Sport

Gurney of sterkur fyrir þann leiftursnögga

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Daryl Gurney er kominn áfram í 2. umferð heimsmeistaramótsins í pílukasti.
Daryl Gurney er kominn áfram í 2. umferð heimsmeistaramótsins í pílukasti. getty/Luke Walker

Fjórum viðureignum er lokið á heimsmeistaramótinu í pílukasti í dag.

Hinn norður-írski Daryl Gurney, sem komst í átta manna úrslit á HM í fyrra, vann Ricky Evans, 3-1, í síðasta leik dagsins. Hinn stórskemmtilegi Evans, sem kastar hraðar en flestir, átti góða kafla og vann fyrsta settið en Gurney kom sterkur til baka, vann síðustu þrjú settin og leikinn.

Hollendingurinn Chris Landmann hafði mikla yfirburði gegn Scott Mitchell í fyrsta leik sínum á HM. Landmann vann viðureignina, 3-0, og tapaði aðeins tveimur leggjum í henni.

Chas Barstow hafði betur gegn John Norman í viðureign tveggja nýliða, 3-1. Barstow mætir Michael van Gerwen, þreföldum heimsmeistara, í næstu umferð á laugardaginn.

Í fyrstu viðureign dagsins bar Írinn Steve Lennon sigurorð af Madars Razma frá Lettlandi, 3-1.

Keppni hefst á ný klukkan 19:00. Bein útsending verður á Stöð 2 Sport 3.

Leikir kvöldsins

  • William O'Connor - Danny Lauby
  • Ryan Meikle - Fabian Schmutzler
  • Ron Meulenkamp - Lisa Ashton
  • Gary Anderson - Adrian Lewis



Fleiri fréttir

Sjá meira


×