Telur eldgos spurningu um næstu daga frekar en vikur Kristján Már Unnarsson skrifar 28. desember 2021 22:08 Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Sigurjón Ólason Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur telur líklegra að eldgos brjótist út að nýju við Fagradalsfjall á næstu dögum fremur en á næstu vikum. Jarðskjálfti upp á 3,9 stig um hálfþrjúleytið í dag með upptök í Trölladyngju norðan Krýsuvíkur minnti íbúa Reykjavíkur og nágrennis rækilega á umbrotin á Reykjanesskaga. Allra augu beinast þó að eldstöðinni í Fagradalsfjalli en þar hefur þó dregið úr skjálftavirkni síðustu sólarhringa. Í fréttum Stöðvar 2 lýsti Magnús Tumi mati sínu á stöðunni og líklegri framvindu mála. Hann segir þó alveg klárt að dregið hafi úr skjálftavirkninni en einnig gliðnun landsins. Tvennt gæti verið í stöðunni: Horft frá Kleifarvatni til vesturs yfir Reykjanesfjallgarð. Krýsuvík og Sveifluháls til vinstri. Trölladyngja fyrir miðri mynd og Keilir þar fyrir aftan.Egill Aðalsteinsson „Að þetta sé að verða búið. En hitt er alveg eins líklegt, að kvikan sé núna búin að ryðja frá sér þar sem hún getur og fer þá að leita upp.“ Magnús áætlar að á þeim þremur mánuðum, frá því gosinu lauk í september og þar til hrinan núna hófst fyrir jól, hafi sextíu milljón rúmmetrar safnast fyrir af kviku undir eldstöðinni. „Það er bara jafnmikið aðrennsli kviku og var að streyma upp í gosinu.“ Frá gosstöðvunum í Fagradalsfjalli í gær.Egill Aðalsteinsson Magnús vitnar til þess mats sérfræðinga Veðurstofunnar að kvikan sé núna á um tveggja kílómetra dýpi en hún gæti verið fljót upp. „Það gæti verið nokkrir klukkutímar. Það gæti verið nokkrir dagar. Það gæti líka, svo undarlegt sem það virðist, að þetta væri bara búið núna.“ Hann telur langlíklegast að, gjósi á annað borð, verði það á sama stað eða svipuðum og síðast. Líklegra sé að það gerist þá á næstu dögum frekar en næstu vikum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Skjálfti 3,9 að stærð skammt norðan við Trölladyngju Snarpur jarðskjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og suðvesturhorninu á þriðja tímanum í dag. 28. desember 2021 14:33 Grindvíkingar orðnir þreyttir á skjálftahrinunni Jarðskjálftavirkni er enn mikil á Reykjanesi þó hafa jarðskjálftarnir í dag mælst minni að stærð en síðustu daga. Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar segir segir íbúa ýmsu vana en margir séu þó þreyttir á ástandinu. 27. desember 2021 18:26 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Fleiri fréttir „Brjálæðislega há laun“ borgarstjóra séu sexfalt hærri en laun láglaunakvenna í borginni Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Sjá meira
Jarðskjálfti upp á 3,9 stig um hálfþrjúleytið í dag með upptök í Trölladyngju norðan Krýsuvíkur minnti íbúa Reykjavíkur og nágrennis rækilega á umbrotin á Reykjanesskaga. Allra augu beinast þó að eldstöðinni í Fagradalsfjalli en þar hefur þó dregið úr skjálftavirkni síðustu sólarhringa. Í fréttum Stöðvar 2 lýsti Magnús Tumi mati sínu á stöðunni og líklegri framvindu mála. Hann segir þó alveg klárt að dregið hafi úr skjálftavirkninni en einnig gliðnun landsins. Tvennt gæti verið í stöðunni: Horft frá Kleifarvatni til vesturs yfir Reykjanesfjallgarð. Krýsuvík og Sveifluháls til vinstri. Trölladyngja fyrir miðri mynd og Keilir þar fyrir aftan.Egill Aðalsteinsson „Að þetta sé að verða búið. En hitt er alveg eins líklegt, að kvikan sé núna búin að ryðja frá sér þar sem hún getur og fer þá að leita upp.“ Magnús áætlar að á þeim þremur mánuðum, frá því gosinu lauk í september og þar til hrinan núna hófst fyrir jól, hafi sextíu milljón rúmmetrar safnast fyrir af kviku undir eldstöðinni. „Það er bara jafnmikið aðrennsli kviku og var að streyma upp í gosinu.“ Frá gosstöðvunum í Fagradalsfjalli í gær.Egill Aðalsteinsson Magnús vitnar til þess mats sérfræðinga Veðurstofunnar að kvikan sé núna á um tveggja kílómetra dýpi en hún gæti verið fljót upp. „Það gæti verið nokkrir klukkutímar. Það gæti verið nokkrir dagar. Það gæti líka, svo undarlegt sem það virðist, að þetta væri bara búið núna.“ Hann telur langlíklegast að, gjósi á annað borð, verði það á sama stað eða svipuðum og síðast. Líklegra sé að það gerist þá á næstu dögum frekar en næstu vikum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Skjálfti 3,9 að stærð skammt norðan við Trölladyngju Snarpur jarðskjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og suðvesturhorninu á þriðja tímanum í dag. 28. desember 2021 14:33 Grindvíkingar orðnir þreyttir á skjálftahrinunni Jarðskjálftavirkni er enn mikil á Reykjanesi þó hafa jarðskjálftarnir í dag mælst minni að stærð en síðustu daga. Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar segir segir íbúa ýmsu vana en margir séu þó þreyttir á ástandinu. 27. desember 2021 18:26 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Fleiri fréttir „Brjálæðislega há laun“ borgarstjóra séu sexfalt hærri en laun láglaunakvenna í borginni Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Sjá meira
Skjálfti 3,9 að stærð skammt norðan við Trölladyngju Snarpur jarðskjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og suðvesturhorninu á þriðja tímanum í dag. 28. desember 2021 14:33
Grindvíkingar orðnir þreyttir á skjálftahrinunni Jarðskjálftavirkni er enn mikil á Reykjanesi þó hafa jarðskjálftarnir í dag mælst minni að stærð en síðustu daga. Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar segir segir íbúa ýmsu vana en margir séu þó þreyttir á ástandinu. 27. desember 2021 18:26
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“