Enski boltinn

Terry aftur til Chelsea

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
John Terry vann fjölda titla með Chelsea á sínum tíma.
John Terry vann fjölda titla með Chelsea á sínum tíma. Vísir/Getty

John Terry er á leið aftur til enska knattspyrnufélagsins Chelsea samkvæmt The Athletic. Miðvörðurinn fyrrverandi lék með Chelsea nær allan sinn feril ef frá er talið eitt ár hjá Aston Villa sem og lán hjá Nottingham Forest á hans yngri árum.

Hinn 41 árs gamli Terry lék síðasta ár ferilsins með Villa eftir að hafa unnið fjölda titla með Chelsea frá 1998 til 2017. Eftir að Terry lagði skóna á hilluna var hann gerður að aðstoðarþjálfara Villa, starfi sem hann sinnti allt þangað til síðasta sumar.

Síðan þá hefur Terry verið atvinnulaus en hann hefur verið að leitast eftir að verða aðalþjálfari í efstu eða næstefstu deild Englands. Öll félögin sem hann hafði samband við hafi hins vegar afþakkað pent.

Nú virðist sem Terry sé á leið til Chelsea þar sem hann mun aðstoða við þjálfun yngri liða félagsins. Talið er að gott samband hans og Petr Čech, sem er nú tæknilegur ráðgjafi Chelsea, hafi hjálpað honum að landa starfinu.

Þá skemmir ekki fyrir að Terry býr örstutt frá æfingasvæði Chelsea í Cobham




Fleiri fréttir

Sjá meira


×