Sýknaður en situr uppi með lögfræðikostnað Jakob Bjarnar skrifar 17. desember 2021 16:29 Helgi Seljan þótti af dómurum Landréttar hafa sýnt afar fagmannleg vinnubrögð í viðkvæmu máli. vísir/vilhelm Helgi Seljan og RÚV voru sótt til saka af manni sem var ósáttur við ummæli fyrrverandi eiginkonu hans sem féllu í Kastljósþætti í ágúst 2015. Helgi segir dóminn að efni til fagnaðarefni en dómaframkvæmdin er áhyggjuefni. „Þetta var afgerandi í héraðsdómi. Ég er ekki búinn að lesa dóminn en það sem mér hefur verið tjáð um niðurstöðuna er þetta á sömu lund. Þetta gat ekki farið öðru vísi,“ segir Helgi í samtali við Vísi. Helgi er að vonum ánægður með niðurstöðuna en ekki allskostar ánægður með að málskostnaður hafi verið felldur niður. „Það sem situr eftir, eins og í héraðsdómi, nú á tveimur dómsstigum, er að búið er að sýkna mig. Eðlilega. Engu að síður er sá sem stefndi mér ranglega ekki látinn bera málskostnað umfram sinn eigin. Ég er dæmdur til að bera kostnað af því að hafa þurft að verja hendur mínar. Það náttúrlega gengur ekki að kerfið virki svona.“ Fjölmiðlar í vonlausri stöðu Helgi segir að þetta, sem oft hefur verið gagnrýnt, sé beinlínist til þess fallið að lama fjölmiðla. „Fyrir Ríkisútvarpið þarf þetta ekki að reynast úrslitaatriði. En fyrir litla fjölmiðla virkar þetta letjandi. Það er hægt að setja fjölmiðla á hliðina með tilhæfulausum málarekstri eins og þessum, séu menn þannig innréttaðir og eigi til þess nóg af peningum og tíma sem virðist fara saman í einhverjum tilfellum. Eins og oft hefur verið bent á. Þetta getur ekki gengið svona.“ Helgi bendir á, og hefur það eftir lögmanni sínum Gunnari Inga Jóhannssyni sem gjörþekkir þennan málaflokk, að málskostnaður í málum sem þessum geti oft verið miklu hærri en bæturnar sem verið er að takast á um. Dæmi eru um að hjá litlum fjölmiðlafyrirtækjum sem hafa fengið yfir sig svona skelli í röðum, án þess að hafa nokkuð gert af sér að lögfræðikostnaður hafi verið hæsti útgjaldaliður, eða á pari við launakostnað, þegar svona hefur gengið til. „Það sér hver maður að þetta er leið til að knésetja fjölmiðla með hjálp dómsvaldsins. Án þess að menn hafi nokkuð sér til saka unnið,“ segir Helgi. Ofbeldi, andlegt og líkamlegt En að málinu sem slíku. Í þættinum ræddi konan reynslu sína sem brotaþoli í nálgunarbannsmálum og hvernig lögregla hafi tekið á hennar málum. Lýsti hún hvernig hún lifði í stöðum ótta eftir að hafa sætt ónæði og hótunum frá fyrrverandi maka og hvernig hann hafi brotið nálgunarbann. Það var hins vegar ekki fyrr en fjórum árum eftir sýningu þáttarins sem maðurinn kærir og krafðist þá ómerkingar á tíu ummælum Helga í þættinum. Hann vildi fjórar milljónir í skaðabætur og afsökunarbeiðni; að niðurstaða dóms yrði umfjöllunarefni í fréttum Ríkisútvarpsins og á vef stofnunarinnar, bæði á íslensku og pólsku. Meðal ummæla Helga sem krafist var að yrðu dæmd dauð og ómerk voru: „að sögn hennar fór hann fljótlega að beita hana ofbeldi, bæði andlegu og líkamlegu, eitt sinn var [konan] svo bólgin og marin í andliti eftir ofbeldi mannsins, að hún var frá vinnu í heila viku og neyddist til að leita til læknis.“ Vísir greindi skilmerkilega frá niðurstöðu héraðsdóms á sínum tíma, sem sýknaði Helga og Ríkisútvarpið, að ummælin hafi verið réttlætanleg vegna samfélagslegrar skírskotunar þeirra og framlags umfjöllunarefnisins til mikilvægrar þjóðfélagsumræðu. Og ekki var talið að gengið hafi verið nær einkalífi stefnanda en óhjákvæmilegt var. Umfjöllunaefnið væri eðli máls samkvæmt viðkvæmt en umfjöllunin hafi verið fagleg. Fagleg umfjöllun en málskostnaður felldur niður Ekki var á það fallist að Helgi hafi borið út ósannar og meiðandi staðhæfingar gegn betri vitund. Þessu vildi maðurinn ekki una og áfrýjaði hann málinu til Landsréttar sem gerði enga athugasemd við dóm sem féll í héraði og staðfesti hann. Svigrúmi fjölmiðla til að beita ögrandi framsetningu við miðlun frétta fylgdi sú krafa að þeir væru í góðri trú, byggðu á traustum grunni og störfuðu í samræmi við góða starfshætti blaðamanna með hliðsjón af dómaframkvæmd mannréttindadómsstóls Evrópu. Sú hafi verið raunin og efnið sett fram með óhlutdrægum hætti. Hinn áfrýjaði dómur staðfestur og málskostnaður fyrir Landsrétti felldur niður. Landsréttardómararnir Ásmundur Helgason, Davíð Þór Björgvinsson og Símon Sigvaldason felldu dóminn. Fjölmiðlar Dómsmál Ríkisútvarpið Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Fleiri fréttir Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Sjá meira
„Þetta var afgerandi í héraðsdómi. Ég er ekki búinn að lesa dóminn en það sem mér hefur verið tjáð um niðurstöðuna er þetta á sömu lund. Þetta gat ekki farið öðru vísi,“ segir Helgi í samtali við Vísi. Helgi er að vonum ánægður með niðurstöðuna en ekki allskostar ánægður með að málskostnaður hafi verið felldur niður. „Það sem situr eftir, eins og í héraðsdómi, nú á tveimur dómsstigum, er að búið er að sýkna mig. Eðlilega. Engu að síður er sá sem stefndi mér ranglega ekki látinn bera málskostnað umfram sinn eigin. Ég er dæmdur til að bera kostnað af því að hafa þurft að verja hendur mínar. Það náttúrlega gengur ekki að kerfið virki svona.“ Fjölmiðlar í vonlausri stöðu Helgi segir að þetta, sem oft hefur verið gagnrýnt, sé beinlínist til þess fallið að lama fjölmiðla. „Fyrir Ríkisútvarpið þarf þetta ekki að reynast úrslitaatriði. En fyrir litla fjölmiðla virkar þetta letjandi. Það er hægt að setja fjölmiðla á hliðina með tilhæfulausum málarekstri eins og þessum, séu menn þannig innréttaðir og eigi til þess nóg af peningum og tíma sem virðist fara saman í einhverjum tilfellum. Eins og oft hefur verið bent á. Þetta getur ekki gengið svona.“ Helgi bendir á, og hefur það eftir lögmanni sínum Gunnari Inga Jóhannssyni sem gjörþekkir þennan málaflokk, að málskostnaður í málum sem þessum geti oft verið miklu hærri en bæturnar sem verið er að takast á um. Dæmi eru um að hjá litlum fjölmiðlafyrirtækjum sem hafa fengið yfir sig svona skelli í röðum, án þess að hafa nokkuð gert af sér að lögfræðikostnaður hafi verið hæsti útgjaldaliður, eða á pari við launakostnað, þegar svona hefur gengið til. „Það sér hver maður að þetta er leið til að knésetja fjölmiðla með hjálp dómsvaldsins. Án þess að menn hafi nokkuð sér til saka unnið,“ segir Helgi. Ofbeldi, andlegt og líkamlegt En að málinu sem slíku. Í þættinum ræddi konan reynslu sína sem brotaþoli í nálgunarbannsmálum og hvernig lögregla hafi tekið á hennar málum. Lýsti hún hvernig hún lifði í stöðum ótta eftir að hafa sætt ónæði og hótunum frá fyrrverandi maka og hvernig hann hafi brotið nálgunarbann. Það var hins vegar ekki fyrr en fjórum árum eftir sýningu þáttarins sem maðurinn kærir og krafðist þá ómerkingar á tíu ummælum Helga í þættinum. Hann vildi fjórar milljónir í skaðabætur og afsökunarbeiðni; að niðurstaða dóms yrði umfjöllunarefni í fréttum Ríkisútvarpsins og á vef stofnunarinnar, bæði á íslensku og pólsku. Meðal ummæla Helga sem krafist var að yrðu dæmd dauð og ómerk voru: „að sögn hennar fór hann fljótlega að beita hana ofbeldi, bæði andlegu og líkamlegu, eitt sinn var [konan] svo bólgin og marin í andliti eftir ofbeldi mannsins, að hún var frá vinnu í heila viku og neyddist til að leita til læknis.“ Vísir greindi skilmerkilega frá niðurstöðu héraðsdóms á sínum tíma, sem sýknaði Helga og Ríkisútvarpið, að ummælin hafi verið réttlætanleg vegna samfélagslegrar skírskotunar þeirra og framlags umfjöllunarefnisins til mikilvægrar þjóðfélagsumræðu. Og ekki var talið að gengið hafi verið nær einkalífi stefnanda en óhjákvæmilegt var. Umfjöllunaefnið væri eðli máls samkvæmt viðkvæmt en umfjöllunin hafi verið fagleg. Fagleg umfjöllun en málskostnaður felldur niður Ekki var á það fallist að Helgi hafi borið út ósannar og meiðandi staðhæfingar gegn betri vitund. Þessu vildi maðurinn ekki una og áfrýjaði hann málinu til Landsréttar sem gerði enga athugasemd við dóm sem féll í héraði og staðfesti hann. Svigrúmi fjölmiðla til að beita ögrandi framsetningu við miðlun frétta fylgdi sú krafa að þeir væru í góðri trú, byggðu á traustum grunni og störfuðu í samræmi við góða starfshætti blaðamanna með hliðsjón af dómaframkvæmd mannréttindadómsstóls Evrópu. Sú hafi verið raunin og efnið sett fram með óhlutdrægum hætti. Hinn áfrýjaði dómur staðfestur og málskostnaður fyrir Landsrétti felldur niður. Landsréttardómararnir Ásmundur Helgason, Davíð Þór Björgvinsson og Símon Sigvaldason felldu dóminn.
Fjölmiðlar Dómsmál Ríkisútvarpið Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Fleiri fréttir Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Sjá meira