Skeljungur stefnir að sölu fasteigna fyrir 8,8 milljarða Atli Ísleifsson skrifar 23. desember 2021 07:57 Jón Ásgeir Jóhannesson er stjórnarformaður Skeljungs. Vísir/Vilhelm Fasteignafélagið Kaldalón mun kaupa þrettán fasteignir af Skeljungi fyrir tæpa sex milljarða króna. Þá hefur Skeljungur samþykkt viljayfirlýsingar um sölu á fimm fasteignum til annarra aðila og á sömuleiðis í viðræðum um sölu á einni fasteign til viðbótar. Gangi öll viðskiptin eftir nemur áætlað söluvirði umræddra fasteigna 8.788 milljónum króna. Tilkynnt var um það í ágúst síðastliðinn að Skeljungur hefði tekið ákvörðun um að setja ákveðnar fasteignir og lóðir í formlegt söluferli með það í huga að leigja þær, ýmist að hluta eða að öllu leyti. Í tilkynningu til Kauphallar í gærkvöldi kom fram Skeljungur og Kaldalón hefðu gert með sér skilmálaskjal um helstu skilmála kaupsamnings vegna kaupa Kaldalóns á þrettán þessara eigna sem verða svo endurleigðar til langs tíma til Orkunnar sem er að fullu í eigu Skeljungs. Áætlað söluverð fasteignanna eru rétt tæpir sex milljarðar. Þær eignir sem um ræðir eru: Bústaðavegi 20, 108 Reykjavík, Búartorgi 6, 310 Borgarnesi, Dalvegi 20, 201 Kópavogi, Fiskislóð 29, 101 Reykjavík, Fitjum, 260 Reykjanesbæ, Grjóthálsi 8, 110 Reykjavík, Gylfaflöt 1, 112 Reykjavík, Hagasmára 9, 201 Kópavogi, Miklubraut 100, 105 Reykjavík, Miklubraut 101, 105 Reykjavík, Óseyrarbraut 2, 220 Hafnarfirði, Skagabraut 43, 300 Akranesi; og Suðurfelli 4, 111 Reykjavík. Áætlað söluverð fasteignanna er 5.989 milljónir króna sem greiðist annars vegar með reiðufé að lágmarki 3.593,4 milljónir króna og hins vegar með hlutum í Kaldalóni að verðmæti allt að 2.395,6 milljónir króna. Leigðar Orkunni til tuttugu ára Gert er ráð fyrir að fasteignirnar verði leigðar Orkunni IS ehf. til tuttugu ára og að Skeljungur veiti Kaldalóni móðurfélagsábyrgð fyrir leigugreiðslum í þrjátíu mánuði frá afhendingu. Að þeim tíma liðnum takai við hefðbundnar leigutryggingar. Nema áætluð leigugjöld Orkunnar vegna fasteignanna 493 milljónir króna á ársgrundvelli og 433 milljónir króna að teknu tilliti til lækkunar á rekstrarkostnaði eignanna. Áætlaðar leigutekjur Orkunnar vegna endurleigu eigna til þriðju aðila verða um 115 milljónir króna á ársgrundvelli. Tekið er fram að viðskiptin séu háð skilyrðum um að samkomulag náist um efni endanlegra kaup- og leigusamninga, að hluthafafundur Skeljungs samþykki viðskiptin og að niðurstöður áreiðanleikakannana verði jákvæðar. Þá segir að fulltrúar Strengs í stjórn Skeljungs hafi ekki tekið þátt í meðferð málsins þar sem Strengur fari með eignarhlut í bæði Skeljungi og Kaldalóni. Jón Ásgeir Jóhannesson er stjórnarformaður bæði Strengs og Skeljungs. Bensínstöð Orkunnar við Birkimel í Reykjavík.Vísir/Vilhelm Stefnt að sölu fleiri eigna Ennfremur segir frá því að Skeljungur hafi undirritað viljayfirlýsingu við F33 ehf., félags í eigu hjónanna Hilmars Þórs Kristinssonar og Rannveigar Eir Einarsdóttur um þróun fasteignanna að: Birkimel 1, 107 Reykjavík; Skógarhlíð 16, 105 Reykjavík; Kleppsveg, 104 Reykjavík; og Reykjavíkurveg 58, 220 Hafnarfirði. „Viljayfirlýsingin felur í sér að Skeljungur og F33 ehf. stofni sérstakt félag sem kaupir framangreindar fasteignir og vinnur að þróun þeirra í samstarfi við viðkomandi bæjarfélög. Eignarhald á hinu sameiginlega félagi mun skiptast í jöfnun hlutföllum milli Skeljungs og F33. Eiginfjárframlag Skeljungs í hið sameiginlega félag verður í formi framangreindra fasteigna og F33 ehf. mun leggja þróunarlóð að Hnoðraholti í Garðabæ fram sem eiginfjárframlag. Áætlað eiginfjárframlag Skeljungs í formi fasteignanna nemur 2.058,5 mkr. samkvæmt viljayfirlýsingunni. Gert er ráð fyrir að fasteignirnar verði leigðar Orkunni IS ehf. Viljayfirlýsing við Ötul ehf. og viðræður við Reginn hf. um kaup á fasteignum Samkvæmt viljayfirlýsingu við Ötul ehf. er stefnt að því að Ötull kaupi fasteignina að Austurströnd 7, 170 Seltjarnarnesi og leigi til baka til Orkunnar IS ehf. Þá á Skeljungur í viðræðum við Reginn hf., byggt á samkomulagi um helstu skilmála og kaupverð, um kaup á fasteigninni að Litlatúni í Garðabæ sem leigð yrði til Orkunnar IS ehf. Endanleg viðskipti eru bæði með fyrirvara um meðal annars ásættanlega niðurstöðu áreiðanleikakönnunar og samþykki þar til bærra aðila. Áætlað söluvirði fasteignanna er 740 mkr. sem greiðist með handbæru fé og að hluta með afhendingu fasteigna,“ segir í tilkynningunni. Laugavegur og Baulan ekki seldar í bili Þá segir loks að Skeljungur hafi ákveðið að bíða með sölu á fasteignunum Laugavegi 180 og húsnæði Baulunnar í Borgarfirði að svo stöddu. Gangi viðskiptin eftir þá muni Skeljungur eiga eftir tæplega tuttugu fasteignir. Kauphöllin Bensín og olía Fasteignamarkaður Kaldalón Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Sjá meira
Tilkynnt var um það í ágúst síðastliðinn að Skeljungur hefði tekið ákvörðun um að setja ákveðnar fasteignir og lóðir í formlegt söluferli með það í huga að leigja þær, ýmist að hluta eða að öllu leyti. Í tilkynningu til Kauphallar í gærkvöldi kom fram Skeljungur og Kaldalón hefðu gert með sér skilmálaskjal um helstu skilmála kaupsamnings vegna kaupa Kaldalóns á þrettán þessara eigna sem verða svo endurleigðar til langs tíma til Orkunnar sem er að fullu í eigu Skeljungs. Áætlað söluverð fasteignanna eru rétt tæpir sex milljarðar. Þær eignir sem um ræðir eru: Bústaðavegi 20, 108 Reykjavík, Búartorgi 6, 310 Borgarnesi, Dalvegi 20, 201 Kópavogi, Fiskislóð 29, 101 Reykjavík, Fitjum, 260 Reykjanesbæ, Grjóthálsi 8, 110 Reykjavík, Gylfaflöt 1, 112 Reykjavík, Hagasmára 9, 201 Kópavogi, Miklubraut 100, 105 Reykjavík, Miklubraut 101, 105 Reykjavík, Óseyrarbraut 2, 220 Hafnarfirði, Skagabraut 43, 300 Akranesi; og Suðurfelli 4, 111 Reykjavík. Áætlað söluverð fasteignanna er 5.989 milljónir króna sem greiðist annars vegar með reiðufé að lágmarki 3.593,4 milljónir króna og hins vegar með hlutum í Kaldalóni að verðmæti allt að 2.395,6 milljónir króna. Leigðar Orkunni til tuttugu ára Gert er ráð fyrir að fasteignirnar verði leigðar Orkunni IS ehf. til tuttugu ára og að Skeljungur veiti Kaldalóni móðurfélagsábyrgð fyrir leigugreiðslum í þrjátíu mánuði frá afhendingu. Að þeim tíma liðnum takai við hefðbundnar leigutryggingar. Nema áætluð leigugjöld Orkunnar vegna fasteignanna 493 milljónir króna á ársgrundvelli og 433 milljónir króna að teknu tilliti til lækkunar á rekstrarkostnaði eignanna. Áætlaðar leigutekjur Orkunnar vegna endurleigu eigna til þriðju aðila verða um 115 milljónir króna á ársgrundvelli. Tekið er fram að viðskiptin séu háð skilyrðum um að samkomulag náist um efni endanlegra kaup- og leigusamninga, að hluthafafundur Skeljungs samþykki viðskiptin og að niðurstöður áreiðanleikakannana verði jákvæðar. Þá segir að fulltrúar Strengs í stjórn Skeljungs hafi ekki tekið þátt í meðferð málsins þar sem Strengur fari með eignarhlut í bæði Skeljungi og Kaldalóni. Jón Ásgeir Jóhannesson er stjórnarformaður bæði Strengs og Skeljungs. Bensínstöð Orkunnar við Birkimel í Reykjavík.Vísir/Vilhelm Stefnt að sölu fleiri eigna Ennfremur segir frá því að Skeljungur hafi undirritað viljayfirlýsingu við F33 ehf., félags í eigu hjónanna Hilmars Þórs Kristinssonar og Rannveigar Eir Einarsdóttur um þróun fasteignanna að: Birkimel 1, 107 Reykjavík; Skógarhlíð 16, 105 Reykjavík; Kleppsveg, 104 Reykjavík; og Reykjavíkurveg 58, 220 Hafnarfirði. „Viljayfirlýsingin felur í sér að Skeljungur og F33 ehf. stofni sérstakt félag sem kaupir framangreindar fasteignir og vinnur að þróun þeirra í samstarfi við viðkomandi bæjarfélög. Eignarhald á hinu sameiginlega félagi mun skiptast í jöfnun hlutföllum milli Skeljungs og F33. Eiginfjárframlag Skeljungs í hið sameiginlega félag verður í formi framangreindra fasteigna og F33 ehf. mun leggja þróunarlóð að Hnoðraholti í Garðabæ fram sem eiginfjárframlag. Áætlað eiginfjárframlag Skeljungs í formi fasteignanna nemur 2.058,5 mkr. samkvæmt viljayfirlýsingunni. Gert er ráð fyrir að fasteignirnar verði leigðar Orkunni IS ehf. Viljayfirlýsing við Ötul ehf. og viðræður við Reginn hf. um kaup á fasteignum Samkvæmt viljayfirlýsingu við Ötul ehf. er stefnt að því að Ötull kaupi fasteignina að Austurströnd 7, 170 Seltjarnarnesi og leigi til baka til Orkunnar IS ehf. Þá á Skeljungur í viðræðum við Reginn hf., byggt á samkomulagi um helstu skilmála og kaupverð, um kaup á fasteigninni að Litlatúni í Garðabæ sem leigð yrði til Orkunnar IS ehf. Endanleg viðskipti eru bæði með fyrirvara um meðal annars ásættanlega niðurstöðu áreiðanleikakönnunar og samþykki þar til bærra aðila. Áætlað söluvirði fasteignanna er 740 mkr. sem greiðist með handbæru fé og að hluta með afhendingu fasteigna,“ segir í tilkynningunni. Laugavegur og Baulan ekki seldar í bili Þá segir loks að Skeljungur hafi ákveðið að bíða með sölu á fasteignunum Laugavegi 180 og húsnæði Baulunnar í Borgarfirði að svo stöddu. Gangi viðskiptin eftir þá muni Skeljungur eiga eftir tæplega tuttugu fasteignir.
Kauphöllin Bensín og olía Fasteignamarkaður Kaldalón Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Sjá meira