Innlent

Tekinn á 170 km/klst og talinn Covid-smitaður

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
 Grunur er um að ökumaðurinn hafi átt að vera í einangrun.
 Grunur er um að ökumaðurinn hafi átt að vera í einangrun. Vísir/Vilhelm

Ökumaður sem var tekinn við hraðakstur af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gær er grunaður um að hafa átt að vera í einangrun. 

Þetta segir á Twitter-síðu lögreglunnar en lögreglan birti í gær færslur með lýsingu á öllum útköllum og tilkynningum sem henni bárust. 

Meðal þess sem lögreglan greindi frá var að ökumaður hafi verið tekinn á 170 km hraða á götu þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90. Ekki nóg með það heldur er grunur um að ökumaðurinn hafi bæði verið ölvaður og átt að vera í einangrun, smitaður af Covid-19. 

Eins og gera má ráð fyrir var talsvert um að vera hjá lögreglunni svona á aðfaranótt laugardags. 

Hún var til að myndakölluð til af leigubílstjóra sem átti í vandræðum með viðskiptavin sem fékk sér blund í aftursætinu. Viðskiptavinurinn svaf svo fast að bílstjórinn náði ekki að vekja hann. 

Þá var tilkynnt um minnst tvö umferðaróhöpp þar sem grunur er um að ökumaður hafi verið ölvaður. 


Tengdar fréttir

Þriggja bíla árekstur við Sprengisand

Þriggja bíla árekstur varð í mikilli umferð við Sprengisand undir kvöld. Lögreglan segir að tveir bílar hafi verið dregnir af vettvangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×