Brúneggjamálinu vísað frá dómi Jakob Bjarnar skrifar 22. desember 2021 16:13 Ekki er víst að málinu sé lokið þó héraðsdómur hafi vísað máli eigenda Brúneggja frá en þeir óskuðu eftir því að félagið yrði tekið til gjaldþrotaskipta í mars 2017, eftir að umfjöllun um slæman aðbúnað hænsna fyrirtækisins birtist í Kastljósi í lok árs 2016. Vísir/Getty Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað máli tveggja helstu hluthafa í Brúnegg ehf gegn Ríkisútvarpinu og MAST frá dómi. Bali ehf og Geysir – fjárfestingarfélag ehf. höfðuðu mál gegn Ríkisútvarpinu og Matvælastofnun, þá til viðurkenningar á skaðabótaskyldu gegn sér vegna tjóns sem Brúnegg ehf og eftir atvikum þeir sjálfir hafi mátt þola sökum undirbúnings, ummæla og umfjöllunar um málefni Brúneggja ehf. í fréttaskýringaþættinum Kastljós. Og til heimtu málskostnaðar. Dómarinn féllst á frávísunarkröfu RÚV og MAST Í Kastljósþætti í nóvember 2016 kom fram að eggjaframleiðandinn Brúnegg ehf. hefði blekkt neytendur á sama tíma og fyrirtækið stóð frammi fyrir vörslusviptingaraðgerð Matvælastofnunar á hænum í eigu fyrirtækisins. Á umbúðum eggja sem framleidd eru af fyrirtækinu er tekið fram að velferð dýranna séu í hávegum höfð, þrátt fyrir að svo sé ekki. Málið vakti mikla athygli og var til umfjöllunar í fjölmiðlum, bæði að efni til og svo eftirmálar. Brúnegg ehf voru tekin til gjaldþrotaskipta í mars árið 2017, nokkrum mánuðum eftir umfjöllun Kastljóss um fyrirtækið, þar sem margar verslanir og verslanakeðjur tóku eggin úr sölu hjá sér í kjölfar umfjöllunar Kastljóss. Sem eru talsverð umskipti því 2015 nam hagnaður Brúneggja 41,8 milljónum króna. Héraðsdómur féllst hins vegar á frávísunarkröfu stefndu og vísaði málinu frá dómi. Bali ehf. og Geysir fjárfestingarfélag ehf er gert að greiða sameiginlega stefndu, það eru Ríkisútvarpinu ohf og Matvælastofnun, hvorum um sig 400 þúsund krónur í málskostnað. Þau hjá Ríkisútvarpinu fagna niðurstöðunni og bíða átekta Þegar málið kom upp tjáði Þóra Arnórsdóttir ritstjóri Kastljóss sig um stefnuna og sagðist ekki hafa af því þungar áhyggjur. Málið hafi verið vel unnið og öll gögn séu enn til staðar til að styðja það sem þar hafi komið fram. Þóra Arnórsdóttir hafði ekki þungar áhyggjur af málarekstrinum þegar stefnan kom fram en sá hins vegar eftir tímanum sem færi í að verjast.EPA „En þetta eru nokkrar vikur af vinnu fyrir okkur. Við gerum ekkert annað á meðan. Við framleiðum ekki fréttir á meðan,“ sagði Þóra þá um málareksturinn. Vísir náði ekki í Þóru nú vegna niðurstöðunnar í málinu, hún er stödd á Grænlandi en Margrét Magnúsdóttir skrifstofustjóri Ríkisútvarpsins sagði að stofnunin fagnaði niðurstöðunni. Þau hjá RÚV ætli nú að bíða og sjá hvað þeir sem stefndu geri, hvort þeir áfrýi til Landsréttar. Þó málskostnaður sé ekki metinn hár af dómara liggi ekkert fyrir um hvort þeim lið verði áfrýjað af hálfu Ríkisútvarpsins. Dómsmál Fjölmiðlar Neytendur Ríkisútvarpið Matur Brúneggjamálið Tengdar fréttir Sýknaður en situr uppi með lögfræðikostnað Helgi Seljan og RÚV voru sótt til saka af manni sem var ósáttur við ummæli fyrrverandi eiginkonu hans sem féllu í Kastljósþætti í ágúst 2015. Helgi segir dóminn að efni til fagnaðarefni en dómaframkvæmdin er áhyggjuefni. 17. desember 2021 16:29 Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Sjá meira
Bali ehf og Geysir – fjárfestingarfélag ehf. höfðuðu mál gegn Ríkisútvarpinu og Matvælastofnun, þá til viðurkenningar á skaðabótaskyldu gegn sér vegna tjóns sem Brúnegg ehf og eftir atvikum þeir sjálfir hafi mátt þola sökum undirbúnings, ummæla og umfjöllunar um málefni Brúneggja ehf. í fréttaskýringaþættinum Kastljós. Og til heimtu málskostnaðar. Dómarinn féllst á frávísunarkröfu RÚV og MAST Í Kastljósþætti í nóvember 2016 kom fram að eggjaframleiðandinn Brúnegg ehf. hefði blekkt neytendur á sama tíma og fyrirtækið stóð frammi fyrir vörslusviptingaraðgerð Matvælastofnunar á hænum í eigu fyrirtækisins. Á umbúðum eggja sem framleidd eru af fyrirtækinu er tekið fram að velferð dýranna séu í hávegum höfð, þrátt fyrir að svo sé ekki. Málið vakti mikla athygli og var til umfjöllunar í fjölmiðlum, bæði að efni til og svo eftirmálar. Brúnegg ehf voru tekin til gjaldþrotaskipta í mars árið 2017, nokkrum mánuðum eftir umfjöllun Kastljóss um fyrirtækið, þar sem margar verslanir og verslanakeðjur tóku eggin úr sölu hjá sér í kjölfar umfjöllunar Kastljóss. Sem eru talsverð umskipti því 2015 nam hagnaður Brúneggja 41,8 milljónum króna. Héraðsdómur féllst hins vegar á frávísunarkröfu stefndu og vísaði málinu frá dómi. Bali ehf. og Geysir fjárfestingarfélag ehf er gert að greiða sameiginlega stefndu, það eru Ríkisútvarpinu ohf og Matvælastofnun, hvorum um sig 400 þúsund krónur í málskostnað. Þau hjá Ríkisútvarpinu fagna niðurstöðunni og bíða átekta Þegar málið kom upp tjáði Þóra Arnórsdóttir ritstjóri Kastljóss sig um stefnuna og sagðist ekki hafa af því þungar áhyggjur. Málið hafi verið vel unnið og öll gögn séu enn til staðar til að styðja það sem þar hafi komið fram. Þóra Arnórsdóttir hafði ekki þungar áhyggjur af málarekstrinum þegar stefnan kom fram en sá hins vegar eftir tímanum sem færi í að verjast.EPA „En þetta eru nokkrar vikur af vinnu fyrir okkur. Við gerum ekkert annað á meðan. Við framleiðum ekki fréttir á meðan,“ sagði Þóra þá um málareksturinn. Vísir náði ekki í Þóru nú vegna niðurstöðunnar í málinu, hún er stödd á Grænlandi en Margrét Magnúsdóttir skrifstofustjóri Ríkisútvarpsins sagði að stofnunin fagnaði niðurstöðunni. Þau hjá RÚV ætli nú að bíða og sjá hvað þeir sem stefndu geri, hvort þeir áfrýi til Landsréttar. Þó málskostnaður sé ekki metinn hár af dómara liggi ekkert fyrir um hvort þeim lið verði áfrýjað af hálfu Ríkisútvarpsins.
Dómsmál Fjölmiðlar Neytendur Ríkisútvarpið Matur Brúneggjamálið Tengdar fréttir Sýknaður en situr uppi með lögfræðikostnað Helgi Seljan og RÚV voru sótt til saka af manni sem var ósáttur við ummæli fyrrverandi eiginkonu hans sem féllu í Kastljósþætti í ágúst 2015. Helgi segir dóminn að efni til fagnaðarefni en dómaframkvæmdin er áhyggjuefni. 17. desember 2021 16:29 Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Sjá meira
Sýknaður en situr uppi með lögfræðikostnað Helgi Seljan og RÚV voru sótt til saka af manni sem var ósáttur við ummæli fyrrverandi eiginkonu hans sem féllu í Kastljósþætti í ágúst 2015. Helgi segir dóminn að efni til fagnaðarefni en dómaframkvæmdin er áhyggjuefni. 17. desember 2021 16:29