Vivaldi fyrsti vafrinn fyrir Android Automotive OS Samúel Karl Ólason skrifar 22. desember 2021 14:05 Vafrinn Vivaldi er nú í boði í Polestar 2 og er fyrst vafrinn sem fáanlegur er í Android-stýrikerfi fyrir bíla, Android Automotive OS. Um samstarf við sænska rafmagnsbílaframleiðandann Polestar er að ræða. Í tilkynningu frá Vivaldi segir að forsvarsmenn Polestar hafi viljað bregðast við kröfum eigenda bíla um að fá fullhlaðinn vafra í bílinn svo hægt væri að skoða netið þar eins og á öðrum tækjum. Frumkvöðullinn Jón von Tetzchner er forstjóri Vivaldi. Fyrirtækið er með höfuðstöðvar í Osló en fyrirtækið er einnig með starfsstöð á Eiðistorgi á Seltjarnarnesi og í Boston í Bandaríkjunum. „Við erum mjög stolt af því að kynna vafrann okkar fyrir bílum í fyrsta sinn og sérstaklega í samvinnu við bílategund eins og Polestar. Við deilum sömu sýn á tækni og sjálfbærni. Við metum gagnsæi, friðhelgi og ábyrga nýsköpun – Hér má líka nefna þá staðreynd að við erum með netþjónana okkar á Íslandi, sem er einmitt eitt af nýjustu markaðssvæðum Polestar. Við setjum markið hátt í samkeppninni á vaframarkaði og tökum Skandinavíska nálgun á hönnun, en hún byggir á trausti og því að hlusta á notendur okkar,” segir Jón Stephenson Thomas Ingenlath, forstjóri Polestar segir Vivaldi kærkomna jólagjöf til notenda. „Nú eru í raun engin takmörk á því efni sem þú getur nálgast á netinu í Polestar 2. Nú getur þú notað Vivaldi til að streyma uppáhalds efninu þínu, fréttum og vefforritum beint úr bílnum.“ Þessi útgáfa Vivaldi er með öllum sömu eiginleikum og í öðrum tækjum. Má þar nefna flipavafra, innbyggða auglýsinga- og rekjaravörn, þýðingum, minnismiðum og samstillingu með dulkóðun. Í áðurnefndri tilkynningu segir að vegna öryggis sé einungis hægt að nota vafrann þegar bíllinn sé í kyrrstöðu. Þá haldi streymi á efni bara áfram með hljóði þegar akstur hefst. Bílar Tengdar fréttir Vivaldi með nýjungar til að forðast gagnasöfnun tæknirisa Í fréttatilkynningu frá Vivaldi segir að með nýrri útgáfu vafrans, Vivaldi 4.0 sem kynnt er til sögunnar í dag, bjóðist notendum enn fleiri þjónustur en áður sem gerir fólki kleift að forðast upplýsingaöflun gagnaheildsala og tæknirisa. 9. júní 2021 09:01 Ekki hægt að rekja neinar ferðir notenda Vivaldi vafrans „Nú sem aldrei fyrr þarfnast mannkynið vafra sem er opinn og virkar vel en er líka öruggur og veitir notendum friðhelgi" er meðal annars haft eftir Jóni von Tetzhner í tilkynningu frá Vivaldi. 22. apríl 2020 16:00 Jóni von Tetzchner er alveg sama hvað þú gerir á netinu Frumkvöðullinn segir rangt af stórfyrirtækjum eins og Apple, Google og Microsoft að safna og selja upplýsingar um notendur sína. 30. október 2018 09:00 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Í tilkynningu frá Vivaldi segir að forsvarsmenn Polestar hafi viljað bregðast við kröfum eigenda bíla um að fá fullhlaðinn vafra í bílinn svo hægt væri að skoða netið þar eins og á öðrum tækjum. Frumkvöðullinn Jón von Tetzchner er forstjóri Vivaldi. Fyrirtækið er með höfuðstöðvar í Osló en fyrirtækið er einnig með starfsstöð á Eiðistorgi á Seltjarnarnesi og í Boston í Bandaríkjunum. „Við erum mjög stolt af því að kynna vafrann okkar fyrir bílum í fyrsta sinn og sérstaklega í samvinnu við bílategund eins og Polestar. Við deilum sömu sýn á tækni og sjálfbærni. Við metum gagnsæi, friðhelgi og ábyrga nýsköpun – Hér má líka nefna þá staðreynd að við erum með netþjónana okkar á Íslandi, sem er einmitt eitt af nýjustu markaðssvæðum Polestar. Við setjum markið hátt í samkeppninni á vaframarkaði og tökum Skandinavíska nálgun á hönnun, en hún byggir á trausti og því að hlusta á notendur okkar,” segir Jón Stephenson Thomas Ingenlath, forstjóri Polestar segir Vivaldi kærkomna jólagjöf til notenda. „Nú eru í raun engin takmörk á því efni sem þú getur nálgast á netinu í Polestar 2. Nú getur þú notað Vivaldi til að streyma uppáhalds efninu þínu, fréttum og vefforritum beint úr bílnum.“ Þessi útgáfa Vivaldi er með öllum sömu eiginleikum og í öðrum tækjum. Má þar nefna flipavafra, innbyggða auglýsinga- og rekjaravörn, þýðingum, minnismiðum og samstillingu með dulkóðun. Í áðurnefndri tilkynningu segir að vegna öryggis sé einungis hægt að nota vafrann þegar bíllinn sé í kyrrstöðu. Þá haldi streymi á efni bara áfram með hljóði þegar akstur hefst.
Bílar Tengdar fréttir Vivaldi með nýjungar til að forðast gagnasöfnun tæknirisa Í fréttatilkynningu frá Vivaldi segir að með nýrri útgáfu vafrans, Vivaldi 4.0 sem kynnt er til sögunnar í dag, bjóðist notendum enn fleiri þjónustur en áður sem gerir fólki kleift að forðast upplýsingaöflun gagnaheildsala og tæknirisa. 9. júní 2021 09:01 Ekki hægt að rekja neinar ferðir notenda Vivaldi vafrans „Nú sem aldrei fyrr þarfnast mannkynið vafra sem er opinn og virkar vel en er líka öruggur og veitir notendum friðhelgi" er meðal annars haft eftir Jóni von Tetzhner í tilkynningu frá Vivaldi. 22. apríl 2020 16:00 Jóni von Tetzchner er alveg sama hvað þú gerir á netinu Frumkvöðullinn segir rangt af stórfyrirtækjum eins og Apple, Google og Microsoft að safna og selja upplýsingar um notendur sína. 30. október 2018 09:00 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Vivaldi með nýjungar til að forðast gagnasöfnun tæknirisa Í fréttatilkynningu frá Vivaldi segir að með nýrri útgáfu vafrans, Vivaldi 4.0 sem kynnt er til sögunnar í dag, bjóðist notendum enn fleiri þjónustur en áður sem gerir fólki kleift að forðast upplýsingaöflun gagnaheildsala og tæknirisa. 9. júní 2021 09:01
Ekki hægt að rekja neinar ferðir notenda Vivaldi vafrans „Nú sem aldrei fyrr þarfnast mannkynið vafra sem er opinn og virkar vel en er líka öruggur og veitir notendum friðhelgi" er meðal annars haft eftir Jóni von Tetzhner í tilkynningu frá Vivaldi. 22. apríl 2020 16:00
Jóni von Tetzchner er alveg sama hvað þú gerir á netinu Frumkvöðullinn segir rangt af stórfyrirtækjum eins og Apple, Google og Microsoft að safna og selja upplýsingar um notendur sína. 30. október 2018 09:00