Innlent

Stöðvuðu 16 ára ung­menni með þrjá far­þega í ó­skoðuðum og ó­tryggðum bíl

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
visir-img
Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði bifreið í miðborginni í nótt þar sem röng skráningarmerki voru á henni. Í ljós kom að ökumaðurinn var aðeins 16 ára gamall og því ökuréttindalaus en þrír farþegar á sama aldri voru með honum í bílnum.

Bifreiðin reyndist óskoðuð og ótryggð en málið tilkynnt og unnið með foreldrum. Þá var tilkynning send barnaverndaryfirvöldum.

Um klukkan 2 barst lögreglu tilkynning um líkamsárás í Hlíðahverfi. Sá sem varð fyrir árásinni leitaði á Landspítala vegna áverka í andliti og á höfði en árásarmaðurinn var handtekinn nokkru síðar og vistaður í fangageymslu vegna rannsóknar málsins.

Enn seinna um nóttina var maður í annarlegu ástandi handtekinn í Vesturbænum þar sem hann var að valda ónæði. Þá var maður handtekinn í Kópavogi í gærkvöldi, grunaður um hótanir og var hann vistaður í fangageymslu vegna rannsóknar málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×