Grindr fær risasekt í Noregi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. desember 2021 15:33 Grindr er vinsælt stefnumótaforrit. Avishek Das/SOPA Images/LightRocket via Getty Images) Norska persónuverndarstofnunin Datatilsynet hefur sektað eigendur stefnumótusmáforritsins Grindr um 65 milljónir norskra króna, tæplega milljarð íslenskra króna Um er að ræða hæstu sekt sem stofnunin hefur beitt til þessa. Vakin er athygli á niðurstöðu Datatilsynet á vef Persónuverndar, systurstofnun norsku stofnunarinnar hér á landi. Þar segir að sektin sé til komin vegna þess að Grindr hafi veitt þriðja aðila aðgang að gögnum notenda forritsins í markaðssetningarskyni, án samþykkis þeirra. Meðal þeirra upplýsinga sem Grindr miðlaði voru GPS staðsetning, IP-tala, auglýsingaauðkenni, aldur, kyn og sú staðreynd að viðkomandi væri notandi að Grindr. Hægt var að bera kennsl á notendur og viðtakendur gátu deilt gögnunum frekar. Um viðkvæmar persónuupplýsingar er að ræða þar sem upplýsingarnar vörðuðu meðal annars kynhegðun notenda, segir á vef Persónuverndar. Grindr er máforrit sem ætlað er fyrir samkynhneigða svo þeir geti kynnst öðrum samkynhneigðum. Rannsókn Datatilsynet beindist að tæplega tveggja ára tímabili frá júlí 2018 til apríl 2020 en þá breytti Grindr því hvernig staðið væri að því að biðja um samþykki fyrir deilingu upplýsinga í forritinu. Alls nemur sektin um einum milljarði íslenskra króna, en hún var lækkuð úr 100 milljónum norskum krónum, tæplega einum og hálfum milljarði íslenskra króna, með vísan í fjárhagsstöðu félagsins og þess að Grindr hafi bætt úr fyrrgreindum annmörkum á hugbúnaðinum. Noregur Tækni Samfélagsmiðlar Neytendur Persónuvernd Mest lesið Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Sjá meira
Vakin er athygli á niðurstöðu Datatilsynet á vef Persónuverndar, systurstofnun norsku stofnunarinnar hér á landi. Þar segir að sektin sé til komin vegna þess að Grindr hafi veitt þriðja aðila aðgang að gögnum notenda forritsins í markaðssetningarskyni, án samþykkis þeirra. Meðal þeirra upplýsinga sem Grindr miðlaði voru GPS staðsetning, IP-tala, auglýsingaauðkenni, aldur, kyn og sú staðreynd að viðkomandi væri notandi að Grindr. Hægt var að bera kennsl á notendur og viðtakendur gátu deilt gögnunum frekar. Um viðkvæmar persónuupplýsingar er að ræða þar sem upplýsingarnar vörðuðu meðal annars kynhegðun notenda, segir á vef Persónuverndar. Grindr er máforrit sem ætlað er fyrir samkynhneigða svo þeir geti kynnst öðrum samkynhneigðum. Rannsókn Datatilsynet beindist að tæplega tveggja ára tímabili frá júlí 2018 til apríl 2020 en þá breytti Grindr því hvernig staðið væri að því að biðja um samþykki fyrir deilingu upplýsinga í forritinu. Alls nemur sektin um einum milljarði íslenskra króna, en hún var lækkuð úr 100 milljónum norskum krónum, tæplega einum og hálfum milljarði íslenskra króna, með vísan í fjárhagsstöðu félagsins og þess að Grindr hafi bætt úr fyrrgreindum annmörkum á hugbúnaðinum.
Noregur Tækni Samfélagsmiðlar Neytendur Persónuvernd Mest lesið Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Sjá meira