Klopp áfram pirraður yfir álaginu yfir hátíðirnar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. desember 2021 07:01 Jürgen Klopp útskýrir hér fyrir Paul Tierney að hann nenni einfaldlega ekki að spila bæði 26. og 28. desember. EPA-EFE/FACUNDO ARRIZABALAGA Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, virðist seint ætla að venjast því álagi sem fylgir því að vera hluti af enskri knattspyrnuhefð yfir jólahátíðina. „Að spila 26. og 28. desember er bara ekki rétt, ég segi það af því það er sannleikurinn. Ég tel að það sé hægt að finna lausn á þessu, það er ekki það flókið að spila fótbolta með breyttu sniði.“ „Spila 26. og 29. desember til að mynda, sum lið eru að því. Manchester United spila í kvöld og ég veit ekki hvenær þeir eiga næsta leik, eflaust ekki 29. desember,“ byrjaði Klopp á því að segja á blaðamannafundi og hélt svo áfram. "If we don't discuss it, it just stays like this."#LFC manager Jurgen Klopp has once again called into question playing football on Boxing Day and the 28th December and says that players need help when it comes to the fixture schedule pic.twitter.com/DF6NyGyRP3— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) December 27, 2021 „Það er því nóg af dögum til að spila. Tala nú ekki um Covid-19, það er ljóst að sum lið eiga við Covid-vandamál að stríða nú en samt er litlum hóp leikmanna flýtt í gegnum tvo leiki. Þú þarft heppni á svona stundum og það ætti ekki að þurfa heppni í fótbolta.“ „Að spila á öðrum degi jóla er ekki vandamál, við viljum allir spila þá. Það er frábær hefð, allir elska það. Frábært fyrir leikmenn, stuðningsfólk og alla aðra. En svo eftir það er bara haldið áfram.“ „Ef við ræðum þetta ekki þá breytist ekkert, kannski verður það samt svona en leikmennirnir þurfa hjálp og sú hjálp þarf að koma frá öðrum en þjálfurum félaganna,“ sagði Klopp að endingu. Ekki eru allir á eitt sáttir við gagnrýni Klopp og annarra stjóra ensku úrvalsdeildarinnar yfir miklu álagi. Simon Jordan, fyrrverandi eigandi Crystal Palace, er einn þeirra. Liverpool er í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 41 stig, sex stigum á eftir toppliði Manchester City sem hefur leikið einum leik meira. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Sjá meira
„Að spila 26. og 28. desember er bara ekki rétt, ég segi það af því það er sannleikurinn. Ég tel að það sé hægt að finna lausn á þessu, það er ekki það flókið að spila fótbolta með breyttu sniði.“ „Spila 26. og 29. desember til að mynda, sum lið eru að því. Manchester United spila í kvöld og ég veit ekki hvenær þeir eiga næsta leik, eflaust ekki 29. desember,“ byrjaði Klopp á því að segja á blaðamannafundi og hélt svo áfram. "If we don't discuss it, it just stays like this."#LFC manager Jurgen Klopp has once again called into question playing football on Boxing Day and the 28th December and says that players need help when it comes to the fixture schedule pic.twitter.com/DF6NyGyRP3— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) December 27, 2021 „Það er því nóg af dögum til að spila. Tala nú ekki um Covid-19, það er ljóst að sum lið eiga við Covid-vandamál að stríða nú en samt er litlum hóp leikmanna flýtt í gegnum tvo leiki. Þú þarft heppni á svona stundum og það ætti ekki að þurfa heppni í fótbolta.“ „Að spila á öðrum degi jóla er ekki vandamál, við viljum allir spila þá. Það er frábær hefð, allir elska það. Frábært fyrir leikmenn, stuðningsfólk og alla aðra. En svo eftir það er bara haldið áfram.“ „Ef við ræðum þetta ekki þá breytist ekkert, kannski verður það samt svona en leikmennirnir þurfa hjálp og sú hjálp þarf að koma frá öðrum en þjálfurum félaganna,“ sagði Klopp að endingu. Ekki eru allir á eitt sáttir við gagnrýni Klopp og annarra stjóra ensku úrvalsdeildarinnar yfir miklu álagi. Simon Jordan, fyrrverandi eigandi Crystal Palace, er einn þeirra. Liverpool er í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 41 stig, sex stigum á eftir toppliði Manchester City sem hefur leikið einum leik meira.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Sjá meira