Innlent

At­burða­rásinni svipar til að­draganda gossins

Eiður Þór Árnason og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa
Kristín Jónsdóttir, fagstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands.
Kristín Jónsdóttir, fagstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands. Vísir/vilhelm

Jarðskjálftahrinan á Reykjanesi er enn í fullum gangi þó stórum skjálftum hafi farið fækkandi með deginum. Skjálftavirknin á Reykjanesi er að færast til suðvesturs og er núna á nákvæmlega sama stað og kvikugangurinn sem myndaðist í vor áður en gos hófst í Geldingadölum.

Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum lýsti í dag yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinunnar við Fagradalsfjall.

„Þetta er auðvitað gríðarlega öflug virkni sem er í gangi þarna og jókst til muna í nótt þegar hver skjálftinn á fætur öðrum riðu þarna yfir,“ sagði Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofu Íslands, í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Í raun sé um að ræða svipaða atburðarás og átti sér stað í aðdraganda gossins.

„Það er eins og kvika sé að troða sér upp inn í jarðskorpuna á miklu dýpi og inn á þennan nákvæmlega sama stað og hún gerði áður. Hvort að kvikan komist svo upp á yfirborðið vitum við ekki og hvort hún komi upp í Geldingadölum eða einhvers annarstaðar yfir kvikuganginum sem er níu kílómetra langur, það vitum við ekki heldur.“

Skjálftavirknin er nú sunnar í kvikuganginum en í vor. Óljóst er hvort það sé ástæða til að hafa áhyggjur af því að kvika muni frekar koma upp þar.

„Hún gerði það ekki síðast þannig ég myndi segja að það séu mestar líkur á því að þetta komi upp á sömu stöðum og áður en það er auðvitað töluverð óvissa,“ segir Kristín.


Tengdar fréttir

Ó­þægi­legt að fá skjálfta­hrinu rétt fyrir jól

Grind­víkingar taka skjálfta­hrinunni sem nú gengur yfir á Reykja­nesinu með ró og reyna að halda sinni rútínu fyrir há­tíðirnar. Hún vekur þó upp ó­þægi­legar minningar frá stóru hrinunni í byrjun árs og vöknuðu margir upp við vondan draum í nótt að sögn bæjar­stjórans.

Skjálftarnir líkjast undan­fara eld­goss

Jarðskjálftahrinan á Reykjanesi er mjög svipuð undanfara eldgossins sem hófst í Geldingadölum í vor. Prófessor í jarðeðlisfræði telur líklegt að kvika sé að brjóta sér leið upp að jarðskorpunni en segir alls ekki víst að hún muni skila sér á yfirborðið í eldgosi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×