Rúmlega hundrað þúsund nýsmitaðir í fyrsta sinn Samúel Karl Ólason skrifar 26. desember 2021 17:07 Mikið álag er á gjörgæslum í Frakklandi. AP/Daniel Cole Yfirvöld í Frakklandi tilkynntu í dag að rúmlega hundrað þúsund Frakkar hefðu greinst smitaðir af Covid-19 þar í landi í gær. Er það í fyrsta sinn sem faraldur kórónuveirunnar nær þessum hæðum í Frakkland. Samhliða gífurlegri fjölgun nýsmitaðra í Frakklandi hafa innlagnir þar tvöfaldast á einum mánuði. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að rúmlega einn af hverjum hundrað hafi greinst smitaður af Covid-19 á svæðinu í kringum París á undanfarinni viku. Flestir nýsmitaðir smitast af ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar og er búist við því að það verði ráðandi í Frakklandi á næstu dögum. Delta-afbrigðið hefur sömuleiðis verið í mikilli dreifingu í Frakklandi og hefur mikið álag á gjörgæslum í landinu um jólin verið rakið til þess. Undanfarna viku hafa rúmlega þúsund manns dáið vegna veirunnar. Heildardauðsföll vegna Covid-19 í Frakklandi eru rúm 122 þúsund. Útlit er fyrir að ómíkron-afbrigðið valdi mildari einkennum og færri dauðsföllum. Á móti kemur að það virðist smitast auðveldar manna á milli og er líklegra til að komast hjá þeim vörnum sem bóluefni veita gegn smiti. Bóluefni draga áfram úr alvarlegum veikindum. Ríkisstjórn Emmanuels Macron, forseta, mun halda neyðarfund á morgun til að ræða næstu skref í sóttvörnum í Frakklandi. Menntamálaráðherra landsins hefur þó sagt að ekki standi til að fresta því að opna skóla eftir jólafrí. Sagt er frá því í frétt France24 að ákvörðun hafi verið tekin um að stytta tímann fyrir aukabólusetningar Frakka. Þeir muni geta fengið aukaskammt eftir þrjá mánuði í stað fimm. Það er vegna þess að aukaskammtur bóluefna er sagður veita töluvert mikla vörn gegn ómíkron í einn til tvo mánuði. Þá stendur einnig til að fara að gefa táningum sem eru í áhættuhópum aukaskammta. Frakkland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Franska forsetafrúin ætlar í mál vegna kenningar um að hún sé trans Brigitte Macron, forsetafrú Frakklands, ætlar að leita réttar síns vegna samsæriskenningar, sem gengið hefur um á netinu, um að hún sé trans. 22. desember 2021 15:35 Frakkar gera ráð fyrir allt að 100 þúsund greiningum á dag Olivier Veran, heilbrigðisráðherra Frakklands, segir mögulegt að brátt muni 100 þúsund einstaklingar greinast daglega með Covid-19 í landinu en fjöldinn er nú í kringum 70 þúsund. 22. desember 2021 09:57 Hvert Evrópuríkið á fætur öðru skellir í lás fyrir jólin Hvert Evrópuríkið á fætur öðru grípur til hertra sóttvarnaaðgerða fyrir jólin vegna þess að ómíkron afbrigði kórónuveirunnar dreifir sér með leifturhraða um álfuna. 18. desember 2021 13:40 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Samhliða gífurlegri fjölgun nýsmitaðra í Frakklandi hafa innlagnir þar tvöfaldast á einum mánuði. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að rúmlega einn af hverjum hundrað hafi greinst smitaður af Covid-19 á svæðinu í kringum París á undanfarinni viku. Flestir nýsmitaðir smitast af ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar og er búist við því að það verði ráðandi í Frakklandi á næstu dögum. Delta-afbrigðið hefur sömuleiðis verið í mikilli dreifingu í Frakklandi og hefur mikið álag á gjörgæslum í landinu um jólin verið rakið til þess. Undanfarna viku hafa rúmlega þúsund manns dáið vegna veirunnar. Heildardauðsföll vegna Covid-19 í Frakklandi eru rúm 122 þúsund. Útlit er fyrir að ómíkron-afbrigðið valdi mildari einkennum og færri dauðsföllum. Á móti kemur að það virðist smitast auðveldar manna á milli og er líklegra til að komast hjá þeim vörnum sem bóluefni veita gegn smiti. Bóluefni draga áfram úr alvarlegum veikindum. Ríkisstjórn Emmanuels Macron, forseta, mun halda neyðarfund á morgun til að ræða næstu skref í sóttvörnum í Frakklandi. Menntamálaráðherra landsins hefur þó sagt að ekki standi til að fresta því að opna skóla eftir jólafrí. Sagt er frá því í frétt France24 að ákvörðun hafi verið tekin um að stytta tímann fyrir aukabólusetningar Frakka. Þeir muni geta fengið aukaskammt eftir þrjá mánuði í stað fimm. Það er vegna þess að aukaskammtur bóluefna er sagður veita töluvert mikla vörn gegn ómíkron í einn til tvo mánuði. Þá stendur einnig til að fara að gefa táningum sem eru í áhættuhópum aukaskammta.
Frakkland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Franska forsetafrúin ætlar í mál vegna kenningar um að hún sé trans Brigitte Macron, forsetafrú Frakklands, ætlar að leita réttar síns vegna samsæriskenningar, sem gengið hefur um á netinu, um að hún sé trans. 22. desember 2021 15:35 Frakkar gera ráð fyrir allt að 100 þúsund greiningum á dag Olivier Veran, heilbrigðisráðherra Frakklands, segir mögulegt að brátt muni 100 þúsund einstaklingar greinast daglega með Covid-19 í landinu en fjöldinn er nú í kringum 70 þúsund. 22. desember 2021 09:57 Hvert Evrópuríkið á fætur öðru skellir í lás fyrir jólin Hvert Evrópuríkið á fætur öðru grípur til hertra sóttvarnaaðgerða fyrir jólin vegna þess að ómíkron afbrigði kórónuveirunnar dreifir sér með leifturhraða um álfuna. 18. desember 2021 13:40 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Franska forsetafrúin ætlar í mál vegna kenningar um að hún sé trans Brigitte Macron, forsetafrú Frakklands, ætlar að leita réttar síns vegna samsæriskenningar, sem gengið hefur um á netinu, um að hún sé trans. 22. desember 2021 15:35
Frakkar gera ráð fyrir allt að 100 þúsund greiningum á dag Olivier Veran, heilbrigðisráðherra Frakklands, segir mögulegt að brátt muni 100 þúsund einstaklingar greinast daglega með Covid-19 í landinu en fjöldinn er nú í kringum 70 þúsund. 22. desember 2021 09:57
Hvert Evrópuríkið á fætur öðru skellir í lás fyrir jólin Hvert Evrópuríkið á fætur öðru grípur til hertra sóttvarnaaðgerða fyrir jólin vegna þess að ómíkron afbrigði kórónuveirunnar dreifir sér með leifturhraða um álfuna. 18. desember 2021 13:40