Klukkan rúmlega átta í gærkvöldi var tilkynnt um innbrot inn í fyrirtæki í Árbæ. Þar hafði útihurð verið spennt upp og verkfærum stolið. Klukkan hálf níu hafði lögreglan svo afskipti af 18 ára ökumanni í Hafnarfirði þar sem tveir farþegar voru á þaki bifreiðarinnar. Lögregla ræddi við ökumann og farþega og ritaði skýrslu á staðnum.
Upp úr klukkan tíu í gærkvöldi var tilkynnt um eld í fatagámi á bílastæði við Kjarvalsstaði í Reykjavík. Gámurinn var alelda og ónýtur þegar slökkvilið hafði lokið störfum á vettvangi.
Tveir ökumenn voru stöðvaðir í nótt, grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna.