Eigandi dýrasta stólsins fundinn og stóllinn fer á uppboð Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 14. desember 2021 19:00 Heiða Eiríksdóttir prófar stólinn sem mun vonandi skila Ljósinu einhverjum tekjum eftir uppboðið. vísir/sigurjón Stóllinn sem gerði allt vitlaust í Góða hirðinum í síðustu viku fer á uppboð á morgun. Fyrrverandi eigandi stólsins fannst og bað um að ágóði sölunnar rynni allur til Ljóssins endurhæfingarmiðstöðvar fyrir krabbameinsveika. Stóllinn komst í fréttir í síðustu viku fyrir að vera dýrasta vara sem Góði hirðirinn hefur sett á sölu frá upphafi. Hann er dönsk hönnunarvara frá 6. áratugnum, eftir hönnuðinn Arne Vodder, og var settur á hálfa milljón króna í vefverslun Góða hirðisins. Óhætt er að segja að svo hátt verð á húsgagni í nytjavöruverslun hafi farið fyrir brjóstið á mörgum. Stóra stólamálið - hitamál fyrir mörgum.vísir Missti konuna sína úr krabbameini En fréttir af málinu urðu til þess að fyrrverandi eigandi stólsins gaf sig fram við Góða hirðinn. „Hann vissi alveg að hann væri með verðmæti í höndunum en vildi koma þeim í gott málefni og því kom hann til okkar, stóllinn,“ segir Ruth Einarsdóttir, rekstrarstjóri Góða hirðisins. Eftir að eigandinn fannst var ákveðið að leyfa honum að velja málefni sem ágóðinn af sölu stólsins rynni til. „Og þar sem hann missti konuna sína úr krabbameini þá valdi hann Ljósið. Og allur ágóðinn af stólnum mun því renna til Ljóssins,“ segir Ruth. Stóllinn fer því á uppboð klukkan sjö í fyrramálið. Og lágmarksupphæðin er dálítið minni en upphaflega verðið; fyrsta boð er upp á 95 þúsund krónur. „Og það geta þá allir boðið í stólinn. Þetta verður sem sagt sett fram á Góða hirðis síðunni á Facebook. Og fólk gerir þá bara boð í kommentakerfinu.“ Uppboðið verður opið fram til næsta mánudags. Allur ágóði af sölu húsgagna og annarra vara í Góða hirðinum rennur til góðra málefna. vísir/sigurjón Líklega frumlegasta styrktarleiðin Allt er þetta gert í samstarfi við Ljósið sem er eðlilega himinlifandi með útkomuna í stóra stólamálinu. „Við höfðum nú bara séð hann hérna á fjölmiðlum og það ver ekki fyrr en bara núna á dögunum sem að við fréttum af þessu skemmtilega verkefni og tókum því náttúrulega bara fagnandi,“ segir Heiða Eiríksdóttir hjá Ljósinu. Ætli þetta sé ekki með svona frumlegri styrktarleiðum sem þið hafið fengið? „Jú ég man ekki til að við höfum fengið svona styrki hingað til án þess að ég þori að fullyrða það. Það er nú alveg ýmislegt sem að kemur svona skemmtilegt á okkar borð,“ segir Heiða. Reikningsupplýsingar Ljóssins verða einnig birtar við uppboðsfærsluna á morgun og geta þeir sem vilja leggja félaginu lið en hafa ekki áhuga á stólnum því lagt frjáls framlög inn á hann. Reikningurinn er: 0130-26-410420 og kennitala félagsins er: 590406-0740. Verslun Reykjavík Sorpa Tíska og hönnun Hús og heimili Umhverfismál Heilbrigðismál Tengdar fréttir Dýrasta vara Góða hirðisins frá upphafi er slitinn stóll Danskur hönnunarstóll er orðin dýrasta vara sem Góði hirðirinn hefur sett á sölu frá upphafi. Gersemin barst nytjavörumarkaðnum óvænt í gám frá Sorpu og gerir rekstrarstjóri hennar ráð fyrir að eigandi stólsins hafi ekki áttað sig á hverju hann væri að henda. 7. desember 2021 22:41 Gamlar vínylplötur seljast sem aldrei fyrr 17. nóvember 2020 19:00 Góði hirðirinn áfram á Hverfisgötu Rekstri verslunar Góða hirðisins á Hverfisgötu í Reykjavík verður fram haldið, en verslunin var opnuð í tilraunaskyni síðastliðinn nóvember þar sem kannað var hvort rekstrargundvöllur væri fyrir hendi. 11. febrúar 2021 11:17 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Sjá meira
Stóllinn komst í fréttir í síðustu viku fyrir að vera dýrasta vara sem Góði hirðirinn hefur sett á sölu frá upphafi. Hann er dönsk hönnunarvara frá 6. áratugnum, eftir hönnuðinn Arne Vodder, og var settur á hálfa milljón króna í vefverslun Góða hirðisins. Óhætt er að segja að svo hátt verð á húsgagni í nytjavöruverslun hafi farið fyrir brjóstið á mörgum. Stóra stólamálið - hitamál fyrir mörgum.vísir Missti konuna sína úr krabbameini En fréttir af málinu urðu til þess að fyrrverandi eigandi stólsins gaf sig fram við Góða hirðinn. „Hann vissi alveg að hann væri með verðmæti í höndunum en vildi koma þeim í gott málefni og því kom hann til okkar, stóllinn,“ segir Ruth Einarsdóttir, rekstrarstjóri Góða hirðisins. Eftir að eigandinn fannst var ákveðið að leyfa honum að velja málefni sem ágóðinn af sölu stólsins rynni til. „Og þar sem hann missti konuna sína úr krabbameini þá valdi hann Ljósið. Og allur ágóðinn af stólnum mun því renna til Ljóssins,“ segir Ruth. Stóllinn fer því á uppboð klukkan sjö í fyrramálið. Og lágmarksupphæðin er dálítið minni en upphaflega verðið; fyrsta boð er upp á 95 þúsund krónur. „Og það geta þá allir boðið í stólinn. Þetta verður sem sagt sett fram á Góða hirðis síðunni á Facebook. Og fólk gerir þá bara boð í kommentakerfinu.“ Uppboðið verður opið fram til næsta mánudags. Allur ágóði af sölu húsgagna og annarra vara í Góða hirðinum rennur til góðra málefna. vísir/sigurjón Líklega frumlegasta styrktarleiðin Allt er þetta gert í samstarfi við Ljósið sem er eðlilega himinlifandi með útkomuna í stóra stólamálinu. „Við höfðum nú bara séð hann hérna á fjölmiðlum og það ver ekki fyrr en bara núna á dögunum sem að við fréttum af þessu skemmtilega verkefni og tókum því náttúrulega bara fagnandi,“ segir Heiða Eiríksdóttir hjá Ljósinu. Ætli þetta sé ekki með svona frumlegri styrktarleiðum sem þið hafið fengið? „Jú ég man ekki til að við höfum fengið svona styrki hingað til án þess að ég þori að fullyrða það. Það er nú alveg ýmislegt sem að kemur svona skemmtilegt á okkar borð,“ segir Heiða. Reikningsupplýsingar Ljóssins verða einnig birtar við uppboðsfærsluna á morgun og geta þeir sem vilja leggja félaginu lið en hafa ekki áhuga á stólnum því lagt frjáls framlög inn á hann. Reikningurinn er: 0130-26-410420 og kennitala félagsins er: 590406-0740.
Verslun Reykjavík Sorpa Tíska og hönnun Hús og heimili Umhverfismál Heilbrigðismál Tengdar fréttir Dýrasta vara Góða hirðisins frá upphafi er slitinn stóll Danskur hönnunarstóll er orðin dýrasta vara sem Góði hirðirinn hefur sett á sölu frá upphafi. Gersemin barst nytjavörumarkaðnum óvænt í gám frá Sorpu og gerir rekstrarstjóri hennar ráð fyrir að eigandi stólsins hafi ekki áttað sig á hverju hann væri að henda. 7. desember 2021 22:41 Gamlar vínylplötur seljast sem aldrei fyrr 17. nóvember 2020 19:00 Góði hirðirinn áfram á Hverfisgötu Rekstri verslunar Góða hirðisins á Hverfisgötu í Reykjavík verður fram haldið, en verslunin var opnuð í tilraunaskyni síðastliðinn nóvember þar sem kannað var hvort rekstrargundvöllur væri fyrir hendi. 11. febrúar 2021 11:17 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Sjá meira
Dýrasta vara Góða hirðisins frá upphafi er slitinn stóll Danskur hönnunarstóll er orðin dýrasta vara sem Góði hirðirinn hefur sett á sölu frá upphafi. Gersemin barst nytjavörumarkaðnum óvænt í gám frá Sorpu og gerir rekstrarstjóri hennar ráð fyrir að eigandi stólsins hafi ekki áttað sig á hverju hann væri að henda. 7. desember 2021 22:41
Góði hirðirinn áfram á Hverfisgötu Rekstri verslunar Góða hirðisins á Hverfisgötu í Reykjavík verður fram haldið, en verslunin var opnuð í tilraunaskyni síðastliðinn nóvember þar sem kannað var hvort rekstrargundvöllur væri fyrir hendi. 11. febrúar 2021 11:17