Innlent

Ungur öku­maður með tvo far­þega á þakinu

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Verkefni lögreglu í nótt voru ekki ýkja mörg, ef marka má dagbók hennar.
Verkefni lögreglu í nótt voru ekki ýkja mörg, ef marka má dagbók hennar. Vísir/Vilhelm

Líkt og greint var frá í gær fékk lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ekkert fréttnæmt inn á sitt borð á jólanótt, að mati þess sem skrifaði dagbók lögreglunnar til fjölmiðla í gærmorgun. Lögregla fékk nokkur verkefni í nótt, en þó ekki mörg.

Klukkan rúmlega átta í gærkvöldi var tilkynnt um innbrot inn í fyrirtæki í Árbæ. Þar hafði útihurð verið spennt upp og verkfærum stolið. Klukkan hálf níu hafði lögreglan svo afskipti af 18 ára ökumanni í Hafnarfirði þar sem tveir farþegar voru á þaki bifreiðarinnar. Lögregla ræddi við ökumann og farþega og ritaði skýrslu á staðnum.

Upp úr klukkan tíu í gærkvöldi var tilkynnt um eld í fatagámi á bílastæði við Kjarvalsstaði í Reykjavík. Gámurinn var alelda og ónýtur þegar slökkvilið hafði lokið störfum á vettvangi.

Tveir ökumenn voru stöðvaðir í nótt, grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×