Kári segir Willum hafa orðið á mikil mistök Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 23. desember 2021 10:01 Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar hefur staðið í stafni í baráttunni við Covid-19. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra varð á mikil mistök með því að veita undaþágur til vínveitingastaða í aðdraganda jólanna að mati Kára Stefánssonar forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Í morgun fékk Íslensk erfðagreining send 518 sýni til raðgreiningar. 443 greindust smitaðir innanlands í gær og 51 á landamærum. Kári á von á að stærstur hluti sé með ómíkronafbrigði veirunnar en raðgreining liggur ekki fyrir. „Þetta er bara það sem mátti búast við. Þetta hefur verið að vaxa í veldisvexti undanfarna daga og þetta er að haga sér samkvæmt því sem mátti búast við,“ segir Kári. Hann á von á að álagið á heilbrigðiskerfið muni aukast hratt. „Ég hugsa að þetta þýði að eftir viku verði kominn ansi stór hópur inn á spítala.“ Þá telur hann að tölurnar muni halda áfram að hækka næstu daga en engu að síður er hann sannfærður um að heilbrigðiskerfið komi til með að ráða við álagið. „Við komust í gegnum þetta. Þetta heilbrigðiskerfi okkar er miklu betra en menn gefa því kredit fyrir.“ Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra gerði byrjendamistök að sögn Kára.Vísir/Vilhelm Kári telur að þær undanþágur sem Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hafi veitt veitingamönnum í gær hafi verið mistök. Tuttugu manna samkomutakmarkanir tóku gildi í dag og veitti ráðherrann, í framhaldi til undanþága tveggja tónleikahaldara, veitingastöðum undanþágu frá þeim á einum stærsta degi ársins hjá þeim. „Þetta eru ansi stór mistök. Mistök í þessari stöðu eru býsna alvarlegri heldur en þegar menn eru fótboltaþjálfarar,“ segir Kári. Willum Þór er fyrrverandi knattspyrnuþjálfari. Kári á von á að ráðherrann átti sig á því að undanþágurnar hafi ekki verið skynsamlegar. „Ég held að þetta séu byrjunarmistök hjá góðum manni sem er allt í einu orðinn heilbrigðisráðherra. Það var ekkert verra hægt að gera heldur en að gefa undanþágu fyrir vínveitingastaði í dag. Þetta er akkurat sá dagur sem menn safnast saman.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Á sjötta hundrað greindust með Covid-19 í gær Rúmlega fimm hundruð sýni bárust Íslenskri erfðagreiningu til raðgreiningar í morgun. Þetta segir Kári Stefánsson í samtali við Vísi. 23. desember 2021 09:38 Mest lesið Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Fleiri fréttir Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Sjá meira
443 greindust smitaðir innanlands í gær og 51 á landamærum. Kári á von á að stærstur hluti sé með ómíkronafbrigði veirunnar en raðgreining liggur ekki fyrir. „Þetta er bara það sem mátti búast við. Þetta hefur verið að vaxa í veldisvexti undanfarna daga og þetta er að haga sér samkvæmt því sem mátti búast við,“ segir Kári. Hann á von á að álagið á heilbrigðiskerfið muni aukast hratt. „Ég hugsa að þetta þýði að eftir viku verði kominn ansi stór hópur inn á spítala.“ Þá telur hann að tölurnar muni halda áfram að hækka næstu daga en engu að síður er hann sannfærður um að heilbrigðiskerfið komi til með að ráða við álagið. „Við komust í gegnum þetta. Þetta heilbrigðiskerfi okkar er miklu betra en menn gefa því kredit fyrir.“ Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra gerði byrjendamistök að sögn Kára.Vísir/Vilhelm Kári telur að þær undanþágur sem Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hafi veitt veitingamönnum í gær hafi verið mistök. Tuttugu manna samkomutakmarkanir tóku gildi í dag og veitti ráðherrann, í framhaldi til undanþága tveggja tónleikahaldara, veitingastöðum undanþágu frá þeim á einum stærsta degi ársins hjá þeim. „Þetta eru ansi stór mistök. Mistök í þessari stöðu eru býsna alvarlegri heldur en þegar menn eru fótboltaþjálfarar,“ segir Kári. Willum Þór er fyrrverandi knattspyrnuþjálfari. Kári á von á að ráðherrann átti sig á því að undanþágurnar hafi ekki verið skynsamlegar. „Ég held að þetta séu byrjunarmistök hjá góðum manni sem er allt í einu orðinn heilbrigðisráðherra. Það var ekkert verra hægt að gera heldur en að gefa undanþágu fyrir vínveitingastaði í dag. Þetta er akkurat sá dagur sem menn safnast saman.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Á sjötta hundrað greindust með Covid-19 í gær Rúmlega fimm hundruð sýni bárust Íslenskri erfðagreiningu til raðgreiningar í morgun. Þetta segir Kári Stefánsson í samtali við Vísi. 23. desember 2021 09:38 Mest lesið Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Fleiri fréttir Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Sjá meira
Á sjötta hundrað greindust með Covid-19 í gær Rúmlega fimm hundruð sýni bárust Íslenskri erfðagreiningu til raðgreiningar í morgun. Þetta segir Kári Stefánsson í samtali við Vísi. 23. desember 2021 09:38