Innlent

Stal yfir­höfn með lyklum á veitinga­húsi og braust inn á heimilið

Atli Ísleifsson skrifar
Þjófurinn var búinn að fara inn á heimilið og stela þar verðmætum.
Þjófurinn var búinn að fara inn á heimilið og stela þar verðmætum. Vísir/Vilhelm

Tilkynnt var um innbrot, eignaspjöll og stolinn bíl á Seltjarnarnesi í gærkvöldi. Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að fyrr um kvöldið hafi yfirhöfn hafi verið stolið á veitingahúsi þar sem í voru lyklar að húsi og bíl.

Þjófurinn var svo búinn að fara inn á heimilið á Seltjarnarnesi, þar sem hann var búinn að stela verðmætum auk bílsins. Segir að málið sé í rannsókn.

Í tilkynningu lögreglu segir einnig að tilkynnt hafi verið um líkamsárás í Efra-Breiðholti skömmu eftir miðnætti. Þar hafði óboðinn gestur mætt í samkvæmi og kýlt gestgjafann í andlitið með þeim afleiðingum að konan hlaut skurð á augabrún og var flutt á slysadeild í sjúkrabíl. Árásaraðilinn, sem einnig var kona, var farinn af vettvanfi þegar lögreglu bar að garði.

Þá segir frá því að um klukkan 18 í gærkvöldi hafi lögregla haft afskipti af konu í bíl í Kópavogi vega sölu og dreifingar lyfja. Konan var handtekin grunuð um brot á lyfjalögum og var laus að lokinni skýrslutöku. Lögregla lagði hald á lyf sem voru í fórum konunnar.

Um klukkan 20 var ofurölvi kona svo handtekin í hverfi 109 og var hún vistuð sökum ástands í fangageymslu lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×