„Ætli það séu ekki einhver þrjátíu herbergi eftir“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 24. desember 2021 11:34 Gylfi segir að mikið af ferðamönnum sé á landinu um þessar mundir og erfitt sé að finna hús sem henti undir starfsemina. Vísir/Egill Staðan í farsóttarhúsum landsins er orðin verulega slæm en örfá pláss eru eftir. Um 205 manns dvelja nú í farsóttarhúsum en tæplega sex þúsund manns verða í einangrun yfir hátíðarnar fjarri fjölskyldu og vinum. Metfjöldi greindist smitaður af kórónuveirunni innanlands í gær og forstöðumaður farsóttarhúsanna segir að nú þurfi að velja og hafna. Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúsa, segir óvíst hvað til bragðs sé að taka. Sárafá herbergi eru eftir og enn er unnið að því að klára þær beiðnir sem bárust um innlagnir í gær. Fjöldi beiðna fer hækkandi eftir því sem deginum vindur áfram. „Það eru sárafá herbergi eftir og það eru nokkur hótel orðin full. Það er eitthvað laust á Rauðarárstíg en Reykjavík Lights á Suðurlandsbraut er orðið fullt. En við eigum svona herbergi á stangli á Rauðarárstíg,“ segir Gylfi Þór og telur að um þrjátíu herbergi séu eftir í heildina. Meta hverjir þurfa mest á dvölinni að halda Aðspurður segir Gylfi að nú þurfi að meta hverjir mest þurfi á herbergi að halda. Hann segist þurfa að treysta því að fólk óski ekki eftir því að fá að dvelja í farsóttarhúsi ef það á í önnur hús að vernda. Matið geti oft og tíðum verið erfitt. „Við metum þetta þannig að þeir sem hafa í engin hús að vernda, til dæmis ferðamenn sem hér verða strandaglópar vegna Covid, við reynum að láta þá ganga fyrir. Svo eru það einstaklingar sem búa til dæmis með fólki með hættulega undirliggjandi sjúkdóma. Svo reynum að skoða hvort viðkomandi sé í jaðarhóp og þurfi húsaskjól þess vegna. Það eru ýmis atriði sem við þurfum að meta en oft er þetta erfitt,“ segir Gylfi Þór. En hvað gerist núna þegar það fyllist allt? „Það er nefnilega stóra spurningin. Þetta er nefnilega svolítið erfitt við að eiga. Flest hótel eru full eða í notkun en ég hef vilyrði fyrir hóteli núna í byrjun janúar. Annaðhvort verðum við að reyna að þreyja þorrann þangað til, með einhverjum hætti, eða þá grípa til einhverra aðgerða milli jóla og nýárs. Það verður svolítið að koma í ljós.“ „Ætli það séu ekki einhver þrjátíu herbergi eftir“ Aðspurður segist hann vona að fólk fari að útskrifast í millitíðinni en telur að fjöldi útskrifta verði aldrei svo margar miðað við fjölda smita og innlagna síðustu daga. Starfsfólk farsóttarhúsanna verður á fullu í dag á hlaupum með pakka til gesta og reyni sitt allra besta til að létta gestum á farsóttarhúsum lundina. „Við erum komin með núna yfir 200 gesti og þeim mun fara fjölgandi í dag. Það eru núna 205 og fleiri á leiðinni. Þau [herbergin] eru bara af mjög skornum skammti. Ætli það séu ekki einhver þrjátíu herbergi eftir. Eitthvað svoleiðis,“ segir Gylfi Þór. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tengdar fréttir Töluvert af börnum í farsóttahúsum yfir jólin Tæplega sex þúsund manns verða í einangrun eða sóttkví um jólin og mun hluti þeirra dvelja í farsóttahúsunum yfir hátíðirnar fjarri fjölskyldu og vinum. 23. desember 2021 22:14 Nýtt met: 448 greindust innanlands Í gær greindust 488 með Covid-19 hér á landi. Þar af greindust 448 innanlands, sem er hæsti fjöldi innanlandssmita sem greinst hefur á einum degi. Á landamærunum greindust 40 manns. 24. desember 2021 09:29 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Sjá meira
Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúsa, segir óvíst hvað til bragðs sé að taka. Sárafá herbergi eru eftir og enn er unnið að því að klára þær beiðnir sem bárust um innlagnir í gær. Fjöldi beiðna fer hækkandi eftir því sem deginum vindur áfram. „Það eru sárafá herbergi eftir og það eru nokkur hótel orðin full. Það er eitthvað laust á Rauðarárstíg en Reykjavík Lights á Suðurlandsbraut er orðið fullt. En við eigum svona herbergi á stangli á Rauðarárstíg,“ segir Gylfi Þór og telur að um þrjátíu herbergi séu eftir í heildina. Meta hverjir þurfa mest á dvölinni að halda Aðspurður segir Gylfi að nú þurfi að meta hverjir mest þurfi á herbergi að halda. Hann segist þurfa að treysta því að fólk óski ekki eftir því að fá að dvelja í farsóttarhúsi ef það á í önnur hús að vernda. Matið geti oft og tíðum verið erfitt. „Við metum þetta þannig að þeir sem hafa í engin hús að vernda, til dæmis ferðamenn sem hér verða strandaglópar vegna Covid, við reynum að láta þá ganga fyrir. Svo eru það einstaklingar sem búa til dæmis með fólki með hættulega undirliggjandi sjúkdóma. Svo reynum að skoða hvort viðkomandi sé í jaðarhóp og þurfi húsaskjól þess vegna. Það eru ýmis atriði sem við þurfum að meta en oft er þetta erfitt,“ segir Gylfi Þór. En hvað gerist núna þegar það fyllist allt? „Það er nefnilega stóra spurningin. Þetta er nefnilega svolítið erfitt við að eiga. Flest hótel eru full eða í notkun en ég hef vilyrði fyrir hóteli núna í byrjun janúar. Annaðhvort verðum við að reyna að þreyja þorrann þangað til, með einhverjum hætti, eða þá grípa til einhverra aðgerða milli jóla og nýárs. Það verður svolítið að koma í ljós.“ „Ætli það séu ekki einhver þrjátíu herbergi eftir“ Aðspurður segist hann vona að fólk fari að útskrifast í millitíðinni en telur að fjöldi útskrifta verði aldrei svo margar miðað við fjölda smita og innlagna síðustu daga. Starfsfólk farsóttarhúsanna verður á fullu í dag á hlaupum með pakka til gesta og reyni sitt allra besta til að létta gestum á farsóttarhúsum lundina. „Við erum komin með núna yfir 200 gesti og þeim mun fara fjölgandi í dag. Það eru núna 205 og fleiri á leiðinni. Þau [herbergin] eru bara af mjög skornum skammti. Ætli það séu ekki einhver þrjátíu herbergi eftir. Eitthvað svoleiðis,“ segir Gylfi Þór.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tengdar fréttir Töluvert af börnum í farsóttahúsum yfir jólin Tæplega sex þúsund manns verða í einangrun eða sóttkví um jólin og mun hluti þeirra dvelja í farsóttahúsunum yfir hátíðirnar fjarri fjölskyldu og vinum. 23. desember 2021 22:14 Nýtt met: 448 greindust innanlands Í gær greindust 488 með Covid-19 hér á landi. Þar af greindust 448 innanlands, sem er hæsti fjöldi innanlandssmita sem greinst hefur á einum degi. Á landamærunum greindust 40 manns. 24. desember 2021 09:29 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Sjá meira
Töluvert af börnum í farsóttahúsum yfir jólin Tæplega sex þúsund manns verða í einangrun eða sóttkví um jólin og mun hluti þeirra dvelja í farsóttahúsunum yfir hátíðirnar fjarri fjölskyldu og vinum. 23. desember 2021 22:14
Nýtt met: 448 greindust innanlands Í gær greindust 488 með Covid-19 hér á landi. Þar af greindust 448 innanlands, sem er hæsti fjöldi innanlandssmita sem greinst hefur á einum degi. Á landamærunum greindust 40 manns. 24. desember 2021 09:29