Fótbolti

Enska úrvalsdeildin í vandræðum | Krísufundur á mánudag

Sigurður Orri Kristjánsson skrifar
Áhorfendur á leik í dieldinni
Áhorfendur á leik í dieldinni EPA-EFE/Vickie Flores

Boðað hefur verið til fundar hjá forsvarsmönnum liðanna í ensku úrvalsdeildinni á mánudaginn vegna mikillar fjölgunnar á kórónuveirusmitum í deildinni bæði hjá leikmönnum og starfsliði.

Úrvalsdeildin er í talsverðri krísu þessa dagana vegna fjölgunnar smita, ekki síst vegna þess að deildin hagnast talsvert í kringum jólin enda deildin ómissandi hluti af jólahaldinu hjá mörgum.

Nú þegar hefur öllum leikjum dagsins nema einum verið frestað ásamt mörgum leikjum í Championship deildinni. Á morgun er búið að fresta leik Everton og Leicester City en hinir þrír leikir sunnudagsins eru ennþá á dagskrá.

Þrátt fyrir allt þetta hefur stjórnarformaður ensku deildanna, Rick Parry, látið hafa eftir sér að enska Úrvalsdeildin verði ekki stöðvuð. Búið er að boða til fundar á mánudaginn þar sem væntanlega verða ræddar aðgerðir vegna þess vanda sem nú er uppi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×