Tvöföld Covid-bylgja í Bandaríkjunum Samúel Karl Ólason skrifar 15. desember 2021 23:09 Delta- og ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar eru í dreifingu í Bandaríkjunum. AP/Steven Senne Tvöföld Covid-bylgja gengur nú yfir Bandaríkin en bæði delta- og ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar eru í mikilli dreifingu þar. Áhyggjur eru uppi um að slæmt ástand muni versna vestanhafs á næstu vikum og það sama á við um Bretland þar sem ráðamenn óttast áhrif afbrigðisins. AP fréttaveitan hefur eftir sérfræðingum að ástandið vestanhafs sé slæmt. Delta-afbrigðið sé enn í uppsveiflu og því sé í raun tvöföld bylgja að skella á Bandaríkjunum. „Það er áhyggjuefni, því sjúkrahús eru full fyrir. Starfsfólk er þreytt,“ sagði Dr. Jacob Lemieux við fréttaveituna. Hann sagði ómíkron-afbrigðið geta gert slæmt slæmt ástand verra. Fjöldi þeirra sem hafa dáið vegna Covid-19 í Bandaríkjunum er kominn yfir átta hundrað þúsund og er hvergi hærri. Stór bylgja virðist vera að hefjast í Bandaríkjunum og víða um heim vegna ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar. Sjá einnig: Átta hundruð þúsund látnir í Bandaríkjunum Samkvæmt gagnagrunni Johns Hopkins háskólans, sem byggir á opinberum tölum, hafa 50.341.524 smitast af Covid-19 í Bandaríkjunum, svo vitað sé. Af þeim hafa 802.014 dáið. Í frétt New York Times segir að nýsmituðum fari hratt fjölgandi víða í Bandaríkjunum og heilbrigðiskerfi séu undir miklu álagi. Um 1.200 manns deyi á dag vegna Covid-19 og þeim hafi farið fjölgandi. Enn er óljóst hvaða áhrif ómíkron-afbrigðið mun hafa á fólk, heilt yfir, en vísbendingar eru uppi um að afbrigðið valdi mildari einkennum en delta-afbrigðið, sem er ráðandi víðast hvar um heiminn. Chris Whitty, landlæknir Bretlands.AP/Tolga Akmen Bretar áhyggjufullir Chris Whitty, landlæknir Englands, sagði í dag að innlögnum á sjúkrahús myndi fjölga mjög í Bretlandi á komandi vikum. Það væri óhjákvæmilegt vegna undraverðar dreifingu ómíkron-afbrigðisins þar. Bretar tilkynntu í dag að 78.610 hefðu greinst smitaðir þar á undanförnum sólarhring en sú tala hefur aldrei verið hærri. Whitty sagði að þetta met yrði líklegast slegið ítrekað á næstu vikum og það fæli í sér að innlögnum myndi fjölga einnig, samkvæmt frétt Sky News. Hann sagði Breta standa frammi fyrir alvarlegri ógn. Bandaríkin England Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Mary prinsessa greindist með COVID-19 Mary prinsessa, eiginkona Friðriks krónprins Danmerkur, greindist með COVID-19 í dag. 15. desember 2021 14:23 Bannar áfengissölu á veitingastöðum með nýjum sóttvarnaaðgerðum Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, kynnti í kvöld hertar sóttvarnaaðgerðir, sem meðal annars felast í áfengissölubanni á veitingastöðum, til að stemma stigu við útbreiðslu ómíkron afbrigðisins. Hann segir ástandið í landinu grafalvarlegt. 13. desember 2021 21:18 Metdagur í Danmörku og hæsta nýgengi álfunnar í Noregi Síðasta sólarhringinn greindust 7.799 manns með kórónuveiruna í Danmörku og hafa aldrei svo margir greinst með veiruna á einum sólarhring frá upphafi faraldursins. 13. desember 2021 14:02 Nær allt bendi til að ómíkron valdi vægari sjúkdómi Læknar og aðrir sérfræðingar í Suður-Afríku segja nú sterkari vísbendingar um að ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar valdi jafnan vægari veikindum en delta-afbrigðið. 11. desember 2021 23:21 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira
AP fréttaveitan hefur eftir sérfræðingum að ástandið vestanhafs sé slæmt. Delta-afbrigðið sé enn í uppsveiflu og því sé í raun tvöföld bylgja að skella á Bandaríkjunum. „Það er áhyggjuefni, því sjúkrahús eru full fyrir. Starfsfólk er þreytt,“ sagði Dr. Jacob Lemieux við fréttaveituna. Hann sagði ómíkron-afbrigðið geta gert slæmt slæmt ástand verra. Fjöldi þeirra sem hafa dáið vegna Covid-19 í Bandaríkjunum er kominn yfir átta hundrað þúsund og er hvergi hærri. Stór bylgja virðist vera að hefjast í Bandaríkjunum og víða um heim vegna ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar. Sjá einnig: Átta hundruð þúsund látnir í Bandaríkjunum Samkvæmt gagnagrunni Johns Hopkins háskólans, sem byggir á opinberum tölum, hafa 50.341.524 smitast af Covid-19 í Bandaríkjunum, svo vitað sé. Af þeim hafa 802.014 dáið. Í frétt New York Times segir að nýsmituðum fari hratt fjölgandi víða í Bandaríkjunum og heilbrigðiskerfi séu undir miklu álagi. Um 1.200 manns deyi á dag vegna Covid-19 og þeim hafi farið fjölgandi. Enn er óljóst hvaða áhrif ómíkron-afbrigðið mun hafa á fólk, heilt yfir, en vísbendingar eru uppi um að afbrigðið valdi mildari einkennum en delta-afbrigðið, sem er ráðandi víðast hvar um heiminn. Chris Whitty, landlæknir Bretlands.AP/Tolga Akmen Bretar áhyggjufullir Chris Whitty, landlæknir Englands, sagði í dag að innlögnum á sjúkrahús myndi fjölga mjög í Bretlandi á komandi vikum. Það væri óhjákvæmilegt vegna undraverðar dreifingu ómíkron-afbrigðisins þar. Bretar tilkynntu í dag að 78.610 hefðu greinst smitaðir þar á undanförnum sólarhring en sú tala hefur aldrei verið hærri. Whitty sagði að þetta met yrði líklegast slegið ítrekað á næstu vikum og það fæli í sér að innlögnum myndi fjölga einnig, samkvæmt frétt Sky News. Hann sagði Breta standa frammi fyrir alvarlegri ógn.
Bandaríkin England Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Mary prinsessa greindist með COVID-19 Mary prinsessa, eiginkona Friðriks krónprins Danmerkur, greindist með COVID-19 í dag. 15. desember 2021 14:23 Bannar áfengissölu á veitingastöðum með nýjum sóttvarnaaðgerðum Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, kynnti í kvöld hertar sóttvarnaaðgerðir, sem meðal annars felast í áfengissölubanni á veitingastöðum, til að stemma stigu við útbreiðslu ómíkron afbrigðisins. Hann segir ástandið í landinu grafalvarlegt. 13. desember 2021 21:18 Metdagur í Danmörku og hæsta nýgengi álfunnar í Noregi Síðasta sólarhringinn greindust 7.799 manns með kórónuveiruna í Danmörku og hafa aldrei svo margir greinst með veiruna á einum sólarhring frá upphafi faraldursins. 13. desember 2021 14:02 Nær allt bendi til að ómíkron valdi vægari sjúkdómi Læknar og aðrir sérfræðingar í Suður-Afríku segja nú sterkari vísbendingar um að ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar valdi jafnan vægari veikindum en delta-afbrigðið. 11. desember 2021 23:21 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira
Mary prinsessa greindist með COVID-19 Mary prinsessa, eiginkona Friðriks krónprins Danmerkur, greindist með COVID-19 í dag. 15. desember 2021 14:23
Bannar áfengissölu á veitingastöðum með nýjum sóttvarnaaðgerðum Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, kynnti í kvöld hertar sóttvarnaaðgerðir, sem meðal annars felast í áfengissölubanni á veitingastöðum, til að stemma stigu við útbreiðslu ómíkron afbrigðisins. Hann segir ástandið í landinu grafalvarlegt. 13. desember 2021 21:18
Metdagur í Danmörku og hæsta nýgengi álfunnar í Noregi Síðasta sólarhringinn greindust 7.799 manns með kórónuveiruna í Danmörku og hafa aldrei svo margir greinst með veiruna á einum sólarhring frá upphafi faraldursins. 13. desember 2021 14:02
Nær allt bendi til að ómíkron valdi vægari sjúkdómi Læknar og aðrir sérfræðingar í Suður-Afríku segja nú sterkari vísbendingar um að ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar valdi jafnan vægari veikindum en delta-afbrigðið. 11. desember 2021 23:21