Loks sigur hjá Börsungum Arnar Geir Halldórsson skrifar 18. desember 2021 19:37 Stoðsending og mark hjá Gavi í kvöld. vísir/Getty Barcelona komst aftur á sigurbraut í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld þegar liðið fékk Elche í heimsókn á Nou Camp. Spænska stórveldið hafði ekki unnið í fjórum leikjum í röð þegar kom að leik kvöldsins en leikurinn fór ansi vel af stað fyrir heimamenn. Mörk frá Ferran Jutgla og Gavi snemma leiks sáu til þess að Barcelona fór með tveggja marka forystu í leikhléið. Eftir rúmlega klukkutíma leik slokknaði algjörlega á heimamönnum þegar Elche skoraði tvö mörk á rúmri mínútu og staðan skyndilega orðin 2-2. Hinn nítján ára gamli Nico Gonzalez reyndist hetja Börsunga þegar hann gerði sigurmarkið á 85.mínútu eftir stoðsendingu frá Gavi. Spænski boltinn
Barcelona komst aftur á sigurbraut í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld þegar liðið fékk Elche í heimsókn á Nou Camp. Spænska stórveldið hafði ekki unnið í fjórum leikjum í röð þegar kom að leik kvöldsins en leikurinn fór ansi vel af stað fyrir heimamenn. Mörk frá Ferran Jutgla og Gavi snemma leiks sáu til þess að Barcelona fór með tveggja marka forystu í leikhléið. Eftir rúmlega klukkutíma leik slokknaði algjörlega á heimamönnum þegar Elche skoraði tvö mörk á rúmri mínútu og staðan skyndilega orðin 2-2. Hinn nítján ára gamli Nico Gonzalez reyndist hetja Börsunga þegar hann gerði sigurmarkið á 85.mínútu eftir stoðsendingu frá Gavi.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti