Erlent

WHO hvetur fólk um allan heim til að aflýsa eða fresta jólaboðum

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Tedros Adhanom Ghebreyesus segir að taka þurfi erfiðar ákvarðanir til að vernda líf og heilsu.
Tedros Adhanom Ghebreyesus segir að taka þurfi erfiðar ákvarðanir til að vernda líf og heilsu. epa/Salvatore Di Nolfi

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hvetur fólk um allan heim til að aflýsa eða fresta jólaboðum og öðrum mannfögnuðum til að stemma stigu við útbreiðslu ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar.

Yfirmaður stofnunarinnar, Tedros Ghebreyesus, segir að erfiðar ákvarðanir verði að taka til að vernda mannslíf. Ómíkron-afbrigðið er nú orðið ráðandi í faraldrinum í Bandaríkjunum og Ghebreyesus segir ljóst að það sé að dreifast mun hraðar en delta-afbrigðið. 

Fjölmörg lönd hafa hert á samkomutakmörkunum síðustu daga og einna lengst hefur verið gengið í Hollandi þar sem fólki er sagt að halda sig heima. 

Í tilkynningu frá Hvíta húsinu í Bandaríkjunum frá því gær kemur fram að Joe Biden forseti hafi ekki í hyggju að koma á útgöngubanni en Anthony Fauci sóttvarnalæknir hefur þó hvatt fólk til að draga úr ferðalögum um hátíðarnar til að stemma stigu við útbreiðslu faraldursins.

Fólk bíður í langri röð eftir að komast í sýnatöku í New York.AP/Seth Wenig



Fleiri fréttir

Sjá meira


×