Ákvörðun Persónuverndar hafi áhrif á skólastarf um land allt Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 18. desember 2021 14:59 Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Vísir Reykjavíkurborg telur að ákvörðun Persónuverndar, sem varðar innleiðingu á upplýsingakerfinu Seesaw, muni hafa áhrif á skólastarf víða um land. Reykjavíkurborg leggur nú mat á réttarstöðu sína. Reykjavíkurborg hefur notað upplýsingaforritið í grunnskólum í sveitarfélaginu. Í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að forritið sé gagnvirk kennslulausn, sem býður nemendum upp á að vinna verkefni, fá leiðréttingar og endurgjöf með rafrænum hætti. Persónuvernd telur að vinnsla upplýsinga um grunnskólanemendur með notkun forritisins hafi ekki verið í samræmi við ákvæði persónuverndarlaga. Í ákvörðuninni segir að rafræn kerfi séu vitaskuld hentug að einhverju leyti, en ekki geti verið unnt að safna upplýsingum um nemendur í tiltekið upplýsingakerfi eins og Reykjavíkurborg hafi gert. Upplýsingasöfnunin væri ekki nauðsynleg að mati stofnunarinnar. Reykjavíkurborg hyggst eyða persónuupplýsingum Í fréttatilkynningunni segir að Reykjavíkurborg hafi strax hafist handa við að taka kerfið úr allri notkun samhliða eyðingu persónuupplýsinga í samræmi við ákvörðun Persónuverndar. Þá þurfi að fara vandlega yfir hvaða áhrif niðurstaðan hefur haft á starf í framhaldsskólum. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundassviðs Reykjavíkurborgar, segir að niðurstaða stofnunarinnar leiði til þess að skólum um allt land sé ókleift að innleiða tæknilausnir í óbreyttu umhverfi. Fara þurfi vandlega yfir stöðu mála. „Þessi ákvörðun hefur áhrif á alla grunnskóla sem og sveitarfélög landsins. Það er mikilvægt að standa vörð um upplýsingaöryggi nemenda en kröfur Persónuverndar til starfsfólks grunnskólanna verða að vera raunhæfar og í samræmi við persónuverndarreglugerðina og útgefnar leiðbeiningar stofnunarinnar,“ segir Helgi meðal annars. Persónuvernd Skóla - og menntamál Reykjavík Grunnskólar Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Reykjavíkurborg hefur notað upplýsingaforritið í grunnskólum í sveitarfélaginu. Í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að forritið sé gagnvirk kennslulausn, sem býður nemendum upp á að vinna verkefni, fá leiðréttingar og endurgjöf með rafrænum hætti. Persónuvernd telur að vinnsla upplýsinga um grunnskólanemendur með notkun forritisins hafi ekki verið í samræmi við ákvæði persónuverndarlaga. Í ákvörðuninni segir að rafræn kerfi séu vitaskuld hentug að einhverju leyti, en ekki geti verið unnt að safna upplýsingum um nemendur í tiltekið upplýsingakerfi eins og Reykjavíkurborg hafi gert. Upplýsingasöfnunin væri ekki nauðsynleg að mati stofnunarinnar. Reykjavíkurborg hyggst eyða persónuupplýsingum Í fréttatilkynningunni segir að Reykjavíkurborg hafi strax hafist handa við að taka kerfið úr allri notkun samhliða eyðingu persónuupplýsinga í samræmi við ákvörðun Persónuverndar. Þá þurfi að fara vandlega yfir hvaða áhrif niðurstaðan hefur haft á starf í framhaldsskólum. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundassviðs Reykjavíkurborgar, segir að niðurstaða stofnunarinnar leiði til þess að skólum um allt land sé ókleift að innleiða tæknilausnir í óbreyttu umhverfi. Fara þurfi vandlega yfir stöðu mála. „Þessi ákvörðun hefur áhrif á alla grunnskóla sem og sveitarfélög landsins. Það er mikilvægt að standa vörð um upplýsingaöryggi nemenda en kröfur Persónuverndar til starfsfólks grunnskólanna verða að vera raunhæfar og í samræmi við persónuverndarreglugerðina og útgefnar leiðbeiningar stofnunarinnar,“ segir Helgi meðal annars.
Persónuvernd Skóla - og menntamál Reykjavík Grunnskólar Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira