Sjálfstæðisflokkurinn sé orðinn óábyrgur í ríkisfjármálum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. desember 2021 23:24 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar segir breytingar í Stjórnarráðinu ekki þjóna hagsmunum almennings. Vísir/Friðrik Fjölgun ráðuneyta og breytingar í stjórnarráðinu gætu kostað hundruð milljóna króna að sögn fjármálaráðherra. Þingmaður Viðreisnar sakar Sjálfstæðisflokkinn um óábyrgð í fjármálum ríkisins. Frumvarp um breytta skipan ráðuneyta er til umræðu á Alþingi í kvöld en eins og flestir sem eitthvað fylgjast með stjórnmálum landsins hafa orðið varir við var nokkur breyting þar á þegar ný ríkisstjórn tók við. Menntamálaráðuneytinu var til að mynda skipt í tvennt og eru menntamál nú á borði tveggja ráðherra, málefni voru færð til milli ráðherra og svo framvegis. „Gagnrýnin er auðvitað fyrst og fremst sú að það er engin knýjandi þörf, það var ekkert sérstakt sem kallaði á það að fara í þessar breytingar,“ sagði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir breytingarnar ekki þjóna hagsmunum almennings sérstaklega, heldur fyrst og fremst hagsmunum ríkisstjórnarflokkanna. „Fjármálaráðherra hefur sagt að þessar breytingar verði í kring um einhverjar hundruð milljóna króna. Þetta veldur hægagangi innan kerfisins þannig að manni finnst þetta vera ansi dýrkeypt ráðherraskipti milli flokkanna,“ sagði Þorbjörg. Af og frá að Sjálfstæðisflokkurinn sé óábyrgur í efnahagsstjórn Þorbjörg sagði í ræðu sinni á Alþingi í dag að Sjálfstæðisflokkurinn sé orðinn óábyrgur i fjármálum. Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir ásakanirnar úr lausu lofti gripnar. Diljá Mist, þingmaður Sjálfstæðisflokks, tekur fyrir að breyting ráðuneyta sé óábyrg gagnvart fjármálum ríkisins. Vísir/Vilhelm „Nei, við erum svo sannarlega ekki orðin það og eins og við Þorbjörg erum nú oft sammála þá er auðvitað aðalatriðið og markmiðið það að veita borgurum betri þjónustu,“ sagði Diljá í kvöldfréttum. „Það er aðalatriði málsins. Sjálfstæðisflokkurinn verður nú seint sakaður um óábyrga efnahagsstjórn eða óábyrgan rekstur á ríkisfjármálum og staðan í ríkisfjármálunum núna ber þess glöggt vitni.“ Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Gylfi vinnur að mótun nýs ráðuneytis Gylfi Arinbjörnsson, fyrrverandi forseti Alþýðusambands Íslands, hefur verið ráðinn sem tímabundinn ráðgjafi við mótun framtíðarskipulags nýs mennta- og barnamálaráðuneytis. Mun hann meðal annars vinna að yfirfærslu verkefna milli ráðuneyta. 15. desember 2021 18:18 Hundruð milljóna kostnaður vegna breytinga í Stjórnarráðinu Kostnaður ríkisins vegna breytinga í Stjórnarráðinu hleypur á hundruðum milljóna króna. Samkvæmt þingsályktunartillögu forsætisráðherra mun ráðuneytum fjölga úr tíu í tólf. 11. desember 2021 11:10 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Frumvarp um breytta skipan ráðuneyta er til umræðu á Alþingi í kvöld en eins og flestir sem eitthvað fylgjast með stjórnmálum landsins hafa orðið varir við var nokkur breyting þar á þegar ný ríkisstjórn tók við. Menntamálaráðuneytinu var til að mynda skipt í tvennt og eru menntamál nú á borði tveggja ráðherra, málefni voru færð til milli ráðherra og svo framvegis. „Gagnrýnin er auðvitað fyrst og fremst sú að það er engin knýjandi þörf, það var ekkert sérstakt sem kallaði á það að fara í þessar breytingar,“ sagði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir breytingarnar ekki þjóna hagsmunum almennings sérstaklega, heldur fyrst og fremst hagsmunum ríkisstjórnarflokkanna. „Fjármálaráðherra hefur sagt að þessar breytingar verði í kring um einhverjar hundruð milljóna króna. Þetta veldur hægagangi innan kerfisins þannig að manni finnst þetta vera ansi dýrkeypt ráðherraskipti milli flokkanna,“ sagði Þorbjörg. Af og frá að Sjálfstæðisflokkurinn sé óábyrgur í efnahagsstjórn Þorbjörg sagði í ræðu sinni á Alþingi í dag að Sjálfstæðisflokkurinn sé orðinn óábyrgur i fjármálum. Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir ásakanirnar úr lausu lofti gripnar. Diljá Mist, þingmaður Sjálfstæðisflokks, tekur fyrir að breyting ráðuneyta sé óábyrg gagnvart fjármálum ríkisins. Vísir/Vilhelm „Nei, við erum svo sannarlega ekki orðin það og eins og við Þorbjörg erum nú oft sammála þá er auðvitað aðalatriðið og markmiðið það að veita borgurum betri þjónustu,“ sagði Diljá í kvöldfréttum. „Það er aðalatriði málsins. Sjálfstæðisflokkurinn verður nú seint sakaður um óábyrga efnahagsstjórn eða óábyrgan rekstur á ríkisfjármálum og staðan í ríkisfjármálunum núna ber þess glöggt vitni.“
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Gylfi vinnur að mótun nýs ráðuneytis Gylfi Arinbjörnsson, fyrrverandi forseti Alþýðusambands Íslands, hefur verið ráðinn sem tímabundinn ráðgjafi við mótun framtíðarskipulags nýs mennta- og barnamálaráðuneytis. Mun hann meðal annars vinna að yfirfærslu verkefna milli ráðuneyta. 15. desember 2021 18:18 Hundruð milljóna kostnaður vegna breytinga í Stjórnarráðinu Kostnaður ríkisins vegna breytinga í Stjórnarráðinu hleypur á hundruðum milljóna króna. Samkvæmt þingsályktunartillögu forsætisráðherra mun ráðuneytum fjölga úr tíu í tólf. 11. desember 2021 11:10 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Gylfi vinnur að mótun nýs ráðuneytis Gylfi Arinbjörnsson, fyrrverandi forseti Alþýðusambands Íslands, hefur verið ráðinn sem tímabundinn ráðgjafi við mótun framtíðarskipulags nýs mennta- og barnamálaráðuneytis. Mun hann meðal annars vinna að yfirfærslu verkefna milli ráðuneyta. 15. desember 2021 18:18
Hundruð milljóna kostnaður vegna breytinga í Stjórnarráðinu Kostnaður ríkisins vegna breytinga í Stjórnarráðinu hleypur á hundruðum milljóna króna. Samkvæmt þingsályktunartillögu forsætisráðherra mun ráðuneytum fjölga úr tíu í tólf. 11. desember 2021 11:10