Innlent

Ferðamátinn sem allir hafa skoðun á

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Þetta er algeng sjón á höfuðborgarsvæðinu enda eru rafhlaupahjólin vinsælu úti um allan bæ.
Þetta er algeng sjón á höfuðborgarsvæðinu enda eru rafhlaupahjólin vinsælu úti um allan bæ. vísir

Rafhlaupahjólin voru fyrirferðamikil á árinu og njóta vaxandi vinsælda. Ýmsir hópar samfélagsins deila þó um ágæti ferðamátans og þá sérstaklega að næturlagi um helgar.

Læknir hvetur drukkið fimmtugt fólk til þess að prufa rafhlaupahjól ekki í fyrsta skipti á djamminu og leigubílstjórar segja nauðsynlegt að banna leigu á hjólunum að næturlagi um helgar í ljósi þess að ölvaðir séu „í sí og æ að keyra fyrir þá.“

Fulltrúar næturlífsins segja hugmyndir um bann af og frá og leggja frekar til að áfengi verði bannað.

Allir hafa skoðun á ferðamátanum: Skoðanaglaðir djammarar og leigubílstjórar. Brynjar Níelsson og ævintýragjarn hundur í myndbandinu hér að neðan.

Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar rifjar upp árið 2021 alla virka daga í desember.


Tengdar fréttir

Sögu­lega leiðin­legt þing í ár

Salan á Ís­lands­banka var stærsta pólitíska hita­mál ársins 2021 að mati flestra sem frétta­stofa ræddi við þegar farið var í upp­rifjun á af­rekum þingsins fyrir annál. Það segir lík­lega sína sögu um hve tíðinda­litlu og leiðin­legu ári er að ljúka fyrir á­huga­menn um pólitík.

Einstakt samband Magnúsar Hlyns og skemmtilegra frétta

Einstakt samband krumma og hundar, kind sem heldur að hún sé hundur og gamalt fólk sem stendur á höndum. Fréttirnar þurfa ekki alltaf að vera stórar til þess að vera merkilegar og það veit fréttamaður okkar á Suðurlandi.

Öll verstu mis­tök ársins

Mis­tök geta verið alls­konar; al­var­leg, kald­hæðnis­leg, grát­leg og jafn­vel fyndin! En það góða við mis­tök er að allir lenda í þeim ein­hvern tíma á lífs­leiðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×