Innlent

Bjarni Bene­dikts­son með Co­vid-19

Árni Sæberg skrifar
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra er kominn með Covid-19.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra er kominn með Covid-19. Vísir/Vilhelm

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra greindist með Covid-19 í dag. Hann hvetur alla til að sýna varkárni vegna útbreiðslu veirunnar í samfélaginu.

Bjarni greindi frá því rétt í þessu að hann hefði greinst smitaður eftir að hafa farið í PCR-próf í varúðarskyni eftir hádegi í dag. Hann tók þátt í fundi ráðherranefndar í morgun þar sem staðan í faraldrinum var rædd. Hann tekur fram að fundurinn hafi farið fram rafrænt.

Hann segir alls óvíst hvar eða hvenær hann smitaðist og tekur fram að margir hafi greinst smitaðir nálægt honum. Bæði í vinnu og nærfjölskyldu, líkt og hjá mörgum þessi dægrin.

Hann muni nú fara í tíu daga einangrun. Þar sem hann sé enn einkennalaus með öllu vonist hann til að geta sinnt heimilisverkum sem setið hafa á hakanum. Þá sé bókastafli á náttborðinu sem hann hafi ekki komist í að lesa. hann getur einnig hugsað sé að taka því einfaldlega rólega næstu daga. „Það er víst mælt með því svona af og til,“ segir hann.

„Ég hvet alla til að sýna varkárni vegna víðtækra smita í samfélaginu. Samstaðan hefur skilað mögnuðum árangri til þessa og er lykilatriði fyrir frekari árangur. Lifið heil!“ segir Bjarni í lok færslu sinnar á Facebook.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×