjá löggunni - og því slappstu í gegnum nálaraugað. Rannveig Þórisdóttir, sviðsstjóri hjá þjónustusviði ríkislögreglustjóra, segir flókið verkefni að senda út sektir. En það varð enn flóknara eftir því sem myndavélar urðu fleiri á undanförnum árum. „Það er þannig að með fjölgun myndavéla, fjölgar sektunum líka. Það eykur álag á þá sem eru að sinna þessu verkefni og getur leitt til þess að málum sé sinnt aðeins hægar. Eða jafnvel ekki alltaf hægt að sinna þeim,“ segir Rannveig í samtali við fréttastofu. Verður að skila sér til að hafa áhrif Í kringum 20 myndavélar eru virkar í umferðareftirliti á Íslandi, meðal annars í sérstökum myndavélabílum. En það gengur ekki að ekki takist að senda út allar sektirnar og því fékk embætti ríkislögreglustjóra hugbúnaðar- og ráðgjafarfyrirtækið Evolv til að smíða og innleiða svokallað stafrænt vinnuafl til að sinna flóknu verkefninu. Ekki síst hefur vandi lögreglunnar falist í samskiptum við erlenda ferðamenn, sem þarf fyrst að finna í gegnum bílaleigurnar og svo hafa samband við til útlanda. 95% allra sektargreiðslna skila sér almennt hratt en eltast þarf við síðustu fimm prósentin. „Til þess að það verði forvarnargildi af þessum myndavélum, krefst það þess að viðurlögin eða sektin vegna brots komi hratt og örugglega. Og það er markmiðið með þessari vinnu og það teljum við okkur geta uppfyllt betur nú en áður,“ segir Rannveig. Þjarkurinn frá Evolv vinnur í raun stafrænt þau störf sem áður var sinnt handvirkt af starfsfólki lögreglunnar í Stykkishólmi, sem hafði það verk á höndum að senda út sektirnar. Sektir verða að vera sendar innan tíu daga, ella fyrnast þær, og þetta tókst ekki alltaf. Þjarkurinn er hins vegar svo fljótur núna að sektin getur tæknilega séð verið komin í heimabanka fólks eftir korter. En með töluverðu öryggi að minnsta kosti samdægurs. „Kannski að ég leyfi mér að bæta við að við gáfum þjarkinn nafnið Hólmfríður til minningar um samstarfskonu okkar sem féll frá fyrir fjórum árum síðan. Þannig að það er líka bara rosalega gaman að hafa hana með okkur áfram,“ segir Rannveig. Umferðaröryggi Lögreglan Bílar Tengdar fréttir Byltingarkenndar meðalhraðamyndavélar ófullkomnar en dekka stærra svæði Tímamót verða í umferðareftirliti á Íslandi á morgun þegar lögregla byrjar að sekta fyrir of háan meðalhraða bifreiða í fyrsta skipti. Sektakerfið er einfalt þó þar sé örlítil gloppa sem óprútnir aðilar geta nýtt sér. 15. nóvember 2021 22:01 Meðalhraðaeftirlit tekið í gagnið á tveimur vegaköflum á landinu á þriðjudag Svokallað meðalhraðaeftirlit verður tekið í notkun á Grindavíkurvegi og í Norðfjarðargöngum á hádegi næstkomandi þriðjudag. Þetta verður í fyrsta sinn á Íslandi sem sú aðferð verður notuð, það er að reikna út meðalhraða bifreiða á milli tveggja punkta á sjálfvirkan hátt. 12. nóvember 2021 13:03 Nær þriðjungur ók of hratt við grunnskóla Rétt tæplega 597 hraðakstursbrot hafa verið skráð hjá ökumönnum við grunnskóla höfuðborgarsvæðisins síðan í ágúst. 12. október 2020 14:32 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Hefur þú fengið á þig rauða geislann og vitað strax upp á þig skömmina? Svo bíður maður eftir sektinni en stundum kemur hún ekki. Kannski varstu ekki að keyra það hratt, en hitt getur líka verið, að það hafi bara verið of mikið að gera hjá löggunni - og því slappstu í gegnum nálaraugað. Rannveig Þórisdóttir, sviðsstjóri hjá þjónustusviði ríkislögreglustjóra, segir flókið verkefni að senda út sektir. En það varð enn flóknara eftir því sem myndavélar urðu fleiri á undanförnum árum. „Það er þannig að með fjölgun myndavéla, fjölgar sektunum líka. Það eykur álag á þá sem eru að sinna þessu verkefni og getur leitt til þess að málum sé sinnt aðeins hægar. Eða jafnvel ekki alltaf hægt að sinna þeim,“ segir Rannveig í samtali við fréttastofu. Verður að skila sér til að hafa áhrif Í kringum 20 myndavélar eru virkar í umferðareftirliti á Íslandi, meðal annars í sérstökum myndavélabílum. En það gengur ekki að ekki takist að senda út allar sektirnar og því fékk embætti ríkislögreglustjóra hugbúnaðar- og ráðgjafarfyrirtækið Evolv til að smíða og innleiða svokallað stafrænt vinnuafl til að sinna flóknu verkefninu. Ekki síst hefur vandi lögreglunnar falist í samskiptum við erlenda ferðamenn, sem þarf fyrst að finna í gegnum bílaleigurnar og svo hafa samband við til útlanda. 95% allra sektargreiðslna skila sér almennt hratt en eltast þarf við síðustu fimm prósentin. „Til þess að það verði forvarnargildi af þessum myndavélum, krefst það þess að viðurlögin eða sektin vegna brots komi hratt og örugglega. Og það er markmiðið með þessari vinnu og það teljum við okkur geta uppfyllt betur nú en áður,“ segir Rannveig. Þjarkurinn frá Evolv vinnur í raun stafrænt þau störf sem áður var sinnt handvirkt af starfsfólki lögreglunnar í Stykkishólmi, sem hafði það verk á höndum að senda út sektirnar. Sektir verða að vera sendar innan tíu daga, ella fyrnast þær, og þetta tókst ekki alltaf. Þjarkurinn er hins vegar svo fljótur núna að sektin getur tæknilega séð verið komin í heimabanka fólks eftir korter. En með töluverðu öryggi að minnsta kosti samdægurs. „Kannski að ég leyfi mér að bæta við að við gáfum þjarkinn nafnið Hólmfríður til minningar um samstarfskonu okkar sem féll frá fyrir fjórum árum síðan. Þannig að það er líka bara rosalega gaman að hafa hana með okkur áfram,“ segir Rannveig.
Umferðaröryggi Lögreglan Bílar Tengdar fréttir Byltingarkenndar meðalhraðamyndavélar ófullkomnar en dekka stærra svæði Tímamót verða í umferðareftirliti á Íslandi á morgun þegar lögregla byrjar að sekta fyrir of háan meðalhraða bifreiða í fyrsta skipti. Sektakerfið er einfalt þó þar sé örlítil gloppa sem óprútnir aðilar geta nýtt sér. 15. nóvember 2021 22:01 Meðalhraðaeftirlit tekið í gagnið á tveimur vegaköflum á landinu á þriðjudag Svokallað meðalhraðaeftirlit verður tekið í notkun á Grindavíkurvegi og í Norðfjarðargöngum á hádegi næstkomandi þriðjudag. Þetta verður í fyrsta sinn á Íslandi sem sú aðferð verður notuð, það er að reikna út meðalhraða bifreiða á milli tveggja punkta á sjálfvirkan hátt. 12. nóvember 2021 13:03 Nær þriðjungur ók of hratt við grunnskóla Rétt tæplega 597 hraðakstursbrot hafa verið skráð hjá ökumönnum við grunnskóla höfuðborgarsvæðisins síðan í ágúst. 12. október 2020 14:32 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Byltingarkenndar meðalhraðamyndavélar ófullkomnar en dekka stærra svæði Tímamót verða í umferðareftirliti á Íslandi á morgun þegar lögregla byrjar að sekta fyrir of háan meðalhraða bifreiða í fyrsta skipti. Sektakerfið er einfalt þó þar sé örlítil gloppa sem óprútnir aðilar geta nýtt sér. 15. nóvember 2021 22:01
Meðalhraðaeftirlit tekið í gagnið á tveimur vegaköflum á landinu á þriðjudag Svokallað meðalhraðaeftirlit verður tekið í notkun á Grindavíkurvegi og í Norðfjarðargöngum á hádegi næstkomandi þriðjudag. Þetta verður í fyrsta sinn á Íslandi sem sú aðferð verður notuð, það er að reikna út meðalhraða bifreiða á milli tveggja punkta á sjálfvirkan hátt. 12. nóvember 2021 13:03
Nær þriðjungur ók of hratt við grunnskóla Rétt tæplega 597 hraðakstursbrot hafa verið skráð hjá ökumönnum við grunnskóla höfuðborgarsvæðisins síðan í ágúst. 12. október 2020 14:32
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent