„Persónulega þoldi ég ekki sjálfa mig“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 25. desember 2021 08:01 Þegar að Guðbjörg Ósk Friðriksdóttir, alltaf kölluð Ósk, var á fertugsaldri var hún í draumastarfinu sínu, átti yndislega fjölskyldu og gekk vel að reka fyrirtækið sitt. Samt var hún vansæl, neikvæð, oft ömurleg í skapinu og í samskiptum við annað fólk og vissi innst inni að hún yrði að breyta sjálfri sér. En hvernig? Fyrri hluti viðtals við Guðbjörg Ósk Friðriksdóttur, sem margir upplifa sem hina íslensku Elizabeth Gilbert. Síðari hluti viðtalsins verður birtur á Vísi klukkan átta á sunnudagsmorgun, annan í jólum. Síðustu árin hefur hún meira og minna dvalið á Balí en þessa dagana er hún nýkomin heim frá Ítalíu og fylgist spennt með hvenær Ástralía liðkar fyrir komu ferðamanna til landsins. Þangað er ferðinni heitið næst. Þegar vorar er stefnt á skemmtilega kvennaferð til Ítalíu og sitthvað fleira er í farvatninu „Reyndar er minn staður Heiðmörk, þar fæ ég bestu hugmyndirnar og þangað fer ég til að leyfa huganum að vinna úr hlutunum,“ segir Guðbjörg Ósk Friðriksdóttir, sem þrátt fyrir öll ferðalögin stefnir alltaf á að vera á Íslandi á sumrin. Í helgarviðtali Atvinnulífsins heyrum við sögu Guðbjargar Óskar og hvað varð til þess að hún bjó til þerapíuna Lærðu að elska þig árið 2010. Síðan þá, hafa hátt í fjögur þúsund manns sótt hjá henni námskeið og yfir tuttugu manns útskrifast sem kennarar námskeiða. Með sanni má segja að margt í sögu Óskar sé líkt sögu Elizabeth Gilbert í metsölubókinni Borða, biðja, elska. Leikkonan Julia Roberts lék Gilbert í kvikmyndinni Eat, Pray, Love. Sú saga hefst þegar Gilbert er um þrítug og var í góðri vinnu, átti fallegt heimili og mann sem vildi stofna fjölskyldu. En þótt allt væri eins og það „átti“ að vera, var Gilbert einmana, þunglynd og óhamingjusöm. Gilbert ákvað að finna sjálfa sig, hélt til Ítalíu, Indlands og loks Balí. Þar fann hún hamingjuna því þá loks var hún orðin sú útgáfa af sjálfri sér, sem hún vildi vera. En sagan okkar um Ósk hefst árið 1964. Heimaey Ósk ólst upp í Vestmannaeyjum til 16 ára aldurs. Þó með hléum vegna eldgosins í Heimaey árið 1973. Á myndinni er Ósk með foreldrum sínum, þeim Friðriki Ólafi Guðjónssyni og Sigrúnu Birgit Sigurðardóttur. Ósk á einn bróður, Ófeig, sem fæddist árið 1973. Fjölskyldan fluttist síðar frá Vestmannaeyjum í Hafnarfjörð og segir Ósk að þar þekki Ófeig bróður sinn allir, þótt hún sjálf tengi sig enn meira við Vestmannaeyjar. Guðbjörg Ósk Friðriksdóttir er fædd 27. september árið 1964 í Vestmannaeyjum. Foreldrar hennar eru Friðrik Ólafur Guðjónsson, fæddur árið 1948 og Sigrún Birgit Sigurðardóttir, fædd árið 1946. „Þau ólust upp í götum hlið við hlið í Vestmannaeyjum en vissu eiginlega ekkert af hvort öðru fyrr en á skátamóti á Þingvöllum,“ segir Ósk um það þegar foreldrar hennar fóru að draga sig saman á sínum tíma. Hún segir æskuna í Eyjum hafa verið yndislega og gæti ekki hugsað sér að hafa alist upp annars staðar. Eldgosið í Heimaey stendur þó auðvitað upp úr í minningunni. Það hófst 23. janúar árið 1973 en þá var móðir hennar ófrísk af Ófeigi, eina systkini Óskar. „Það flúðu allir en við fórum ekki með bát því að amma og mamma trúðu því að þetta gengi fljótt yfir, fóru að baka og helltu upp á kaffi. Við fórum þó daginn eftir og þá með flugi. Mamma var barnshafandi þegar að þetta var.“ Til Reykjavíkur þurftu þau þó og fyrstu mánuðina var húsaskjól fjölskyldunnar um 30 fermetra rými í Bólstaðahlíð. Ég man að það var ekkert klósett nema frammi á gangi og þarna var mamma með okkur Ófeig, sem fæddist í maí, í marga mánuði. Pabbi varð eftir í eyjum eins og flestir karlmenn. Ég held að margir geri sér ekki grein fyrir því hvað það voru margar Eyjakonur sem gerðu merkilega hluti til að fóta sig upp á landi eftir gosið.“ Fjölskyldan fékk síðar viðlagahús í Kópavogi en þar sem Ósk var í Æfingardeildinni í Reykjavík, tók hún strætó á morgnana og hélt áfram skólagöngu í Hlíðunum. Um tíma flutti fjölskyldan síðan aftur til Vestmannaeyja. En til Hafnarfjarðar um 1980. „Það var ekki framhaldsskóli í Eyjum á þessum tíma en mamma lagði mikla áherslu á að ég og Ófeigur gætum menntað okkur.“ Rétt rúmlega þrítug fluttu Friðrik og Sigrún aftur suður, með Ósk 16 ára og Ófeig 7 ára. Búsett í Hafnarfirði fóru Friðrik og Sigrún í ýmsan rekstur. Ráku matvöruverslun í Reykjavík í nokkur ár og síðar skóverslun í Hafnarfirði. Lengi starfaði Friðrik síðan hjá Byko og Húsasmiðjunni. Enda lærður járnsmiður. Ósk og Ófeigur útskrifuðust bæði sem stúdent úr Flensborgarskóla. Ósk segir að aldursmunur systkinanna geri það að verkum að í Hafnarfirði þekki Ófeig allir, þar var hans æska. Sjálf tengir hún sig meira við Vestmannaeyjar enda hluti af vinkonuhópnum í dag, æskuvinkonur þaðan. Ósk fékk fyrsta draumastarfið sitt rúmlega tvítug en þá var hún ráðin sem útlitshönnuður hjá Miklagarði. Hún hélt þó fljótlega út í heim, var búsett á Ítalíu í mörg ár en síðustu árin hefur hún meira og minna dvalið á Balí. Þó ekki á sumrin, því þá reynir hún að vera sem mest á Íslandi. Ósk rak lengi vel kaffihús í Hafnarfirði og síðar Rope Yoga stöð og Heilsusetur. Í dag starfar hún alfarið við námskeiðahald, kennslu og fyrirlestra og hefur útskrifað tuttugu einstaklinga sem kennara í Lærðu að elska þig. Hvítar útlenskar rollur „Ég var alltaf að teikna og mikið fyrir tísku og arkitektúr og þótt ég væri bara rúmlega tvítug og ómenntuð, var ég ráðin sem útstillingahönnuður í Miklagarði sem þá var. Þetta var nokkuð stórt starf og vel launað,“ segir Ósk en bætir við: „En það olli pínu vonbrigðum.“ Ósk hafði ekki starfað lengi í Miklagarði þegar vinkona hennar, búsett á Sardiníu á Ítalíu, tilkynnti um brúðkaup. Ósk ákvað að leggja land undir fót og mæta í veisluna. Til Ítalíu hafði hún aldrei komið áður og þar sem þetta var löngu fyrir tíma internetsins eða snjallsíma voru uppákomurnar í ferðinni af ýmsum toga. Reyndar svo ævintýralegar að um tíma héldu foreldrar hennar að hún væri hreinlega týnd í Evrópu! Hið rétta var að ferðin til Sardiníu var flókin og kallaði á millilandaflug, lestarferðir, bátaferðir og fleira sem tók sinn tíma. Ósk var þó svo heppin að hitta ítalskan ferðalang sem tók hana upp á sína arma og er enn í dag góður vinur hennar. Ég man þó eftir þegar að ég horfði út um lestarglugga og sá hvítar rollur, útlenskar og útlítandi eins og ég hafði séð þær í þáttunum Perlubókunumsjónvarpinu. Ímyndin mín af Ítalíu var hins vegar að landið væri svo módern og flott og eitt augnablik hugsaði með mér: Guð minn góður, ég er örugglega komin til Ísrael fyrir mistök!“ segir Ósk skellihlæjandi og bendir á hversu mikill munur það er að ferðast til framandi slóða miðað við á níunda áratugnum. Þegar það voru helst tíkallasímar úti á götu sem gátu hjálpað í neyð. Eftir þessa ferð var ekki aftur snúið. Ítalía var málið og Ósk var staðráðin í að halda aftur þangað. Og það sem fyrst. Ást á Ítalíu Ósk sagði upp starfinu í Miklagarði og hélt aftur til Sardiníu á Ítalíu. Fyrsta starfið sem hún fékk þar var að passa unga stúlku og kenna henni sitthvað í ensku. Ósk segist alltaf hafa verið ævintýragjörn en á þessum tíma hafi hún gert hluti sem hún myndi aldrei þora að gera í dag. Eins og að ferðast á puttanum frá Sardiníu til Hamborgar í Þýskalandi. Það gerði hún og þýsk vinkona hennar sem hún kynntist. Jólin vildu þær halda í Hamborg og þar sem ekki var mikið um aurinn var bara pakkað létt niður og húkkað far alla leið til Þýskalands. Eftir jólin í Hamborg ákvað Ósk að hana langaði þó að gera eitthvað annað og meira en að passa barn. Hún fór því að vinna á bar en þegar vinkona hennar benti henni á að Samvinnuferðir vantaði farastjóra á Rímíní sló Ósk til og fór þangað í nokkra mánuði. Ósk sneri síðan aftur til Sardiníu og stuttu síðar: Búmm! Ósk varð ástfangin og hitti manninn sem hún síðar giftist og eignaðist tvö börn með: Domenico Gala. Domenico Gala er fæddur og uppalin í Olbia á Sardiníu. Þar hefur fjölskyldan hans rekið ýmiss fyrirtæki um árabil: matvöruverslanir, útvarpsstöðvar, heildsölur og fleira. „Og þetta gekk bara fyrir sig eins og oft er í ítölskum fjölskyldum: Við fengum úthlutaðri einni búð og rákum hana sem okkar eigin“ segir Ósk. Um hálfu ári eftir að Ósk og Dominica fóru að búa varð Ósk barnshafandi. Þau giftu sig og árið 1989 fæddist sonurinn Luigi Árelíus en árið 1992 dóttirin María Birgit. Nokkrum árum eftir að María fæddist, tók Ósk að sér fósturdótturina Huldu Bjarkar, en hún er fædd árið 1983. Þá voru ungu hjónin flutt heim til Íslands. Að skoða myndaalbúm Óskar er eins og að hverfa í einhvern ótrúlegan ævintýraheim. Framandi staðir, gleði, hlátur, ævintýri. Enda segist Ósk upplifa hvern dag sem nýtt ævintýri að upplifa. Lengi vel, var lífið þó allt annað en það hjá Ósk: Allt gekk út á að vinna og standa sína pligt þótt hún væri vansæl og verkjuð bæði á líkama og sál. Í dag þjálfar Ósk fólk í að njóta lífsins í gleði og vellíðan og hvernig allir geta orðið sjálfbærir við að takast á við hvaða aðstæður eða líðan sem er. Draumurinn um kaffihúsið og grimma röddin „Domenico elskar allan íslenskan mat eins og bjúgu og hangikjöt. Það er bara ég sem er öll í pastanu,“ segir Ósk og skellihlær. Ósk og Domenico voru gift í sautján ár og þrátt fyrir skilnaðinn eru þau enn góðir vinir. „Já, já. Hann meira að segja sótti mig á flugvöllinn í Napólí í haust og skutlaði mér til Amalfí þar sem ég hef nú komið mér fyrir. Það var nú samt tveggja klukkutíma útidúr,“ segir Ósk og ekki annað hægt en að hrífast með gleðinni og kátínunni sem einkennir allt hennar fas. En glaðlyndi og kátína hefur þó ekki alltaf verið aðalsmerki Óskar. Við skulum því halda áfram með söguna. Ósk segir að í raun hafi flutningurinn til Íslands verið að frumkvæði Domenico en sjálf var hún sannfærð um að á Íslandi yrðu þau ekki lengi. Ég hugsaði með mér að það væri allt í lagi að flytja með honum heim því þar myndum við ekki staldra lengi við. Domenico talaði ekki einu sinni ensku og sem Ítali fengi hann örugglega ekki almennilega vinnu sem fyrirvinna,“ segir Ósk og skellihlær. Sú varð nú aldeilis ekki raunin því Domenico var fljótur að aðlagast á Íslandi, fékk góða vinnu og naut þess að búa hér. Hjónin bjuggu um sig í Hafnarfirði og segir Ósk að oft hafi hún gengið um bæinn með barnavagninn og látið sig dreyma um að reka þar kaffihús. „Ég meira að segja fann kjörið hús fyrir kaffihús en var of sein því aðrir tóku það húsnæði og þar hefur æ síðan verið rekinn Súfistinn,“ segir Ósk. Um tíma starfaði Ósk á veitingastaðnum í Ikea. Einn daginn hringdi vinkona Óskar í hana og benti henni á auglýsingu í dagblaði um að Hafnafjarðarbær óskaði eftir rekstraraðila til að reka kaffihús í Hafnarborg. Ósk fékk strax fiðrildi í magann. Kannski var tækifærið komið þarna? En síðan kom efinn…… „Nei, það verða örugglega einhverjir aðrir og betri en ég sem sækja um. Ég myndi aldrei fá þetta,“ sagði grimma innri röddin. Ósk vissi ekki þá, að þessi grimma efasemdarrödd varð síðar áberandi í þerapíunni Lærðu að elska þig. Þar sem fólk lærir að losa sig við þessa óréttlátu grimmu innri rödd. Sem enginn getur þóst ekki kannast við….. „En síðan hugsaði ég bara með mér: En hvað ef ég fæ þetta? Ég meina: Hverju hef ég að tapa að sækja um?“ Ósk setti sér því markmið. Bjó til áætlanir og sótti um. Hringdi í mann og annan til að kynna sig og biðja um að mæla með sér. Úr varð að draumurinn um kaffihúsið varð að veruleika. Ekki aðeins var Ósk að reka kaffihús heldur einnig í skapandi umhverfi í Listasafni Hafnarfjarðar umhverfi sem átti vel við hana. Kaffihúsið rak Ósk í sjö ár og segist telja nokkuð líklegt að hún sé ein af þeim sem þar hafa verið með reksturinn hvað lengst. Lífið er stútfullt af ævintýrum segir Ósk, sem líður vel á líkama og sál í dag. En á fertugsaldri var hún með brjósklos og mikið verkjuð, neikvæð og oft pirruð í skapi. Ósk afsakaði sjálfa sig með því að kenna bara verkjunum um hegðun sína og neikvæðni, en vissi þó innst inni að hún þyrfti að breyta sjálfri sér. Áður en Ósk bjó til Lærðu að elska þig þerapíuna þurfti hún hins vegar fyrst að ganga í gegnum fleiri uppsveiflur og niðursveiflur í lífi og starfi. Síðari hluti viðtalsins við Ósk verður birtur á Vísi klukkan 8 á sunnudagsmorgun, annan í jólum. Draumastarfið en þoldi ekki sjálfa sig Árin liðu. Dagarnir á kaffihúsinu voru oft langir og strangir og þar sem Ósk glímdi við gamalt brjósklos reyndi sérstaklega á fæturna þar sem hún ýmist stóð við afgreiðsluna eða var á hlaupum. Ósk var því verkjuð alla daga og segir skapið hafa verið eftir því. Ég man eitt sinn sem ég missti mig við viðskiptavin. Eiginlega trylltist, varð reið í stað þess að biðjast afsökunar og endurgreiða manninum. Svona var ég orðin. Neikvæð og alltaf eins og hengd upp á þráð. Innst inni gerði ég mér grein fyrir því hvernig ég var orðin og fannst það ömurlegt,“ segir Ósk og bætir við: „En ég vissi ekki hvernig ég ætti að breytast og sannfærði sjálfa mig því um að þetta væru bara afleiðingar af verkjunum og brjósklosinu. Allt myndi lagast þegar að ég kæmist í aðgerð.“ Sem það þó gerði ekki. „Það breyttist ekkert eftir aðgerð annað en það að verkirnir hurfu. En mér fannst ég ekki ráða neitt við neitt og leið ömurlega,“ segir Ósk. Vanlíðan. Neikvæðni. Lágt sjálfsmat. Erfiðar skapsveiflur. Streita. Og óttinn við að standa sig ekki. Á fertugsaldri var staðan því þannig hjá Ósk að henni leið ömurlega og var í reynd hætt að þola sjálfa sig. Í kynningartexta um þennan tíma skrifar Ósk sjálf: Viðstöðulaus vanlíðan og vonbrigði juku streituna og á endanum var ég með vanvirkt ónæmiskerfi sem gerði það að verkum að það fór að bera á ofnæmi fyrir fjölmörgum fæðutegundum, meltingatruflunum, orkuleysi og öðrum vandamálum. Persónulega þoldi ég ekki sjálfa mig þar sem hegðun mín, framkoma og lífssýn voru orðin virkilega brengluð og neikvæð.“ Lítið vissi Ósk þá um það sem framundan var: Nýtt líf og upprisa. Mamma Mía hvað það var gaman! En líka niðursveifla, skilnaður og andlegt og fjárhagslegt þrot. Enn var um áratugur þar til Lærðu að elska þig þerapían varð til og ljóst að alheimurinn ætlaði Ósk að læra meira um sjálfa sig og lífið, áður en að þeim lífsins kafla kæmi. Síðari hluti viðtalsins við Ósk verður birtur á Vísi klukkan átta á morgun, annan í jólum. Helgarviðtal Atvinnulífsins Heilsa Íslendingar erlendis Starfsframi Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Sjá meira
Síðustu árin hefur hún meira og minna dvalið á Balí en þessa dagana er hún nýkomin heim frá Ítalíu og fylgist spennt með hvenær Ástralía liðkar fyrir komu ferðamanna til landsins. Þangað er ferðinni heitið næst. Þegar vorar er stefnt á skemmtilega kvennaferð til Ítalíu og sitthvað fleira er í farvatninu „Reyndar er minn staður Heiðmörk, þar fæ ég bestu hugmyndirnar og þangað fer ég til að leyfa huganum að vinna úr hlutunum,“ segir Guðbjörg Ósk Friðriksdóttir, sem þrátt fyrir öll ferðalögin stefnir alltaf á að vera á Íslandi á sumrin. Í helgarviðtali Atvinnulífsins heyrum við sögu Guðbjargar Óskar og hvað varð til þess að hún bjó til þerapíuna Lærðu að elska þig árið 2010. Síðan þá, hafa hátt í fjögur þúsund manns sótt hjá henni námskeið og yfir tuttugu manns útskrifast sem kennarar námskeiða. Með sanni má segja að margt í sögu Óskar sé líkt sögu Elizabeth Gilbert í metsölubókinni Borða, biðja, elska. Leikkonan Julia Roberts lék Gilbert í kvikmyndinni Eat, Pray, Love. Sú saga hefst þegar Gilbert er um þrítug og var í góðri vinnu, átti fallegt heimili og mann sem vildi stofna fjölskyldu. En þótt allt væri eins og það „átti“ að vera, var Gilbert einmana, þunglynd og óhamingjusöm. Gilbert ákvað að finna sjálfa sig, hélt til Ítalíu, Indlands og loks Balí. Þar fann hún hamingjuna því þá loks var hún orðin sú útgáfa af sjálfri sér, sem hún vildi vera. En sagan okkar um Ósk hefst árið 1964. Heimaey Ósk ólst upp í Vestmannaeyjum til 16 ára aldurs. Þó með hléum vegna eldgosins í Heimaey árið 1973. Á myndinni er Ósk með foreldrum sínum, þeim Friðriki Ólafi Guðjónssyni og Sigrúnu Birgit Sigurðardóttur. Ósk á einn bróður, Ófeig, sem fæddist árið 1973. Fjölskyldan fluttist síðar frá Vestmannaeyjum í Hafnarfjörð og segir Ósk að þar þekki Ófeig bróður sinn allir, þótt hún sjálf tengi sig enn meira við Vestmannaeyjar. Guðbjörg Ósk Friðriksdóttir er fædd 27. september árið 1964 í Vestmannaeyjum. Foreldrar hennar eru Friðrik Ólafur Guðjónsson, fæddur árið 1948 og Sigrún Birgit Sigurðardóttir, fædd árið 1946. „Þau ólust upp í götum hlið við hlið í Vestmannaeyjum en vissu eiginlega ekkert af hvort öðru fyrr en á skátamóti á Þingvöllum,“ segir Ósk um það þegar foreldrar hennar fóru að draga sig saman á sínum tíma. Hún segir æskuna í Eyjum hafa verið yndislega og gæti ekki hugsað sér að hafa alist upp annars staðar. Eldgosið í Heimaey stendur þó auðvitað upp úr í minningunni. Það hófst 23. janúar árið 1973 en þá var móðir hennar ófrísk af Ófeigi, eina systkini Óskar. „Það flúðu allir en við fórum ekki með bát því að amma og mamma trúðu því að þetta gengi fljótt yfir, fóru að baka og helltu upp á kaffi. Við fórum þó daginn eftir og þá með flugi. Mamma var barnshafandi þegar að þetta var.“ Til Reykjavíkur þurftu þau þó og fyrstu mánuðina var húsaskjól fjölskyldunnar um 30 fermetra rými í Bólstaðahlíð. Ég man að það var ekkert klósett nema frammi á gangi og þarna var mamma með okkur Ófeig, sem fæddist í maí, í marga mánuði. Pabbi varð eftir í eyjum eins og flestir karlmenn. Ég held að margir geri sér ekki grein fyrir því hvað það voru margar Eyjakonur sem gerðu merkilega hluti til að fóta sig upp á landi eftir gosið.“ Fjölskyldan fékk síðar viðlagahús í Kópavogi en þar sem Ósk var í Æfingardeildinni í Reykjavík, tók hún strætó á morgnana og hélt áfram skólagöngu í Hlíðunum. Um tíma flutti fjölskyldan síðan aftur til Vestmannaeyja. En til Hafnarfjarðar um 1980. „Það var ekki framhaldsskóli í Eyjum á þessum tíma en mamma lagði mikla áherslu á að ég og Ófeigur gætum menntað okkur.“ Rétt rúmlega þrítug fluttu Friðrik og Sigrún aftur suður, með Ósk 16 ára og Ófeig 7 ára. Búsett í Hafnarfirði fóru Friðrik og Sigrún í ýmsan rekstur. Ráku matvöruverslun í Reykjavík í nokkur ár og síðar skóverslun í Hafnarfirði. Lengi starfaði Friðrik síðan hjá Byko og Húsasmiðjunni. Enda lærður járnsmiður. Ósk og Ófeigur útskrifuðust bæði sem stúdent úr Flensborgarskóla. Ósk segir að aldursmunur systkinanna geri það að verkum að í Hafnarfirði þekki Ófeig allir, þar var hans æska. Sjálf tengir hún sig meira við Vestmannaeyjar enda hluti af vinkonuhópnum í dag, æskuvinkonur þaðan. Ósk fékk fyrsta draumastarfið sitt rúmlega tvítug en þá var hún ráðin sem útlitshönnuður hjá Miklagarði. Hún hélt þó fljótlega út í heim, var búsett á Ítalíu í mörg ár en síðustu árin hefur hún meira og minna dvalið á Balí. Þó ekki á sumrin, því þá reynir hún að vera sem mest á Íslandi. Ósk rak lengi vel kaffihús í Hafnarfirði og síðar Rope Yoga stöð og Heilsusetur. Í dag starfar hún alfarið við námskeiðahald, kennslu og fyrirlestra og hefur útskrifað tuttugu einstaklinga sem kennara í Lærðu að elska þig. Hvítar útlenskar rollur „Ég var alltaf að teikna og mikið fyrir tísku og arkitektúr og þótt ég væri bara rúmlega tvítug og ómenntuð, var ég ráðin sem útstillingahönnuður í Miklagarði sem þá var. Þetta var nokkuð stórt starf og vel launað,“ segir Ósk en bætir við: „En það olli pínu vonbrigðum.“ Ósk hafði ekki starfað lengi í Miklagarði þegar vinkona hennar, búsett á Sardiníu á Ítalíu, tilkynnti um brúðkaup. Ósk ákvað að leggja land undir fót og mæta í veisluna. Til Ítalíu hafði hún aldrei komið áður og þar sem þetta var löngu fyrir tíma internetsins eða snjallsíma voru uppákomurnar í ferðinni af ýmsum toga. Reyndar svo ævintýralegar að um tíma héldu foreldrar hennar að hún væri hreinlega týnd í Evrópu! Hið rétta var að ferðin til Sardiníu var flókin og kallaði á millilandaflug, lestarferðir, bátaferðir og fleira sem tók sinn tíma. Ósk var þó svo heppin að hitta ítalskan ferðalang sem tók hana upp á sína arma og er enn í dag góður vinur hennar. Ég man þó eftir þegar að ég horfði út um lestarglugga og sá hvítar rollur, útlenskar og útlítandi eins og ég hafði séð þær í þáttunum Perlubókunumsjónvarpinu. Ímyndin mín af Ítalíu var hins vegar að landið væri svo módern og flott og eitt augnablik hugsaði með mér: Guð minn góður, ég er örugglega komin til Ísrael fyrir mistök!“ segir Ósk skellihlæjandi og bendir á hversu mikill munur það er að ferðast til framandi slóða miðað við á níunda áratugnum. Þegar það voru helst tíkallasímar úti á götu sem gátu hjálpað í neyð. Eftir þessa ferð var ekki aftur snúið. Ítalía var málið og Ósk var staðráðin í að halda aftur þangað. Og það sem fyrst. Ást á Ítalíu Ósk sagði upp starfinu í Miklagarði og hélt aftur til Sardiníu á Ítalíu. Fyrsta starfið sem hún fékk þar var að passa unga stúlku og kenna henni sitthvað í ensku. Ósk segist alltaf hafa verið ævintýragjörn en á þessum tíma hafi hún gert hluti sem hún myndi aldrei þora að gera í dag. Eins og að ferðast á puttanum frá Sardiníu til Hamborgar í Þýskalandi. Það gerði hún og þýsk vinkona hennar sem hún kynntist. Jólin vildu þær halda í Hamborg og þar sem ekki var mikið um aurinn var bara pakkað létt niður og húkkað far alla leið til Þýskalands. Eftir jólin í Hamborg ákvað Ósk að hana langaði þó að gera eitthvað annað og meira en að passa barn. Hún fór því að vinna á bar en þegar vinkona hennar benti henni á að Samvinnuferðir vantaði farastjóra á Rímíní sló Ósk til og fór þangað í nokkra mánuði. Ósk sneri síðan aftur til Sardiníu og stuttu síðar: Búmm! Ósk varð ástfangin og hitti manninn sem hún síðar giftist og eignaðist tvö börn með: Domenico Gala. Domenico Gala er fæddur og uppalin í Olbia á Sardiníu. Þar hefur fjölskyldan hans rekið ýmiss fyrirtæki um árabil: matvöruverslanir, útvarpsstöðvar, heildsölur og fleira. „Og þetta gekk bara fyrir sig eins og oft er í ítölskum fjölskyldum: Við fengum úthlutaðri einni búð og rákum hana sem okkar eigin“ segir Ósk. Um hálfu ári eftir að Ósk og Dominica fóru að búa varð Ósk barnshafandi. Þau giftu sig og árið 1989 fæddist sonurinn Luigi Árelíus en árið 1992 dóttirin María Birgit. Nokkrum árum eftir að María fæddist, tók Ósk að sér fósturdótturina Huldu Bjarkar, en hún er fædd árið 1983. Þá voru ungu hjónin flutt heim til Íslands. Að skoða myndaalbúm Óskar er eins og að hverfa í einhvern ótrúlegan ævintýraheim. Framandi staðir, gleði, hlátur, ævintýri. Enda segist Ósk upplifa hvern dag sem nýtt ævintýri að upplifa. Lengi vel, var lífið þó allt annað en það hjá Ósk: Allt gekk út á að vinna og standa sína pligt þótt hún væri vansæl og verkjuð bæði á líkama og sál. Í dag þjálfar Ósk fólk í að njóta lífsins í gleði og vellíðan og hvernig allir geta orðið sjálfbærir við að takast á við hvaða aðstæður eða líðan sem er. Draumurinn um kaffihúsið og grimma röddin „Domenico elskar allan íslenskan mat eins og bjúgu og hangikjöt. Það er bara ég sem er öll í pastanu,“ segir Ósk og skellihlær. Ósk og Domenico voru gift í sautján ár og þrátt fyrir skilnaðinn eru þau enn góðir vinir. „Já, já. Hann meira að segja sótti mig á flugvöllinn í Napólí í haust og skutlaði mér til Amalfí þar sem ég hef nú komið mér fyrir. Það var nú samt tveggja klukkutíma útidúr,“ segir Ósk og ekki annað hægt en að hrífast með gleðinni og kátínunni sem einkennir allt hennar fas. En glaðlyndi og kátína hefur þó ekki alltaf verið aðalsmerki Óskar. Við skulum því halda áfram með söguna. Ósk segir að í raun hafi flutningurinn til Íslands verið að frumkvæði Domenico en sjálf var hún sannfærð um að á Íslandi yrðu þau ekki lengi. Ég hugsaði með mér að það væri allt í lagi að flytja með honum heim því þar myndum við ekki staldra lengi við. Domenico talaði ekki einu sinni ensku og sem Ítali fengi hann örugglega ekki almennilega vinnu sem fyrirvinna,“ segir Ósk og skellihlær. Sú varð nú aldeilis ekki raunin því Domenico var fljótur að aðlagast á Íslandi, fékk góða vinnu og naut þess að búa hér. Hjónin bjuggu um sig í Hafnarfirði og segir Ósk að oft hafi hún gengið um bæinn með barnavagninn og látið sig dreyma um að reka þar kaffihús. „Ég meira að segja fann kjörið hús fyrir kaffihús en var of sein því aðrir tóku það húsnæði og þar hefur æ síðan verið rekinn Súfistinn,“ segir Ósk. Um tíma starfaði Ósk á veitingastaðnum í Ikea. Einn daginn hringdi vinkona Óskar í hana og benti henni á auglýsingu í dagblaði um að Hafnafjarðarbær óskaði eftir rekstraraðila til að reka kaffihús í Hafnarborg. Ósk fékk strax fiðrildi í magann. Kannski var tækifærið komið þarna? En síðan kom efinn…… „Nei, það verða örugglega einhverjir aðrir og betri en ég sem sækja um. Ég myndi aldrei fá þetta,“ sagði grimma innri röddin. Ósk vissi ekki þá, að þessi grimma efasemdarrödd varð síðar áberandi í þerapíunni Lærðu að elska þig. Þar sem fólk lærir að losa sig við þessa óréttlátu grimmu innri rödd. Sem enginn getur þóst ekki kannast við….. „En síðan hugsaði ég bara með mér: En hvað ef ég fæ þetta? Ég meina: Hverju hef ég að tapa að sækja um?“ Ósk setti sér því markmið. Bjó til áætlanir og sótti um. Hringdi í mann og annan til að kynna sig og biðja um að mæla með sér. Úr varð að draumurinn um kaffihúsið varð að veruleika. Ekki aðeins var Ósk að reka kaffihús heldur einnig í skapandi umhverfi í Listasafni Hafnarfjarðar umhverfi sem átti vel við hana. Kaffihúsið rak Ósk í sjö ár og segist telja nokkuð líklegt að hún sé ein af þeim sem þar hafa verið með reksturinn hvað lengst. Lífið er stútfullt af ævintýrum segir Ósk, sem líður vel á líkama og sál í dag. En á fertugsaldri var hún með brjósklos og mikið verkjuð, neikvæð og oft pirruð í skapi. Ósk afsakaði sjálfa sig með því að kenna bara verkjunum um hegðun sína og neikvæðni, en vissi þó innst inni að hún þyrfti að breyta sjálfri sér. Áður en Ósk bjó til Lærðu að elska þig þerapíuna þurfti hún hins vegar fyrst að ganga í gegnum fleiri uppsveiflur og niðursveiflur í lífi og starfi. Síðari hluti viðtalsins við Ósk verður birtur á Vísi klukkan 8 á sunnudagsmorgun, annan í jólum. Draumastarfið en þoldi ekki sjálfa sig Árin liðu. Dagarnir á kaffihúsinu voru oft langir og strangir og þar sem Ósk glímdi við gamalt brjósklos reyndi sérstaklega á fæturna þar sem hún ýmist stóð við afgreiðsluna eða var á hlaupum. Ósk var því verkjuð alla daga og segir skapið hafa verið eftir því. Ég man eitt sinn sem ég missti mig við viðskiptavin. Eiginlega trylltist, varð reið í stað þess að biðjast afsökunar og endurgreiða manninum. Svona var ég orðin. Neikvæð og alltaf eins og hengd upp á þráð. Innst inni gerði ég mér grein fyrir því hvernig ég var orðin og fannst það ömurlegt,“ segir Ósk og bætir við: „En ég vissi ekki hvernig ég ætti að breytast og sannfærði sjálfa mig því um að þetta væru bara afleiðingar af verkjunum og brjósklosinu. Allt myndi lagast þegar að ég kæmist í aðgerð.“ Sem það þó gerði ekki. „Það breyttist ekkert eftir aðgerð annað en það að verkirnir hurfu. En mér fannst ég ekki ráða neitt við neitt og leið ömurlega,“ segir Ósk. Vanlíðan. Neikvæðni. Lágt sjálfsmat. Erfiðar skapsveiflur. Streita. Og óttinn við að standa sig ekki. Á fertugsaldri var staðan því þannig hjá Ósk að henni leið ömurlega og var í reynd hætt að þola sjálfa sig. Í kynningartexta um þennan tíma skrifar Ósk sjálf: Viðstöðulaus vanlíðan og vonbrigði juku streituna og á endanum var ég með vanvirkt ónæmiskerfi sem gerði það að verkum að það fór að bera á ofnæmi fyrir fjölmörgum fæðutegundum, meltingatruflunum, orkuleysi og öðrum vandamálum. Persónulega þoldi ég ekki sjálfa mig þar sem hegðun mín, framkoma og lífssýn voru orðin virkilega brengluð og neikvæð.“ Lítið vissi Ósk þá um það sem framundan var: Nýtt líf og upprisa. Mamma Mía hvað það var gaman! En líka niðursveifla, skilnaður og andlegt og fjárhagslegt þrot. Enn var um áratugur þar til Lærðu að elska þig þerapían varð til og ljóst að alheimurinn ætlaði Ósk að læra meira um sjálfa sig og lífið, áður en að þeim lífsins kafla kæmi. Síðari hluti viðtalsins við Ósk verður birtur á Vísi klukkan átta á morgun, annan í jólum.
Helgarviðtal Atvinnulífsins Heilsa Íslendingar erlendis Starfsframi Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Sjá meira