Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Grindavík 91-95 | Gestirnir stálu sigrinum á lokasprettinum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. desember 2021 21:47 Ólafur Ólafsson átti góðan leik í sigri Grindavíkur í kvöld. Vísir/Bára Grindvíkingar unnu nauman sigur gegn Íslandsmeisturum Þórs er liðin mættust í Þorlákshöfn í kvöld. Heimamenn leiddu lengst af, en frábær lokasprettur skilaði Grindvíkingum mikilvægum fjögurra stiga sigri, 91-95. Liðin fóru nokkuð hægt af stað og áttu erfitt með að koma stigum á töfluna fyrstu mínútur leiksins. Hvort að jólasteikin hafi setið í mönnum er ekki gott að segja, en um miðjan fyrsta leikhluta fóru liðin hægt og bítandi að finna taktinn. Grindvíkingar tóku ágætis kafla undir lok leikhlutans og leiddu að honum loknum með sex stigum, 17-23. Heimamenn vöknuðu betur til lífsins í öðrum leikhluta og voru fljótir að saxa vel á forskotið. Daniel Mortensen var allt í öllu í sóknarleik Þórsara og hann kom Þórsurum yfir á ný í stöðunni 29-28. Skotnýting Grindvíkinga var ekki upp á marga fiska í fyrri hálfleiknum og það gerði heimamönnum kleift að fara inn í hálfleikinn með sex stiga forskot, 45-39. Nokkuð jafnræði var með liðunum lengst af í þriðja leikhluta og illa gekk hjá gestunum að saxa á forskot Þórsara. Glynn Watson setti svo niður einn flautuþrist og kom heimamönnum í tíu stiga forskot fyri lokaleikhlutann, staðan 75-65. Grindvíkingar vöknuðu svo almennilega til lífsins snemma í lokaleikhlutanum. Þeir settu niður níu stig í röð og minnkuðu muninn í þrjú stig þegar rúmar sex mínútur voru til leiksloka. Við tóku æsispennandi lokamínútur, en gestirnir frá Grindavík virtust ákveðnari í að vinna. Þeir komust loks yfir þegar rúmar tvær mínútur voru eftir og unnu að lokum virkilega mikilvægan fjögurra stiga sigur, 91-95. Af hverju vann Grindavík? Ætli gamla góða klisjan um að annað liðið vildi sigurinn meira eigi ekki ágætlega við hér. Þórsarar leiddu lengst af, en náðu aldrei að hrista Grindvíkingana af sér. Gestirnir gengu á lagið og snéru leiknum sér í hag þegar lítið var eftir og unnu að lokum góðan sigur. Hverjir stóðu upp úr? Daniel Mortensen var allt í öllu í sóknarleik heimamanna. Hann skoraði 32 stig og tók níu fráköst og átti stóran þátt í því að Þórsarar leiddu lengi vel. Í liði gestanna var Naor Sharabani stigahæstur með 21 stig og gaf sex stoðsendingar, en Grindvíkingar skiptu stigunum meira á milli sín. Ólafur Ólafsson og Ivan Arrecoechea skoruðu til að mynda 20 stig hvor. Hvað gekk illa? Báðum liðum gekk illa að koma boltanum ofan í körfuna fyrstu mínútur leiksins. Heimamenn voru kannski fyrri til að finna taktinn, en þeim gekk svo illa að stöðva áhlaup Grindvíkinga undir lok leiksins. Hvað gerist næst? Grindvíkingar heimsækja Þór frá Akureyri þann 6. janúar klukkan 19:00 og Þórsararfrá Þorlákshöfn fá Njarðvíkinga í heimsókn degi síðar klukkan 20:15. Lárus: „Alltaf þegar að þú heldur að þú fáir eitthvað gefins þá kemur það í andlitið á þér aftur“ Lárus Jónsson er Íslandsmeistaraþjálfari.vísir/hulda margrét „Þetta er mjög svekkjandi, en mér fannst Grindavík alltaf ná að hanga í okkur og þá var ég skíthræddur við þennan leik, um að þeir myndu ná einhverju áhlaupi og vinna leikinn,“ sagði Lárus Jónsson, þjálfari Þórsara eftir leik. „Þeir eru með mjög gott lið og mér fannst bæði varnarleikurinn og sóknarleikurinn okkar vera lélegur í fjórða leikhluta og það varð til þess að þeir unnu. Við vorum fínir í þriðja leikhluta og vorum að hitta vel. En bara hrós á þá, þeir settu niður stór skot til að vinna þennan leik.“ Eins og Lárus segir þá áttu Þórsarar í miklum vandræðum með að hrista Grindvíkinga af sér þegar liðið var komið með ágætis forskot. Hann segir að hans menn hafi ekki gert Grindvíkingum nógu erfitt fyrir þegar Grindvíkingar voru að elta. „Mér fannst kannski vanta bara aðeins fleiri stopp hjá okkur. Mér fannst þeir bara fá allt of auðveldar körfur og þrjú, fjögur „lay-up“ bara úr hraðaupphlaupum sem við vorum ekki að stoppa.“ „Þeir fengu svolítið mikið af auðveldum körfum til að halda sér inni í leiknum. Það var ekki eins og að þeir hafi þurft að hafa mikið fyrir því þegar okkur var að ganga vel. Svo komust þeir á bragðið í fjórða leikhluta og þá er bara erfitt að eiga við þá.“ Tapið í kvöld var fyrsta tap Þórsara á heimavelli á tímabilinu og Lárus var eðlilega ekki sáttur við það. „Já ég er mjög ósáttur við það. Ég er líka bara ósáttur við það að við vorum að lenda í einhverju smá mótlæti sem að við eigum alveg eftir að gera oft í vetur og þá vorum við fljótir að hengja haus. Mér fannst eins og við værum farnir að hugsa: „Jæja, við eigum bara að taka þetta. Við erum með 11 stiga forskot og þetta er okkar leikur.“ „Alltaf þegar að þú heldur að þú fáir eitthvað gefins þá kemur það í andlitið á þér aftur.“ Þórsarar taka á móti Njarðvíkingum á nýju ári og Lárus segist vilja sjá meiri orku frá sínum mönnum en hann sá í kvöld. „Við þurfum bara að fara yfir Njarðvík núna. Við erum búnir að spila á móti þeim tvisvar, unnum þá heima ög töpuðum í Njarðvík. Við höfum nóg af leikmönnum þar til þess að verjast og þeir eru komnir með einn nýjan og rosalega góðan.“ „En ég vil helst kannski bara sjá meiri orku heldur en var hjá okkur í kvöld og aðeins meiri leikgleði.“ Subway-deild karla UMF Grindavík Þór Þorlákshöfn
Grindvíkingar unnu nauman sigur gegn Íslandsmeisturum Þórs er liðin mættust í Þorlákshöfn í kvöld. Heimamenn leiddu lengst af, en frábær lokasprettur skilaði Grindvíkingum mikilvægum fjögurra stiga sigri, 91-95. Liðin fóru nokkuð hægt af stað og áttu erfitt með að koma stigum á töfluna fyrstu mínútur leiksins. Hvort að jólasteikin hafi setið í mönnum er ekki gott að segja, en um miðjan fyrsta leikhluta fóru liðin hægt og bítandi að finna taktinn. Grindvíkingar tóku ágætis kafla undir lok leikhlutans og leiddu að honum loknum með sex stigum, 17-23. Heimamenn vöknuðu betur til lífsins í öðrum leikhluta og voru fljótir að saxa vel á forskotið. Daniel Mortensen var allt í öllu í sóknarleik Þórsara og hann kom Þórsurum yfir á ný í stöðunni 29-28. Skotnýting Grindvíkinga var ekki upp á marga fiska í fyrri hálfleiknum og það gerði heimamönnum kleift að fara inn í hálfleikinn með sex stiga forskot, 45-39. Nokkuð jafnræði var með liðunum lengst af í þriðja leikhluta og illa gekk hjá gestunum að saxa á forskot Þórsara. Glynn Watson setti svo niður einn flautuþrist og kom heimamönnum í tíu stiga forskot fyri lokaleikhlutann, staðan 75-65. Grindvíkingar vöknuðu svo almennilega til lífsins snemma í lokaleikhlutanum. Þeir settu niður níu stig í röð og minnkuðu muninn í þrjú stig þegar rúmar sex mínútur voru til leiksloka. Við tóku æsispennandi lokamínútur, en gestirnir frá Grindavík virtust ákveðnari í að vinna. Þeir komust loks yfir þegar rúmar tvær mínútur voru eftir og unnu að lokum virkilega mikilvægan fjögurra stiga sigur, 91-95. Af hverju vann Grindavík? Ætli gamla góða klisjan um að annað liðið vildi sigurinn meira eigi ekki ágætlega við hér. Þórsarar leiddu lengst af, en náðu aldrei að hrista Grindvíkingana af sér. Gestirnir gengu á lagið og snéru leiknum sér í hag þegar lítið var eftir og unnu að lokum góðan sigur. Hverjir stóðu upp úr? Daniel Mortensen var allt í öllu í sóknarleik heimamanna. Hann skoraði 32 stig og tók níu fráköst og átti stóran þátt í því að Þórsarar leiddu lengi vel. Í liði gestanna var Naor Sharabani stigahæstur með 21 stig og gaf sex stoðsendingar, en Grindvíkingar skiptu stigunum meira á milli sín. Ólafur Ólafsson og Ivan Arrecoechea skoruðu til að mynda 20 stig hvor. Hvað gekk illa? Báðum liðum gekk illa að koma boltanum ofan í körfuna fyrstu mínútur leiksins. Heimamenn voru kannski fyrri til að finna taktinn, en þeim gekk svo illa að stöðva áhlaup Grindvíkinga undir lok leiksins. Hvað gerist næst? Grindvíkingar heimsækja Þór frá Akureyri þann 6. janúar klukkan 19:00 og Þórsararfrá Þorlákshöfn fá Njarðvíkinga í heimsókn degi síðar klukkan 20:15. Lárus: „Alltaf þegar að þú heldur að þú fáir eitthvað gefins þá kemur það í andlitið á þér aftur“ Lárus Jónsson er Íslandsmeistaraþjálfari.vísir/hulda margrét „Þetta er mjög svekkjandi, en mér fannst Grindavík alltaf ná að hanga í okkur og þá var ég skíthræddur við þennan leik, um að þeir myndu ná einhverju áhlaupi og vinna leikinn,“ sagði Lárus Jónsson, þjálfari Þórsara eftir leik. „Þeir eru með mjög gott lið og mér fannst bæði varnarleikurinn og sóknarleikurinn okkar vera lélegur í fjórða leikhluta og það varð til þess að þeir unnu. Við vorum fínir í þriðja leikhluta og vorum að hitta vel. En bara hrós á þá, þeir settu niður stór skot til að vinna þennan leik.“ Eins og Lárus segir þá áttu Þórsarar í miklum vandræðum með að hrista Grindvíkinga af sér þegar liðið var komið með ágætis forskot. Hann segir að hans menn hafi ekki gert Grindvíkingum nógu erfitt fyrir þegar Grindvíkingar voru að elta. „Mér fannst kannski vanta bara aðeins fleiri stopp hjá okkur. Mér fannst þeir bara fá allt of auðveldar körfur og þrjú, fjögur „lay-up“ bara úr hraðaupphlaupum sem við vorum ekki að stoppa.“ „Þeir fengu svolítið mikið af auðveldum körfum til að halda sér inni í leiknum. Það var ekki eins og að þeir hafi þurft að hafa mikið fyrir því þegar okkur var að ganga vel. Svo komust þeir á bragðið í fjórða leikhluta og þá er bara erfitt að eiga við þá.“ Tapið í kvöld var fyrsta tap Þórsara á heimavelli á tímabilinu og Lárus var eðlilega ekki sáttur við það. „Já ég er mjög ósáttur við það. Ég er líka bara ósáttur við það að við vorum að lenda í einhverju smá mótlæti sem að við eigum alveg eftir að gera oft í vetur og þá vorum við fljótir að hengja haus. Mér fannst eins og við værum farnir að hugsa: „Jæja, við eigum bara að taka þetta. Við erum með 11 stiga forskot og þetta er okkar leikur.“ „Alltaf þegar að þú heldur að þú fáir eitthvað gefins þá kemur það í andlitið á þér aftur.“ Þórsarar taka á móti Njarðvíkingum á nýju ári og Lárus segist vilja sjá meiri orku frá sínum mönnum en hann sá í kvöld. „Við þurfum bara að fara yfir Njarðvík núna. Við erum búnir að spila á móti þeim tvisvar, unnum þá heima ög töpuðum í Njarðvík. Við höfum nóg af leikmönnum þar til þess að verjast og þeir eru komnir með einn nýjan og rosalega góðan.“ „En ég vil helst kannski bara sjá meiri orku heldur en var hjá okkur í kvöld og aðeins meiri leikgleði.“
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum