Sport

Heims­meistarinn naum­lega á­fram eftir spennu­trylli

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Gerwyn Price fór áfram eftir bráðabana.
Gerwyn Price fór áfram eftir bráðabana. EPA-EFE/Tamas Kovacs

Aðeins tveir leikir fóru fram á HM í pílu í kvöld. Heimsmeistarinn Gerwyn Price fór áfram eftir 4-3 sigur á Kim Huybrechts á meðan Jonny Clayton vann 4-0 sigur á Gabriel Clemens. 

Þá þurfti Vincent Van Der Voort að draga sig úr keppni þar sem hann greindist með Covid-19. Þar sem Van Der Voort gat ekki spilað fór James Wade sjálfkrafa áfram í 4. umferð.

Clayton fylgdi Wade eftir öruggan 4-0 sigur en leikur kvöldsins var á milli Price og Huybrechts. Sá var hin besta skemmtun þar sem heimsmeistarinn lenti í kröppum dansi.

Huybrechts náði yfirhöndinni og átti möguleika á að slá ríkjandi heimsmeistarann úr leik en Price steig upp þegar mest á reyndi og vann einvígið eins og áður sagði 4-3. Price getur því enn varið titilinn.

Hér að neðan má sjá allt það helsta sem gerðist í leikjum kvöldsins.


HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×