Rúmlega hundrað þúsund nýsmitaðir í fyrsta sinn Samúel Karl Ólason skrifar 26. desember 2021 17:07 Mikið álag er á gjörgæslum í Frakklandi. AP/Daniel Cole Yfirvöld í Frakklandi tilkynntu í dag að rúmlega hundrað þúsund Frakkar hefðu greinst smitaðir af Covid-19 þar í landi í gær. Er það í fyrsta sinn sem faraldur kórónuveirunnar nær þessum hæðum í Frakkland. Samhliða gífurlegri fjölgun nýsmitaðra í Frakklandi hafa innlagnir þar tvöfaldast á einum mánuði. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að rúmlega einn af hverjum hundrað hafi greinst smitaður af Covid-19 á svæðinu í kringum París á undanfarinni viku. Flestir nýsmitaðir smitast af ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar og er búist við því að það verði ráðandi í Frakklandi á næstu dögum. Delta-afbrigðið hefur sömuleiðis verið í mikilli dreifingu í Frakklandi og hefur mikið álag á gjörgæslum í landinu um jólin verið rakið til þess. Undanfarna viku hafa rúmlega þúsund manns dáið vegna veirunnar. Heildardauðsföll vegna Covid-19 í Frakklandi eru rúm 122 þúsund. Útlit er fyrir að ómíkron-afbrigðið valdi mildari einkennum og færri dauðsföllum. Á móti kemur að það virðist smitast auðveldar manna á milli og er líklegra til að komast hjá þeim vörnum sem bóluefni veita gegn smiti. Bóluefni draga áfram úr alvarlegum veikindum. Ríkisstjórn Emmanuels Macron, forseta, mun halda neyðarfund á morgun til að ræða næstu skref í sóttvörnum í Frakklandi. Menntamálaráðherra landsins hefur þó sagt að ekki standi til að fresta því að opna skóla eftir jólafrí. Sagt er frá því í frétt France24 að ákvörðun hafi verið tekin um að stytta tímann fyrir aukabólusetningar Frakka. Þeir muni geta fengið aukaskammt eftir þrjá mánuði í stað fimm. Það er vegna þess að aukaskammtur bóluefna er sagður veita töluvert mikla vörn gegn ómíkron í einn til tvo mánuði. Þá stendur einnig til að fara að gefa táningum sem eru í áhættuhópum aukaskammta. Frakkland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Franska forsetafrúin ætlar í mál vegna kenningar um að hún sé trans Brigitte Macron, forsetafrú Frakklands, ætlar að leita réttar síns vegna samsæriskenningar, sem gengið hefur um á netinu, um að hún sé trans. 22. desember 2021 15:35 Frakkar gera ráð fyrir allt að 100 þúsund greiningum á dag Olivier Veran, heilbrigðisráðherra Frakklands, segir mögulegt að brátt muni 100 þúsund einstaklingar greinast daglega með Covid-19 í landinu en fjöldinn er nú í kringum 70 þúsund. 22. desember 2021 09:57 Hvert Evrópuríkið á fætur öðru skellir í lás fyrir jólin Hvert Evrópuríkið á fætur öðru grípur til hertra sóttvarnaaðgerða fyrir jólin vegna þess að ómíkron afbrigði kórónuveirunnar dreifir sér með leifturhraða um álfuna. 18. desember 2021 13:40 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Sjá meira
Samhliða gífurlegri fjölgun nýsmitaðra í Frakklandi hafa innlagnir þar tvöfaldast á einum mánuði. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að rúmlega einn af hverjum hundrað hafi greinst smitaður af Covid-19 á svæðinu í kringum París á undanfarinni viku. Flestir nýsmitaðir smitast af ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar og er búist við því að það verði ráðandi í Frakklandi á næstu dögum. Delta-afbrigðið hefur sömuleiðis verið í mikilli dreifingu í Frakklandi og hefur mikið álag á gjörgæslum í landinu um jólin verið rakið til þess. Undanfarna viku hafa rúmlega þúsund manns dáið vegna veirunnar. Heildardauðsföll vegna Covid-19 í Frakklandi eru rúm 122 þúsund. Útlit er fyrir að ómíkron-afbrigðið valdi mildari einkennum og færri dauðsföllum. Á móti kemur að það virðist smitast auðveldar manna á milli og er líklegra til að komast hjá þeim vörnum sem bóluefni veita gegn smiti. Bóluefni draga áfram úr alvarlegum veikindum. Ríkisstjórn Emmanuels Macron, forseta, mun halda neyðarfund á morgun til að ræða næstu skref í sóttvörnum í Frakklandi. Menntamálaráðherra landsins hefur þó sagt að ekki standi til að fresta því að opna skóla eftir jólafrí. Sagt er frá því í frétt France24 að ákvörðun hafi verið tekin um að stytta tímann fyrir aukabólusetningar Frakka. Þeir muni geta fengið aukaskammt eftir þrjá mánuði í stað fimm. Það er vegna þess að aukaskammtur bóluefna er sagður veita töluvert mikla vörn gegn ómíkron í einn til tvo mánuði. Þá stendur einnig til að fara að gefa táningum sem eru í áhættuhópum aukaskammta.
Frakkland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Franska forsetafrúin ætlar í mál vegna kenningar um að hún sé trans Brigitte Macron, forsetafrú Frakklands, ætlar að leita réttar síns vegna samsæriskenningar, sem gengið hefur um á netinu, um að hún sé trans. 22. desember 2021 15:35 Frakkar gera ráð fyrir allt að 100 þúsund greiningum á dag Olivier Veran, heilbrigðisráðherra Frakklands, segir mögulegt að brátt muni 100 þúsund einstaklingar greinast daglega með Covid-19 í landinu en fjöldinn er nú í kringum 70 þúsund. 22. desember 2021 09:57 Hvert Evrópuríkið á fætur öðru skellir í lás fyrir jólin Hvert Evrópuríkið á fætur öðru grípur til hertra sóttvarnaaðgerða fyrir jólin vegna þess að ómíkron afbrigði kórónuveirunnar dreifir sér með leifturhraða um álfuna. 18. desember 2021 13:40 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Sjá meira
Franska forsetafrúin ætlar í mál vegna kenningar um að hún sé trans Brigitte Macron, forsetafrú Frakklands, ætlar að leita réttar síns vegna samsæriskenningar, sem gengið hefur um á netinu, um að hún sé trans. 22. desember 2021 15:35
Frakkar gera ráð fyrir allt að 100 þúsund greiningum á dag Olivier Veran, heilbrigðisráðherra Frakklands, segir mögulegt að brátt muni 100 þúsund einstaklingar greinast daglega með Covid-19 í landinu en fjöldinn er nú í kringum 70 þúsund. 22. desember 2021 09:57
Hvert Evrópuríkið á fætur öðru skellir í lás fyrir jólin Hvert Evrópuríkið á fætur öðru grípur til hertra sóttvarnaaðgerða fyrir jólin vegna þess að ómíkron afbrigði kórónuveirunnar dreifir sér með leifturhraða um álfuna. 18. desember 2021 13:40
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent