Gagnrýnir yfirvöld vegna úrræðaleysis gagnvart fátækum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 13. desember 2021 19:00 Vilborg Oddsdóttir félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar segir hið opinbera þurfa að gjörbreyta stefnu sinni gagnvart þeim sem stríða við fátækt. Vísir Hið opinbera þarf að gjörbreyta stefnu sinni gagnvart þeim sem stríða við fátækt að mati félagsráðgjafa hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. Algjört úrræðaleysi hafi einkennt stefnu yfirvalda í málaflokknum. Það sé aðdáunarvert hvernig þeir sem minnst hafa komist af. Um þrettán hundruð fjölskyldur sóttu um aðstoð fyrir jólin hjá Hjálparstarfi kirkjunnar í ár. Vilborg Oddsdóttir félagsráðgjafi þar segir jólin vera þungur baggi fyrir fátækasta fólkið í samfélaginu. „Ég get farið með sömu rulluna og fyrir tíu árum. Það er óskaplega lítið verið að gera fyrir þennan hóp fólks sem hefur búið við fátækt mjög lengi. Það þarf að breyta því algjörlega hvernig við nálgumst þann hóp og vinnum með hann. Greiðsla til fólks sem býr við fátækt og hefur lægstu launin heldur ekki í við hækkandi húsaleigu eða matarverð,“ segir Vilborg. Vilborg hefur unnið í þessum málaflokki í næstum 20 ár og segir lítið hafa breyst þrátt fyrir fögur fyrirheit ráðamanna. „Ég get ekki neitað því að ég finn fyrir pirringi út í kerfið og ráðamenn vegna þess að það breytist ekki neitt. Á sama tíma ber ég ótrúlega virðing fyrir þessu fólki sem hefur búið ár eftir ár við fátækt. Það þarf ótrúlega seiglu til að geta lifað á nánast engum launum,“ segir hún. Það þurfi að ráðast í markvissar aðgerðir. „Við erum farin að viðurkenna að það sé til fátækt við þorum því, það var ekki þegar ég hóf störf í málaflokknum. Nú er komið að því að gera marvissar breytingar þannig að það sé ekki alltaf ákveðinn hópur sem sitji eftir,“ segir hún. Hjálparstarf kirkjunnar er rekið með frjálsum framlögum en með því fá fjölskyldur inneignarkort fyrir jól, jólagjafir og jólaföt. „Við þiggjum allan stuðning og endilega ef fólk vill koma með jólagjafir handa börnum þá getum við komið þeim áfram en endilega bara að styrkja starfið okkar,“ segir Vilborg að lokum. Félagsmál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hjálparstarf Tengdar fréttir Færri hafa sótt um aðstoð fyrir jólin hjá Mæðrastyrksnefnd Nokkuð færri hafa sótt um aðstoð fyrir jólin hjá Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur í ár en í fyrra. Formaður nefndarinnar segir það ánægjulegt og telur minna atvinnuleysi hafa sitt að segja. Þá hafa margir verið tilbúnir að leggja nefndinni lið fyrir jólin og styrkja úthlutunina. 10. desember 2021 22:58 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Sjá meira
Um þrettán hundruð fjölskyldur sóttu um aðstoð fyrir jólin hjá Hjálparstarfi kirkjunnar í ár. Vilborg Oddsdóttir félagsráðgjafi þar segir jólin vera þungur baggi fyrir fátækasta fólkið í samfélaginu. „Ég get farið með sömu rulluna og fyrir tíu árum. Það er óskaplega lítið verið að gera fyrir þennan hóp fólks sem hefur búið við fátækt mjög lengi. Það þarf að breyta því algjörlega hvernig við nálgumst þann hóp og vinnum með hann. Greiðsla til fólks sem býr við fátækt og hefur lægstu launin heldur ekki í við hækkandi húsaleigu eða matarverð,“ segir Vilborg. Vilborg hefur unnið í þessum málaflokki í næstum 20 ár og segir lítið hafa breyst þrátt fyrir fögur fyrirheit ráðamanna. „Ég get ekki neitað því að ég finn fyrir pirringi út í kerfið og ráðamenn vegna þess að það breytist ekki neitt. Á sama tíma ber ég ótrúlega virðing fyrir þessu fólki sem hefur búið ár eftir ár við fátækt. Það þarf ótrúlega seiglu til að geta lifað á nánast engum launum,“ segir hún. Það þurfi að ráðast í markvissar aðgerðir. „Við erum farin að viðurkenna að það sé til fátækt við þorum því, það var ekki þegar ég hóf störf í málaflokknum. Nú er komið að því að gera marvissar breytingar þannig að það sé ekki alltaf ákveðinn hópur sem sitji eftir,“ segir hún. Hjálparstarf kirkjunnar er rekið með frjálsum framlögum en með því fá fjölskyldur inneignarkort fyrir jól, jólagjafir og jólaföt. „Við þiggjum allan stuðning og endilega ef fólk vill koma með jólagjafir handa börnum þá getum við komið þeim áfram en endilega bara að styrkja starfið okkar,“ segir Vilborg að lokum.
Félagsmál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hjálparstarf Tengdar fréttir Færri hafa sótt um aðstoð fyrir jólin hjá Mæðrastyrksnefnd Nokkuð færri hafa sótt um aðstoð fyrir jólin hjá Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur í ár en í fyrra. Formaður nefndarinnar segir það ánægjulegt og telur minna atvinnuleysi hafa sitt að segja. Þá hafa margir verið tilbúnir að leggja nefndinni lið fyrir jólin og styrkja úthlutunina. 10. desember 2021 22:58 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Sjá meira
Færri hafa sótt um aðstoð fyrir jólin hjá Mæðrastyrksnefnd Nokkuð færri hafa sótt um aðstoð fyrir jólin hjá Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur í ár en í fyrra. Formaður nefndarinnar segir það ánægjulegt og telur minna atvinnuleysi hafa sitt að segja. Þá hafa margir verið tilbúnir að leggja nefndinni lið fyrir jólin og styrkja úthlutunina. 10. desember 2021 22:58