Fauci segir alveg ljóst að þetta afbrigði hafi ótrúlega mikla getu til að smitast milli manna og bendir hann á að afbrigðið sé nú í uppsveiflu víðast hvar um heiminn. Hefur hann biðlað til fólks að láta bólusetja sig og þiggja örvunarskammt og bera grímu þegar það ferðast.
Víða hefur verið hert á sóttvarnarreglum og hefur ferðatakmörkunum verið komið á í löndum á borð við Frakkland og Þýskaland. Í Hollandi hefur fólki verið sagt að halda sig heima yfir jólin.
Fauci tekur undir með þeim sérfræðingum sem hafa bent á að þótt ómíkron-afbrigðið valdi vægari veikindum í flestum tilfellum geti hinn mikli fjöldi smitaðra sett heilbrigðiskerfi landanna úr skorðum.
Von er á minnisblaði frá Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni nú með morgninum en búist er við að heilbrigðisráðherra kynni nýjar sóttvarnareglur eftir ríkisstjórnarfund á morgun.