„Búinn að vera hjá slökkviliðinu í þrjátíu ár og aldrei upplifað aðra eins nótt“ Atli Ísleifsson skrifar 1. janúar 2022 07:19 Eldur kom upp í sinu við Úlfarsfell. Axel Már Arnarsson „Ég er búinn að vera hjá slökkviliðinu í þrjátíu ár og aldrei upplifað aðra eins nótt,“ segir varðstjóri hjá slökkviliðinu hjá höfuðborgarsvæðinu, aðspurður um hvernig nóttin hafi verið. Hann segir að frá því um kvöldmatarleytið í gær hafi slökkvilið farið í um sjötíu útköll á slökkvibílum og í um áttatíu sjúkraflutninga. „Við vorum að fara í allt mögulegt. Það kom upp eldur í tveimur húsum – í Kópavogi og Grafarvogi. Það voru gróðureldar hér og þar. Meðal annars kom upp eldur í sinu fyrir ofan Bauhaus í Úlfarsárdal og annar fyrir neðan Korpúlfsstaði. Svo var tilkynnt um eld í ruslatunnum, póstkössum og fleiru. Ég hef aldrei upplifað annað eins á mínum ferli.“ Upp úr miðnætti biðlaði varðstjóri hjá slökkviliði til almennings að hætta að skjóta upp flugeldum vegna allra þeirra elda sem voru að kvikna á víð og dreif um alla borg. Í samtali við fréttastofu lýsti hann ástandinu sem „skelfilegu“. „Þetta voru stórir gróðureldar sumir hverjir. Það kviknaði í lúpínubreiðum [í Grafarvogi] og þetta var bara hörkumikið bál og erfitt að eiga við. Þetta var ekki bara í Reykjavík heldur veit ég að Akranes var í hörkueldum og Selfyssingarnir voru líka,“ segir varðstjóri hjá slökkviliðinu. Slökkvilið Reykjavík Kópavogur Áramót Gróðureldar á Íslandi Flugeldar Tengdar fréttir Slökkvilið höfuðborgarsvæðinsins biðlar til fólks um að hætta að skjóta upp flugeldum „Þetta er bara skelfilegt,“ sagði vaktmaður hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu þegar fréttastofa náði tali af honum rétt í þessu. Vísi hefur borist fjöldi ábendinga um gróðurelda sem hafa kviknað útfrá brennum eða flugeldum og samkvæmt upplýsingum frá vakt slökkviliðsins hefur mannskapurinn farið í 50 útköll það sem af er kvöldi. 1. janúar 2022 00:28 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Hann segir að frá því um kvöldmatarleytið í gær hafi slökkvilið farið í um sjötíu útköll á slökkvibílum og í um áttatíu sjúkraflutninga. „Við vorum að fara í allt mögulegt. Það kom upp eldur í tveimur húsum – í Kópavogi og Grafarvogi. Það voru gróðureldar hér og þar. Meðal annars kom upp eldur í sinu fyrir ofan Bauhaus í Úlfarsárdal og annar fyrir neðan Korpúlfsstaði. Svo var tilkynnt um eld í ruslatunnum, póstkössum og fleiru. Ég hef aldrei upplifað annað eins á mínum ferli.“ Upp úr miðnætti biðlaði varðstjóri hjá slökkviliði til almennings að hætta að skjóta upp flugeldum vegna allra þeirra elda sem voru að kvikna á víð og dreif um alla borg. Í samtali við fréttastofu lýsti hann ástandinu sem „skelfilegu“. „Þetta voru stórir gróðureldar sumir hverjir. Það kviknaði í lúpínubreiðum [í Grafarvogi] og þetta var bara hörkumikið bál og erfitt að eiga við. Þetta var ekki bara í Reykjavík heldur veit ég að Akranes var í hörkueldum og Selfyssingarnir voru líka,“ segir varðstjóri hjá slökkviliðinu.
Slökkvilið Reykjavík Kópavogur Áramót Gróðureldar á Íslandi Flugeldar Tengdar fréttir Slökkvilið höfuðborgarsvæðinsins biðlar til fólks um að hætta að skjóta upp flugeldum „Þetta er bara skelfilegt,“ sagði vaktmaður hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu þegar fréttastofa náði tali af honum rétt í þessu. Vísi hefur borist fjöldi ábendinga um gróðurelda sem hafa kviknað útfrá brennum eða flugeldum og samkvæmt upplýsingum frá vakt slökkviliðsins hefur mannskapurinn farið í 50 útköll það sem af er kvöldi. 1. janúar 2022 00:28 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Slökkvilið höfuðborgarsvæðinsins biðlar til fólks um að hætta að skjóta upp flugeldum „Þetta er bara skelfilegt,“ sagði vaktmaður hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu þegar fréttastofa náði tali af honum rétt í þessu. Vísi hefur borist fjöldi ábendinga um gróðurelda sem hafa kviknað útfrá brennum eða flugeldum og samkvæmt upplýsingum frá vakt slökkviliðsins hefur mannskapurinn farið í 50 útköll það sem af er kvöldi. 1. janúar 2022 00:28